Þetta hlýtur að skýrast

Það hlýtur að verða með þetta eins og siglingar í Þorlákshöfn. Fleiri ferðir á álagstímum. sem vissulega eru nokkrir hér í Eyjum. Held að menn geti nú ekki ætlast til þess að skipið sigli fram og til baka, fram og til baka fram og ....... bara út í eitt frá 7 á morgnanna til 10 á kvöldin allt árið um kring. Sé ekki alveg þörfina á því eins og staðan er í dag. En að sjálfsögðu má skoða þetta þegar fram í sækir og ef aðsókn í að sigla yfir sundið verður meiri en ætlað var. -Fer ekki á taugum yfir þessu strax.
mbl.is Óvíst með fjölda ferða milli lands og Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigursveinn

Efvið mótmælum þessu ekki Gilli þá munum við fá enn frekari niðurskurð í okkar málum.  Þögnin er túlkuð sem samþykki við slíkum gjörðum.  Við megum ekki vera svo pólitískir að við mótmælum öllu þegar einn flokkur er í stjórn en erum til í að skoða allt þegar annar flokkur er við völd.

Sigursveinn , 8.12.2009 kl. 13:56

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Menn geta alveg látið í sér heyra, ekki málið, og eiga að láta heyra í sér. Heyrist nú menn vera að gera það, sem er í góðu lagi. En þetta er bara mín sín á málið og hefur nákvæmlega ekkert með pólitík að gera. Stundum þarf að beita skynsemi og oft virðast skynsemi og pólitík alls ekki eiga samleið.

Gísli Foster Hjartarson, 8.12.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband