Bjart er yfir......

Ég sá þennan fína helgileik hjá fimmtubekkingjum hér í Grunnskólanum í Eyjum. Þar voru þessar persónur er biskup hræðist að munu hverfa úr almennri umræðu í aðalhlutverkum. Reydnar dúkka í hlutverki frelsarans. Held að þessi saga muni ekki gleymast svona eins og biskup virðist hræðast. Svo lengi sem trúin er til staðar þú munu þessar personu birtast okkur með reglulegu millibili. Ég gaf mér smá stund í að góna á imbann í gærkvöldi (sjónvarpið þ.e.a.s. ekki í spegil) og þar fannst mér þessi saga einmitt vera kjarninn í því sem að ég sá og núna í morgunsárið rakst ég á þetta á einhverri stöð líka. Þannig að ekki skal örvænta biskup kær.

SKrapp í kirkjugarðinn um 5 leytið í gærdag með friðarkerti á leiðið hjá Ömmu Gunnu og afa Gísla annars vegar og og konuna sem ávallt var kölluð amma VIlla og honum Venna hennar hins vegar. En þetta er mikil breyting á mínum högum miðað við síðustu 2 áratugi eða svo þar sem að ég hef alltaf heimsótt þessar mætu konur á aðfangadag, snemma dags og átt með þeim stutt en gott spjall. Var búin að koma börnunum upp á þetta líka en nú bregður svo við að þessar elskur hafa báðar fallið frá á þessu ári og því ekki hægt að heimsækja á sama hátt og áður, 10 ára dóttir mín var mjög miður sín yfir að hafa þær ekki til að heimsækja svo að vði fórum í garðinn í gær.  Það var faögur sjón aðhorfa yfir garðinn í stillunni. Mikið um ljós og fullt af fólki að líta eftir  leiðum ættingja og vina. -  Fögur sjón og ekki skemmdi fyrir að búið var að tendra ljós á nokkrum kertum hér og þar á Heimakletti.


mbl.is Má bara rifja upp sögu Jesú og Maríu í kirkjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í þessum málum?

Á að leggja niður allt sem tengist Jólaguðspjalli í skólum landsins;

allt í nafni þess að vera óháður?

Fram eða afturör?

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 11:25

2 identicon

Ég er ekki kristinn,ég er Ásatrúar. Á ég ekki rétt á því að ekki sé verið að halda þessari jesúþvælu að börnum mínum á leikskólanum? Ekki erum við að reyna að troða okkar trú upp á biskup eða aðra svo við hljótum að geta fengið frið fyrir honum? Og svo er maður að borga launin fyrir þetta jesúlið!

óli (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 11:38

3 identicon

Eigum við ekki að einbeita okkur fyrst og fremst að börnunum? Eigum við ekki fyrst og fremst að vera með góðar og gildar dæmisögur handa þeim sem gera þau glöð?

Hverjum er svo sem ekki sama hvaðan gott kemur? Nema í þessu tilviki kemur þetta úr kristni.

Það sem einkennir kristna sögu frá upphafi til enda eru feluleikir, lygi, blóð, ofbeldi, ofsóknir og nýðingsskapur.

Nú er ég að sjálfsögðu að tala um stofnunina sem slíka ekki trúarboðskapinn sjálfan.

En þetta er staðreynd og er kennt í skólum strax og börnunum er treyst til að læra smá sögu.

Þetta er það sem að kemur upp í hugan þegar kristinn boðskapur er nefndur.

Þess vegna kýs ég "politically correct" dauðhreynsaðan boðskap frekar. hann nefnilega endist, Jesús hætti því hjá mér frekar snemma.

En gleðileg jól :D

Hallur (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 11:48

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Óli, þú ert ekki ásatrúar ef þú hefur ekki umburðarlyndi. Hallur, "Það sem einkennir kristna sögu frá upphafi til enda eru feluleikir, lygi, blóð, ofbeldi, ofsóknir og nýðingsskapur."...svo vitnað sé í þig er þetta saga mannkynsins einsog við þekkjum hana og alls ekkert kristið umfram að kristnir eru menn og þetta háttarlag manna er síður en svo búið.... hins vegar hefur kristni afar merkilega trúarsögu sem er full af átökum og er saga sem er orðin sígild í sjálfu sér og "testamenti" um okkar heimshluta. Ég vil einmitt halda stoltur á lofti þessari átakasögu og einmitt gegn röksemdum "political correct" manna að betra er að sópa undir teppið vandamálunum en að takast á við þau. Um þá sögu verður ekki rætt með billegum upphrópunum þeirra sem allt vita betur og þá sérstaklega hvað varðar trúmál. Þá rísa upp Hallar og Ólar og slá um sig með frösum sem þeir hafa lesið á netinu en ekki tileinkað sér með íhugun. Íhugun er reyndar og hátíðlegt orð til að nota í bloggfærslu, afsakið.

Gísli Ingvarsson, 25.12.2009 kl. 13:25

5 Smámynd: Sigurður Helgason

svo eru þeir allir með krossmarkið í staðin fyrir mynd,,

Og ekki trúi ég á JESÚS og gleðileg jól ,,,,,,,,,,,

Hvað skildi nú vera að baki öllu þessu

Sigurður Helgason, 25.12.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.