Hefur legið í loftinu!!!

Þetta hefur nú svo sem verið í umræðunni í dágóðan tíma, þ.e.a.s. að það kæmi ný plata áður en næsti partur af 360 túrinum hefjist í USA næsta sumar. Veit ekki hvernig það er hjá öðrum en mig hlakkar alltaf til þegar ný skífa frá þeim félögum er í vinnslu. Mesta hljómsveit sögunnar - so far ef að þið spyrjið mig.

Það lítur því út fyrir að það gæti komið sér vel að maður er með miða á tónleikana í París 18. sept á næsta ári uppi í skáp hjá sér.

Já svo er að velja plötur ársins maður á nú eftir að birta þann lista sinn hér á vefnum eftir 3 daga eða svo.

Læt hér fylgja með myndskeið af Moment of Surrender á Wembley 15 ágúst síðastliðinn, en það voru seinni tónleikarnir sem að ég sá með þeim á árinu sem er að líða.


mbl.is Ný plata frá U2 í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Já maður verður ekki svikinn af góðum parísarmiða í ljósi þessara frétta.. Ég er að byrja að pakka

Stefán Þór Steindórsson, 27.12.2009 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband