Erum við einstök?

Erum við að fara að slá einhver met sem þjóð?

Skuldugasta þjóð á byggðu bóli? Ísland!!! Það getur ekki verið, þjóðin þar sem allir snillingarnir og spekingar bjuggu!!! Þjóðin þar sem varla nokkur maður sem kominn var til vits og ára missteig sig, að sögn þ.e.a.s.  Við sem gáfum öllum langt nef í nánast öllu sama hvað við tókum okkur fyrir hendur, kunnum allt, gátum allt, gerðum allt, vildum eiga allt, drukkum malt og töluðum um hlutina blákalt ....okkur í hag.

Nú blasir raunveruleikinn við og ekki er myndin fyrir framan okkur mynd sem gleður. ....Samt lætur þjóðin að nokkru leyti eins og ekkert hafi í skorist, og á erfitt með að horfast íaugu við hvað er í gangi.

Það góða er að þetta virðist ekki vera neinum að kenna, og því getum við öll verið þokkalega brött.....eða hvað?


mbl.is Skuldugasta þjóð á byggðu bóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Ekki bara skuldugasta, líka heimskasta þjóð í heimi

Sigurður Helgason, 28.12.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband