3.1.2010 | 14:56
Indefence klárlega í vörn!!
Þarna er varnarhópurinn greinilega í vörn!
Ég reyndar trúi því ekki að þeir sem eru í forsvari fyrir hópinn séu svona barnalegir, ja eða illa gefnir að þeir séu að senda svona pósta - þeir eru ekki í lagi ef svo er. Hef miklu frekar þá trú að þarna séu einhverjir að misnota sér nöfn hópsins.
Skil reyndar ekkert í Ólínu að vera að fara með þetta í loftið svona að óskoðuðu máli hefir haldið að það væru hæg heimatökin að ræða þetta bara við einn af þeim er fara með ferðina í hópnum - en þetta hentar henni að sjálfsögðu betur en að taka upp (sím)tólið.
Indefence er ekki gallalaus hópur frekar en að þingmenn séu gallalausir eða ég og þú en til þess að öðlast traust fólks verða menn að vera heiðarlegir en mér finnst eins og stuðningmenn beggja fylkinga séu aðeins byjaðir að missa slefið og það boðar ekki gott.
Við þurfum að borga okkar skerf í Icesave spurningin er bara um endanlega upphæð. Það veit ég fyrir víst eftir að hafa lesið mörg blogg og ummæli fólks að margir halda, alls ekki allir, að með því að synja lögunum þá losnum við við að borga þennan viðbjóð, en svo einfallt er málið ekki.
Kannast ekki við fjöldapóst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hópurinn sem sendi skilaboð á fésinu kallar sig Ég kýs þig ekki, þú kaust með Icesaveog ekkert sem bendir til að sé á vegum Indefence hópsins. Hins vegar var bent á undirskriftasöfnun Indefence hópsins en það er nú varla glæpur..eða hvað?
Sem sagt engir illa gefnir Indefence forsvarsmenn, engir að misnota nöfn annarra..bara pirraður þingmaður
Katrín, 3.1.2010 kl. 15:39
Hvað er að því að segjast ekki vilja kjósa þetta lið aftur?
Sigurður Þórðarson, 3.1.2010 kl. 15:46
..pirraður þingmaður Katrín, ekki er það nú nýmæli man eftir þeim æðimörgum, stundum bara spurningin um að halda pirringnum innandyra, bíta í tunguna og telja upp að tíu t.d.
Nákvæmlega Sigurður - maður segir bara það sem að manni finnst og gerir bara eins og manni sýnist, alveg sammála þér í því.
Gísli Foster Hjartarson, 3.1.2010 kl. 15:48
Bara hjartanleg sammála þér...draga andann djúpt og anda í gegnum nefið. Ég geng nú svo langt að segja að ég hefði ekki gert neinar athugasemdir hefði þessi póstur komið frá þessum góða hópi mætra manna. S'e einfaldlega ekkert athugavert við þessi skilaboð né við tölvupósta kjósenda til þingmanna. Það eina sem mér finnst athugavert ef fólk geti ekki sýnt sjálfsagða kurteisi og sleppt fúkyrðunum.
Katrín, 3.1.2010 kl. 15:59
LOL..
Alltaf hægt að treysta að Fosterinn geti snúið þessi einhvern vegin !
afb (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.