Kommúnisminn lifir í Eyjum og það hjá Íhaldinu?

 

Vá hvað ég á bágt með að trúa þessu sem að ég var að heyra. Það er að segja að íhaldið hafi í hyggju að vera með njósnara á kjörstað. Þetta fólk sem hvað harðast talar gegn kommúnisma af öllum, er það kannski ekkert nema sýndarmennskan? Hvað með frelsi einstaklingsins? Veit að línan milli harðra hægri öfgamanna og kommúnista er oft sögð fín en ætli hún sé horfin hér í Eyjum?

 

Hélt að hérna ríkti lýðræði og fólk gæti gert það sem að það vildi þegar kemur að þessum kosningum. Þú mætir ef að þú villt og lætur ekki sjá þig ef að þér sýnist svo. Hélt að það væri hinn lýðræðislegi réttur manns. Það kemur í raun engum við hvað maður gerir þegar að þessu kemur. Að fólk skuli vera að sækjast eftir að fá að hafa þarna inni fulltrúa til að fylgjast með hverjir mæta og hverjir ekki er náttúrulega bara grín í mínum huga og ekkert annað. Það er nóg að það sé stemmt af að það fólk sem á kjörstað kemur sé í kjörskrá, hafi kosningarétt.

 

Mér finnst svo mikil kommúnistalykt af þessu að ég bágt með að trúa að forsvarsmenn flokksins taki heilshugar undir svona vinnubrögð. Trúi því ekki fyrr en á reynir. Fer aldrei ofan af því að svona skemmir fyrir frekar en hitt. H-listinn, þessi sem að hinir mætu drengir Guðlaugur Friðþórs og Guðmundur Huginn sátu á ásamt fleira góðu fólki, hafði það að leiðarljósi á sínum tíma að koma ekki nálægt svona hnýsni og það gekk vel – tæp 500 atkvæði takk fyrir

 

Reyndar skilst mér að fólk hafi ekki en fengið leyfi kjörstjórnar til að sitja þarna inni. Þannig að við sjáum hvað setur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Vídó

Hverjir eiga að hafa eftirlit með framkvæmd kosninga aðrir en fulltrúar stjórnmálaflokkana eins og þeir gera þarna?

Kjartan Vídó, 28.5.2010 kl. 14:27

2 Smámynd: TómasHa

Það er heldur enginn sem fylgir þér í kjörklefann.  Þú getur kosið það sem þér hentar.

Vinstriflokkarnir hafa reynt að gera þetta tortryggilegt, sérstaklega eftir að þeir höfðu ekki lengur nægan fjölda stuðningsmanna til þess að sinna þessu. Fram að því voru þeir sjálir með eftirlit á kjörstað.

TómasHa, 28.5.2010 kl. 14:53

3 identicon

Þetta snýst ekki um það að flokkarnir séu með eftirlit með framkvæmd kosninga heldur það að verið er að fara með upplýsingar út úr kjördeild og nota í kosningasmölun.  Það er alveg sjálfsagt að flokkar hafi eftirlit með framkvæmd kosninga og talningar en það er algjörlega ótækt að fara með gögn og upplýsingar út aftur á meðan kosning stendur yfir.

Hafsteinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 15:13

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Takk fyrir að svara þessu Hafsteinn - Kjartan er útvörður íhaldsins og veit vel hvað er gert við gögnin.

TómasHa vinstri hægriskiptir ekki mál í þessu Hafsteinn svaraði þessu - en það eru hlutirnir með gögnin sem pirra fólk, eðlilegt eftirlit setur sig enginn á móti. Flokkarnir eiga sína fulltrúa sem fylgjast með á kjörstað. En það er óþarfi að eiga njósnara.

Gísli Foster Hjartarson, 28.5.2010 kl. 15:38

5 identicon

mér finnst eftir þennan lestur öllu ótrúlegra að þú talir um þennan hátt eins og þú hafir ekki heyrt af honum fyrr...

í bæjarfélaginu sem ég er alin upp í og flestum þeim bæjarfélögum sem ég hef búið í (sem eru ófá) hefur þessi hátturinn verið hafður á...

frambjóðendur ná í gögn á kjörstað og skima yfir hverjir hafi ekki mætt á kjörstað og hafa samband við þá sem þeim þykir líklegir til að veita þeim atkvæði...

á sumum stöðum er meira að segja vitað hvenær þessi og hinn eru líklegir til að fara á kjörstað "hann fer alltaf svo seint" eða "afhverju er þessi ekki búinn að kjósa, hann er alltaf svo snemma í því"...

þetta er ekki bundið við við íhaldið, það gera þetta allir út um allt, það er eiginlega meira fréttnæmt að það skulu ekki allir gera þetta hér heldur en hitt...

Brynja (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 16:01

6 Smámynd: TómasHa

Smjörklípa hvað. Það er auðvitað algjör útúrsnúningur að ég hafi talað um skjöl, það er augljós tilvitnun einmitt í VillaVill. Ábendingin stendur að hann er farinn að hegða sér ótrúlega líkt þessum spilltu pólitíkusum sem hann er að gagnrýna.

TómasHa, 28.5.2010 kl. 17:17

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Brynja: Ætli þetta hafi ekki verið bundið við sjálfstæðisflokkinn hér í Eyjum í síðustu þremur bæjarstjórnarkosningum, gæti verið það sama varðandi alþingiskosningar. Aðrir hættir þessu og hafa ekki séð ástæðu til þess að standa í þessu. held að ég muni þetta rétt

Gísli Foster Hjartarson, 28.5.2010 kl. 17:26

8 Smámynd: TómasHa

Þetta er mjög furðulegt Gisli, þú mátt endilega eyða út þessari athugasemd. Greinilegt að kerfið hjá blogg.is er að klikka. Ég skrifaði þessa athugasemdi við allt annað blogg en það birtist ekki þar en bara hér.

Mjög furðulegt dæmi.

TómasHa, 28.5.2010 kl. 17:46

9 Smámynd: TómasHa

Varðandi "njósnarana" þá er kjörstjórn að ákveða það hvort menn mega fara með gögn úr húsi. Ef menn óttast misnotkun þá eiga menn að gera það.

Þetta er einmitt spurning um vinstri og hægri. Þetta varð allt í einu mjög slæmt eftir að vinstri flokkarnir hættu að geta mannað þetta en var að þeirra mati fullkomlega eðliegur hluti af því.

TómasHa, 28.5.2010 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband