Kæru Norðlendingar!

Ef að það ætlar að fara að snjóa svona hjá ykkur næstu misserin vil ég minna ykkur á að nú þegar er hægt að kjósa til stjórnlagaþings hjá sýslumanni og því kannski ráð að gera það þegar færið er gott ef veðurspáin er að hóta einhverju öðru!!!

Frambjóðandi til stjórnlagaþings með númerið 3612 sendir bestu kveðjur norður yfir heiðar, já og bara um allt land, til vina ættingja og stuðningsmanna. Með von um að þið eigið góðan dag í dag sem og aðra daga. 


mbl.is Ekkert fólksbílafæri á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

hahahah Bestu kveðjur suður yfir heiðar og höf og sömuleiðis :-)

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 13.11.2010 kl. 11:13

2 identicon

Takk fyrir góðar kveðjur, Gísli.... við reynum að krafla okkur upp úr snjónum og komast á kjörstað

Eygló Björnsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 12:49

3 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

 Góður, Gísli

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 13.11.2010 kl. 15:59

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Hvað finnst frambjóðandanum um fyrirsögnina?

Ekkert fólksbílafæri á Akureyri

Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.11.2010 kl. 16:07

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

hvað er fólksbílafæri Kristján?  Kemur það á rúllum? Þarf maður kvóta?

Þekki það nú af eigin raun að fólk á AKureyri kvartar ekki undan færðinni, nema síður sé. Það þarf ákveðið jafnaðargeð til að búa við þennan snjó. Jafnaðargeð sem fæstum Eyjamönnum er t.d. gefið. - Eygló getur frætt ykkur á því.

Gísli Foster Hjartarson, 13.11.2010 kl. 18:33

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Hver er munurinn á: "

"Ekkert fólksbílafæri á Akureyri" og "Ófærð á Akureyri"?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.11.2010 kl. 18:41

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson


Önnur fyrirsögnin gleður jeppaeigendur hin gleður þá meira.   Mér finnst þetta orð fólksbílafæri skelfilegt, því miður. Munurinn er sá að í annarri segirðu að það sé engin ástæða til að fara á ferðina á fólksbíl, en í hinni ættu fleiri að hugsa sig um!!!!!

Gísli Foster Hjartarson, 13.11.2010 kl. 18:59

8 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þú færð 4,8.

 Ef fjölmiðilinn væri að tala við sjálfráða fólk væri fyrirsögnin: "Ófærð á Akureyri." Sjálfráða fólk gæti tekið ákvörðun í samræmi við þá frétt. MBL og RÚV nota þessi hugtök: "Ekkert ferðaveður, við einir vitum", sem er að vísu rétt mat eins og er vegna skrælingjaháttarins. En kanske í framtíðinni verða íslendingar ekki lengur skrælingjar og þá vogar enginn sér að tala niður til fólks: Þegnar, láta kjósa og þvl. Þó mun áfram sagt: Láttu hundinn út.

Þú verður að fatta þetta til að eiga mitt atkvæði.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.11.2010 kl. 19:46

9 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Skil hvað þú ert að fara............ Kristján Sigurður.   Vita öllum betur ef svo má orða það, en hver matar þá og leyfir þeim að taka sér þetta "vald"   - bestu kveðjur

Gísli Foster Hjartarson, 14.11.2010 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband