Takk fyrir mig

Ég vil nú byrja þennan sunnudagsmorgun á að þakka þeim er studdu mig með því að setja númerið mitt á kjörseðilinn sinn í kosningunum í gær. Hverju það skilar á eftir að koma í ljós.

Hafið heila þökk öll sömul. Mér finnst í ótrúlegt að fólk skuli hafa lagt það á sig að skella sér á kjörstað og styðja við bakið á mér, fyrir það verð ég ævinlega þakklátur

Ætla nú ekkert að fæða þátttöku pælingar mínar hérna alveg strax þó vissulega hafi ég vonast eftir því að allavega 50% kjósenda mættu á kjörstað.  Stjórnlagaþing er staðreynd engu að síður, hvort sem það verður með eða án mín. Ég sagði það í aðdraganda kosninganna að það væri mér að meinalausu ef menn blésu þetta af og biðu með kosningarnar yfir á næsta ár t.d. og frestuðu því stjórnalgaþinginu, er í raun en sama sinnis.

Hlakka líka til að sjá hversu margir mættu á kjörstað og skiluðu t.d. auðu - það eru í raun augljósustu mótmælin hjá fólki. Það að sitja heima má nefnilega alveg túlka á þann háttað fólki sé í raun og veru bara alveg sama. En þetta túlkar væntanlega hver og einn eins og hann vill.

En allavega takk fyrir mig ....við sjáum svo hver niðurstaðan verður og hver gheildarfjöldi þeirra sem greiddu atkvæði verður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband