Góðir hlutir gerast hægt!

Þetta verður allt í lagi þegar fram sækir. Menn þurfa bara að sýna örlítið meiri þolinmæði, veit að það er erfitt hjá mörgum, sérstaklega þeim sem stöðugt er á þvælingi milli lands og Eyja en fyrir mig sem fer þetta kannski 2-3 á ári þá veldur þetta ekki miklum truflunum. Hef einu sinni notað höfnina fram og til baka og þvílíka bótin sem þetta er, ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa því. Bið fólk að sýna örlítið meiri biðlund, vera í góðu skapi og vera tilbúið að takast á við framtíðin í samgöngumálum okkar Eyjamanna með bros á vör. - það er svo miklu auðveldara.
mbl.is Bjartsýni ríkir um Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GAZZI11

Mér finnst nú Eyjamenn hafa sýnt þessum snillingum ótrúlegt langlundargeð og þolinmæði. Það hefði nú mátt hlusta betur á staðarvitringana.

Það er bara eitt sem ég skil ekki í þessu dæmi: Af hverju þarf Herjólfur og þjónustan um borð, niðurfelldar siglingar til Þorlákshafnar, verðskrá og tölvukerfi að fara í hundana vegna þess að einhverjir byggja höfn. Hvaða rugl er það.   

GAZZI11, 16.3.2011 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband