Hver er kjáninn?

Alveg spóla menn í sömu förunum öllum stundum í þessu máli. Sumir finna því allt til foráttu, hreinlega allt, aðrir fagna því það. Hér í kringummig er fólk bæði með og á móti en ég hef ekki enn hitt þann mann sem segir að það séu ekki neinir hnökkrar á þessu blessaða frumvarpi.Ætla ekki að setja hér út á Jón Bjarna né Helga Áss þeir eru báðir á launum hjá sitt hvorum arminum og tala því örugglega að einhverju leyti bjagað!

En það athyglisverða er að allir sjómenn sem ég hef talað við um þetta virðast vera sammála um að auka eigi veiðiskyldu og takmarka/banna framsal aflaheimilda, skipti á tegundum eru menn alveg sáttir við en hitt pirrar menn. Þó menn séu ekki sáttir við þetta frumvarp, ja þau bæði í heild sinni þá heyrist mér nú að sjómenn séu sammála um þetta.

Einnig heyri ég mikinn stuðning við það að ekki verði hægt að flýtja heilu aflaheimildirnar átakalaust úr einu héraði í annað. VSV t.d. færi þannig ekki héðan átakalaust ef menn hliðhollir Vestmannaeyjum misstu meirihluta í fyrirtækinu - þessu eru held ég allir hlynntir sérstakelga í ljósi þess að menn hafa verið að verjast því að meirihlutaeignin í fyrirtækinu færist úr byggðarlaginu. Sama á t.d. þá væntanlega við um fyrirtæki í hinum ýmsu byggðarlögum sem þessa stundina eru algjörlega undir hælnum á einhverri lánastofnun.  

Ætlar einhver að segja mér að þingmenn frá Vestmannaeyjum t.d. séu á móti þessu? Með því meina ég ekki að þingmenn megi ekki sjá eitthvað að þessu skjali en hefði haldið að menn myndu nú taka undir það sem gæti þótt gott, fyrir sitt byggðarlag en ekki bara hrópað úlfur, úlfur. 


mbl.is „Við höfum þjóðina með okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er hér;

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/07/kjanar_finnast_vid_island/

Kjáninn (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband