Óendanlegur viðbjóður?

Djöfuls viðbjóður er þetta. Hrikalega getur mannskepnan verið grimm og skemmd. Það virðist sem svo á fréttum frá Sýrlandi að viðbjóðurinn sé kominn algjörlega upp í topp og það fyrir nokkru síðan. Fastlega má þó reikna með að svona fréttir haldi áfram að berast. - ekki bara sorglegt heldur viðbjóðslegt
mbl.is Setja börn framan á skriðdrekana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

svo er það bara milljón króna spurningin, hverjum er um að kenna...?

el-Toro, 12.6.2012 kl. 10:22

2 identicon

Ef þú misþyrmir og deyðir aðra manneskju þá er sá gjörningur algjörlega þín sök.  þú getur ekki kennt neinum öðrum um það.  Það er orðin verulega þreytt að heyra fólk réttlæta grimmdarverk með því að benda á aðra.

Hafsteinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 10:43

3 Smámynd: el-Toro

held nú að það sé orðið ljóst í hugum flestra sem fylgjast með, að grimmdarverk eru framin af báðum aðilum.

það sem hefur bæst við síðustu mánuði, eru vopnaðir hryðjuverkamenn frá Írak og Líbíu.  bandarískir embættismenn hafa sumir hverjir kallað þá al-Qaeda í vestrænum fjölmiðlum. 

það versta við frétta flutningin af þessum ódæðum, er þessi rangi fréttaflutningur sem troðið er í okkur dag eftir dag.  en það nýjasta er að kenna stjórn Assad um hræðilega hluti, með því að segja að vígamenn hliðhollar stjórn sýrlands séu ábyrgir....þetta hljómar hræðilega í eyrum hins sauðheimska almúga...

...en sannleikurinn er sá að stærstu fylkingar stjórnarandstöðunnar eru sunni múslimar.  stjórn assads eru alavítar og shia múslimar...þeir sem hlaða niður áróðri al-Qaeda í hausin á sér, vilja ekki sjá það að styðja shia múslima...!

...þessir vígamenn frá írak og Líbíu, eru allir al-Qaeda liðar.  það eru þessir vígamenn sem fjölmiðlar eru nýlega byrjaðir að bendla við stjórn Assads.  en það gengur bara ekki upp...!

...hinsvegar má vel bendla Assad við offorsið í her landsins gegn borgurum sýrlands.  en hæpin rök hans um að stuðla að verndun borgaranna og niðurbroti vígasveita stjórnarandstöðunnar (al-Qaeda), eru vart sem skuggin af afleiðingum herja hans.  enda heilu borgarhlutar í ljósum logum eftir sprengjuregn hersins.

báðir aðilar ættu að vera dregnir fyrir stríðsglæpadómstólinn og báðir aðilar ættu að vera dæmdir af þeim vafasama dómstóli í Brussel.  getur það gerst eins og heimurinn er í dag...???

aldrei skal hengja bakara fyrir smið...

el-Toro, 12.6.2012 kl. 16:43

4 identicon

Held að fjölmargar leyniþjónustur beri ábyrgð á þessu ástandi. Þessir skæruliðar vilja bara sjá blóð og óstöðugleika. Engin 'bylting' og þessi áróður er eiginlega jafn þurr orðin og að Gaddafi hafi skipað flugárásir á friðsama mótmælendur.  Verið að reyna nota börn til að réttlæta árás á fleiri börn. Þessi stefna er gjaldþrota.

Bear (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 19:50

5 Smámynd: el-Toro

því miður Bear, þá er þetta rétt hjá þér....allt saman...!

el-Toro, 12.6.2012 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.