Uppselt = Ný þjóðarhöll

Vá það vantar ekki, uppselt og Einar Þorvarðar vill sjá nýja Þjóðarhöll - er ekki ara hæg að nota Egilshöllina fyrir svona risaleiki?  Hversu oft hefur verið uppselt á leiki handboltalandsliðisns á heimavelli síðastliðin segjum 10 ár? Þetta er kannski svipað og allar breytingarnar sem vrið er að gera á Laugardalsvelli, það verður ekki oft uppselt þar. Og þegar menn fengu ítali í heimsókn þá brutu menn allar reglur varðandi að gengi að vellinum og stæði til að slá eitthvað aðsóknarmet til að fá fjöður í hattinn - hvað ef eitthvað hefði komið upp á, skilst reyndar að marigr hafi verið mjög óánægðir hvernig þetta gekk fyrir sig en ætla ekki að æsa mig yfir því fannst bara fyndið hvernig menn fóru fram úr sjálfum sér.  En h versu stóra nýja höll þurfum við? Höll fyrir handbolta, körfubolta, íshokký, frjálsar og hvað fleira?  Hvað mæta margir á körfuboltalandsleikina? frjálsar já eða íshokký? Eigum við kannski að byggja eina risahöll sem tekur kannski 7-10 þúsund manns í sæti?  Eða eiga menn að koma því þannig fyrir að hægt sé að færa þessa stærstu leiki bara í Egilshöllina með tilheyrandi búnaði?
mbl.is Vill nýja þjóðarhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.