Ljótt er það .....

...ef satt er. Er samfélagið virkilega orðið það rotið að þetta er svona?

Kemur þessu kannski ekkert við en stundum hefur verið bankað í öxlina á mér og mér sagt að ég eigi ekki að skrifa svona greinar, eða blogga svona - sumt síðan áður en bloggið varð eins og það er í dag. Hvernig þorirðu að skrifa svona segja menn, þú ert með fyrirtæki? Ég hef nú yfirleitt bara yppt öxlum og sagt bíddu þetta er bara mín skoðun, það þurfa ekki allir að vera sammála mér, en ég hef mína skoðun á hlutunum. Ég veit alveg að margir Sjálfstæðismenn í Eyjum hafa ekki alltaf verið a´nægðir með mig, og ekki fólk í öðrum flokkum heldur. Eitt sinn kom til mín ungur strákur, sem oft kom í prentsmiðjuna að spjalla, og sagðist hafa verið að koma úr Ásgarði og þar hafi menn verið að tala um hvað þeir þyrfti að gera til að fá mig til að hætta að skrifa. Ég svaraði nú var það og við ræddum aðeins málin  - svo sagði hann auðvitað átti ég ekkert að segja þér þetta. Mér fannst þetta ekkert skrýtið þannig séð ég hafði sett út á hluti sem að mér líkuðu ekki. En það get ég sagt að hreinskilni þess stráks setti hann á hærri stall hjá mér, þó hann væri ekki alveg sammála mér. Þetta er svo sem ekkert í eina skiptið sem að ég hef fengið skilaboð en þau hafa oftast ekki verið svona beint úr fjósinu.- En held að í dag viti menn að ég segi það sem mér finnst, ef ég tel þörf á því, og það virðir fólk frekar við mig en að taka það út á fyrirtækinu - en kannski eru sumir sem hugsa þannig - þeir um það

Þetta rifjast hér upp fyrir mér því um daginn hitti ég Vilhjálm Bjarnason við jarðarför ömmu minnar og þá minnti hann mig á þessi skrif mín, án þess að taka þá umræðu neitt lengra en sagði að þessi skrif hefðu vakið athygli - held að það sé rétt að segja það þannig..

Ég hef mínar skoðanir, þú þínar og svo framvegis, það ber okkur að virða við hvort annað um leið og við förum að ætla öllum að vera sammála okkur þá getur orðið hált á svellinu. Berum virðingu fyrir hvort öðru þó svo að við séum ekki alltaf sammála.


mbl.is Vildu Vilhjálm Bjarnason burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Við erum að tala um skrif sem ná allt að 2 bæjarstjórnarkosningar aftur í tímann, þes vegna var ég líka hissa þegar að Villi fór að rifja þetta upp  - en að hann skuli hafa sett mig í flokk með sér í umræðunni í jarðarförinni þótti mér vænt um því hann hefur margt gott til málanna lagt - kannski hefur mér tekist það einhvern tíma líka.

Jæja best að sinna þeirri litlu - hún er hérna veik þessi elska. Bestu kvðejur í efra hverfið.

Gísli Foster Hjartarson, 9.2.2009 kl. 09:52

2 identicon

Innilega sammála þér, Gísli minn!

Ég hef þá trú að maður eigi að segja skoðanir sínar og standa við þær. En þetta er svolítið"scary" að það skuli vera fylgst með því hvað fólk lætur frá sér og ansi óhugnanlegt þetta með hann Vilhjálm!

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 11:48

3 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Gísli: (sagt mjög strangt) "láttu þér ekki detta í huga að hætta að segja það sem þér finnst...eða þegja yfir einhverju sem brýtur á réttlætiskennd þinni"

Aldís Gunnarsdóttir, 9.2.2009 kl. 19:57

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ásdís og Aldís - ég held að þjóðin sitji upp með Gilla Hjartar - það er svo hvers og eins að meta fyrir sig hvort það er til ánægju og yndisauka eða hreinnar kvalar.

Gísli Foster Hjartarson, 9.2.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband