Kommúnistar og mótmæli

Þessi þjóð þarna í austri mótmælir alltaf ef einhverjir vilja hitta Dalai Lama þetta er orðinn þreytt lumma og ég er hissa á að það fjölmiðlar skuli en fjalla um kvartanir Kínverja yfir því að þjóðarleiðtogar og aðrir séu að fara að hitta Dalai Lama. Væri nær að fjölmiðlamenn einbeittu sér að því að kanna hjá Kínverjum hvað sé að frétta frá T'ibet, já eða hvernig samskipti þirra við herforingjastjórnina í Burma/Myanmar gangi.

Sérstök þjóð um margt Kínverjar - sögð kommúnistaríki en eina samlíkingin hér á landi við hegðun þeirra er hegðun ýmissa aðila er tengjast Sjálfstæðisflokknum, eru þeir þá kommar eða er Kína ekki kommúnistaríki?

Hvað ætli sé að frétta af Falun Gong?


mbl.is Mótmæla fundi með Dalai Lama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur hagað sér á margan hátt eins og kommúnistafasistaflokkur síðustu árin og má það meðal annars sjá á almennu viðhorfi þeirra til tjáningarfrelsis...

Björn Halldór Björnsson, 30.5.2009 kl. 13:11

2 Smámynd: Anna

Kínverjar eru skít hræddir við Dalai Lama. Þeir líta á hann sem hryjuverkamann.Af einhverjum ástæðum. En það voru Kínverjar sem réðust inn í Tibet þeir eru hryjuvekamennirnir.. Það er verst að þeir geta ekki látið grei karlinn í friði. Ég vona að þetta kommúnistlið fari nú að liða undir lok. Það er komin tími til að sjá breitingu í heiminum ekki bara á 'Islandi. Settu FG inn í Google og athugaðu hvor þeir séu enn að pynta og drepa þá sem stunda Falum Gong.

Anna , 30.5.2009 kl. 13:20

3 identicon

Fann þetta á Wikipedia ;)

Vildi bara deila þessu með ykkur því í mínum huga er hugmyndafræði kommúnisma flott. Þá sérstaklega hugmyndafræði marxisma.

Hins vegar á kommúnismi sér nokkrar undirgreinar og þar má nefna stalínisma og maóisma. Hvet ykkur til að slá þessu upp og lesa stuttar skilgreiningar á þessum hugtökum

Kommúnismi (úr frönsku: communisme og upphaflega úr latínu: communis, „það sem er sameiginlegt“) er hugtak sem notað er um ýmsar náskyldar hugmyndir sem eiga það sameiginlegt að álíta að öll framleiðslutæki eigi að vera í sameign samfélagsins eða a.m.k. jafnt skipt. Orðið „kommúnismi“ hefur stundum verið íslenskað sem „sameignarstefna“, en sú nafngjöf hefur aldrei náð festu.

Innan lenínismans á hugtakið kommúnismi sérlega við lokastig stéttabaráttunnar, þegar stéttir og ríkisvald eru horfin úr samfélagsskipaninni, og hver og einn leggur af mörkum eftir getu og ber úr býtum eftir þörfum.

Kommúnisminn er hluti af miklu víðtækari hugmyndahefð og framkvæmd sósíalisma, þrátt fyrir að merking þessara tveggja hugtaka hafi verið nokkuð á reiki í gegnum tíðina.

Bestu kveðjur

Jórunn Einars (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 20:54

4 identicon

Ríki sem kenna sig við Kommúnisma bera ábyrgð á mestu fjöldamorðum á eigin þegnum í skráðri sögu mannkynsins, en morðin telja í hundruðum milljóna. Í framkvæmd er hugmyndafræðin ekki fínni en svo.

Matthías (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 23:22

5 identicon

"Hvað ætli sé að frétta af Falun Gong?"

Ég rakst einmitt á grein um daginn þar sem frá því var greint að varaforseti evrópska þingsins, Edward McMillan-Scott, sendi beiðni til Sameinuðuþjóðana fyrir rannsókn á ofsóknum Falun Gong iðkenda í Kína. Vitnar hann þar til Genocide convention ákvæðis SÞ. En nú í sumar verður áratugur síðan sem marka má upphaf grimmdarlegra ofsókna Falun Gong iðkenda þar í landi, sem hann segir í opnu bréfi til Ban Ki-moon (aðalritara Sameinuðu þjóðana) þann 25. apríl, að séu: “The most systematic persecution of one group since the Nazi persecution of the Jews”.

Í bréfinu til aðalritarans, er sérstaklega eitt atriði sem erfitt er að þurka úr minni, en er það sala ríkisstjórnar Kína á líffærum Falun Gong iðkenda. Er þar verið að styðjast við rannsókn David Matas og David Kilgour mannréttinda lögfræðinga þar sem sannfærandi rökum er telft fram í skýrslu þeirra, en niðurstaðan hljóðar svo:

"Based on our further research, we are reinforced in our original conclusion that the allegations are true. We believe that there has been and continues today to be large scale organ seizures from unwilling Falun Gong practitioners.

 

We have concluded that the government of China and its agencies in numerous parts of the country, in particular hospitals but also detention centres and 'people's courts', since 1999 have put to death a large but unknown number of Falun Gong prisoners of conscience. Their vital organs, including kidneys, livers, corneas and hearts, were seized involuntarily for sale at high prices, sometimes to foreigners, who normally face long waits for voluntary donations of such organs in their home countries.

 [...]

Our conclusion comes not from any one single item of evidence, but rather the piecing together of all the evidence we have considered.  Each portion of the evidence we have considered is, in itself, verifiable and, in most cases, incontestable.  Put together, they paint a damning whole picture.  It is their combination that has convinced us"

Hafþór Sævarsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband