Innbrotastuðullinn?

Finnst Kristján Ólafur komast skemmtilega að orði þarna í fréttinni:

„Það er búið að tilkynna til okkar 40 innbrot það sem af er, sem áttu sér stað yfir helgina. Sem er nokkuð umfram það sem við vorum að gera okkur vonir um,“ segir Kristján.

Nokkuð umfram það sem að við vorum að gera okkur vonir um það er eins og menn séu með einhverskonar veðbanka í gangi!!! Þeir hljóta að hafa gert sér vonir þá um engin innbrot!!! Ólíkt því sem gerist í boltanum þar sem menn gera sér vonir um sem flest stig þá geri ég ráð fyrir að þeir kumpánar í lögreglunni hafi verið að vonast eftir lágri tölu. Ætli einhver hafi hirt pottinnu hjá þeim, eða veita menn verðlaun þeim er kemst næst því að hitta á rétta tölu.

....svo má kannski segja að það sé rugl að bjóða upp á svona stór-ferðahlegi menn fara þá kannski að skipuleggja sig út frá því.


mbl.is Innbrotahrina í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uss, það þarf sko enga sérstaka ferðahelgi til, stoppaði tvo stráka hér í vetur sem voru komnir upp á svalir hjá nágrannakonu minni sem er eldri kona sem býr ein, og það var klukkan kortér yfir tólf á sunnudagskvöldi þegar fullt af fólki var enn á fótum og svalirnar hjá okkur í blokkinni blasa við blokkinni á móti.  Þeir hafa verið ansi kjarkaðir og örvinglaðir held ég að leggja í þetta á þessum tíma.  Þannig að ég rauk út á svalir um leið og ég sá skuggann fyrir utan eldhúsgluggann hjá mér ( sem er í svona 3ja metra hæð frá jörðu) og gargaði á þá hver andskotinn gengi þarna á!! Guttanum sem var kominn hálfa leið yfir svalahandriðið brá svo mikið að hann hentist niður og þeir ruku í burtu með það sama, en þar sem að ég sá svo sem ekki mikið annað en tvo hettuklædda stráka og hafði enga lýsingu hringdi ég ekki í lögregluna.  En lét nágrannakonu mína vita strax morguninn eftir, og eftir það tók hún handfangið af sem að opnar svalirnar utan frá og skilur alltaf eftir kveikt ljós einhversstaðar í íbúðinni þegar hún fer að sofa, ég benti henni á það því að við gerum alltaf það sama hjá okkur þó að við séum heil fjölskylda, skiljum alltaf eftir eitt ljós í gangi,, alveg merkilegt hvað litlir hlutir geta oft haft mikil fælandi áhrif :) Vildi bara deila þessu  með ykkur,, hafið það sem allra best öll :)

Lilja Líndal (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 15:27

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þú segir nokkuð Lilja - þetta er þá greinilega komið miklu lengra en manni finnst svona dags daglega - þetta er ljót þróun í okkar annars ágæta samfélagi. Vona að þú fáir að vra í friði í framtíðinni með þitt heimili

Gísli Foster Hjartarson, 4.8.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband