Sanngjarnt?

svo virðast sumir segja en samt viðurkenna allir að ÍBV hafi verið sterkari aðilinn í leiknum - hefðum kannski átt að hirða stigin þrjú? EN svona er boltinn og kannski eigum við Eyjamenn bara að vera sáttir því liðið okkar bara skipað aulum, samkvæmt sklgreiningu Harðar Magnússonar á stöð2. Í siðustu umferð vorum við aular að klára ekki Val en það bara eitthvað að hjá FH sem gerði bara jafntefli við Þróttara, og pirraði það Hörð mjög og olli hátt í 15 mínútna vangaveltum. Mikið vildi ég að við færum að losna við hann af skjánum, gætum við ekki fengið Gumma Ben 2 til að leysa hann af hólmi maður nennir þá allavega að hlusta og tekur mark á því sem hann segir. - sorry fólks varð bara að koma þessu að er alveg búinn að fá mig fullsaddann á því sem hann lætur hafa eftir sér þessi gaur.

Hvorugt liðið er svo sem alveg sloppið en það eru Fjölnismenn ekki heldur, en ég vil meina að við höfum sýnt karakter í kvöld þegar okkur vantaði2 leikmenn sem hafa verið meðal okkar bestu, ef ekki bestu, leikmanna í sumar - þá er það bara fimleikafélagið næst.


mbl.is Jafnt í Grindavík og Þróttur fallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hörður þarf að hverfa af skjánum er ekki starfi sýnu vaxinn.

Raunsær (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 21:48

2 identicon

Heyr heyr!

Fríða K (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 22:03

3 Smámynd: Grétar Ómarsson

Ég gæti ekki verið meira sammála, hvernig er hægt að taka mark á honum, hann tapar sér í hvert einasta sinn þegar hann sér ÍBV búning.

Grétar Ómarsson, 3.9.2009 kl. 22:08

4 Smámynd: Einar Ben

Amen félagi Gísli.

Höddi Magg er vægast sagt hörmulegur íþróttafréttamaður, hlutdrægni hans er hræðileg, og svo virðist sem hann hafi afskaplega lítið vit á fótbolta.....

Það sem ber pepsí mörkin uppi er þeir félagar Tommi og Maggi Gylfa, flott teymi þar á ferð, kannski ekki viturlegt að fá Gumma Ben í þetta strax þar sem hann er enn að spila.

Hver man ekki eftir því þegar Heimir Karls var að sýna frá leikjum með Val, þegar hann var sjálfur að spila, "ég með boltann og ég sendi hérna frábæra sendingu á ....." frekar "lame"

Annars til hamingju Eyjapeyjar, þið eruð búnir að standa ykkur vel í sumar, ég hef enga trú á öðru en að ykkur takist að halda sætinu meðal þeirra bestu, svo sjáumst við í efstu deild sumarið 2011.

Áfram Skaginn.

Einar Ben, 3.9.2009 kl. 22:15

5 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband