Góð byrjun á árinu

Ekki slæmt að vinna spútnik lið Fjölnis í fyrsta leiknum á þessu ári. Staðan er góð en það þýðir ekkert að gefa eftir að svo stöddu við erum enn bara í deildarkeppninni. Væri gaman eins og ég hef sagt áður að landa þeirri dollu og hökta svo áfram í gegnum úrslitakeppnina og verja titilinn. Enginn sem getur kvartað ef það tekst, jú reyndar þeir geta kvartað sem halda ekki með Snæfell!!!

Gott að halda með Snæfell þessa dagana ekki eru blessaðir piltarnir í Phoenix Suns að gleðja mann. Smile


mbl.is Snæfell áfram í toppsætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keegan að snúa aftur?

Það skyldi þó aldrei vera að Kevin Keegan dreymdi um að snúa aftur á Anfield Road? Margan Liverpool manninn dreymir um að Daglish taki við og því get ég ekki ímyndað mér að Keegan sé þar langt undan, já eða Greame Souness!!!! Er annars sammála Keegan þarna eins og sakir standa gerist ekkert þarna nema menn reyni að standa saman og vandi Liverpool er ekki að byrja núna á þessum síðustu 4 vikum.
mbl.is Keegan: Eiga að standa með Hodgson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klíka gegn klíku?

Baráttan heldur áfram. Þetta finnst mér samt áhugavert í ummælum hennar þessarar elsku:

 „Við vorum að reyna eitthvað nýtt, en við vorum alltaf með plan B. Þess vegna getum við sagt að það þarf ekki að bíða lengi eftir næstu aðgerðum.“

Veit ekki myndi maður treysta þessu fólki til að innheimta skuldir fyrir mann? Ef menn voru ekki vissir en telja sig hafa sigur á leið B af hverju fóru menn þá ekki leið B í upphafi?  .....eða er kannski leið B lekki líklegt til árangurs heldur? .....Vonandi fer að komast niðurstaða í málið.


mbl.is Næstu aðgerðir kynntar fljótlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsældar-útspil

Má maður líta á þetta öðruvísi en sem vinsældarútspil hjá RÚV-liðum? Finnst þarna ansi rausnarlega spilað út, sérstaklega í ljósi þess að menn voru alls ekki tilbúnir að borga það sem hinir borguðu í upphafi.  Auðvitað sýður á mörgum. Fólki finnst ótækt að leikirnir séu sýndir í læstri dagskrá, eitthvað sem að við eigum ekki að venjast með handboltalandsliðið. Fótboltalandsleikir hafa þó verið sýndir í læstri dagskrá, en ekki við mikinn fögnuð. En málið er bara að við erum ekki að rokka eins feitt í baráttu við þá bestu í fótboltanum eins og handboltanum og því hefur fólk haft hægara um sig.

Er rétt að fara að eyða stórum summum í þetta verkefni núna, þó svo að menn hafi náð að taka aðeins til í rekstrinum?  Ég spyr mig. Auðvitað vil ég sjá leiki Íslenska liðsins en á að leggja hvað sem er undir? Nei ég er ekki þeirrar skoðunar.

Hvað með auglýsendur? Það er alls ekki það sama að auglýsa í opinni eða lokaðri dagskrá. Hefði þess vegna haldið að fyrirtæki sem varla veit hvort það er lífs eða liðið  myndi telja sig gera betur með því að bjóða auglýsendum upp á opna dagskrá en svo virðist ekki vera. Svo eru náttúrulega líka margir mjög reiðir yfir því sem þeir kalla að stöðin sé í eign glæpamanna og dettur ekki í hug að versla við þá. Hvað ætli það fólk segi þegar RÚV stöð allra landsmanna fer allt í einu að kaupa af þeim sjónvarpsefni til þess að reyna að þóknast fólk? Fólki sem vill jafnvel ekki eiga viðskipti við 365 útaf eignarhaldi!


mbl.is RÚV vill kaupa HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fara á taugum

Mín sýn á þessa stjóra er þessi:

 Avram Grant - bæ bæ engan veginn nógu góður til að vera með lið í úrvalsdeildinni. Jújú hann var allt ílagi hjá Chelsea, en það hefði ég sennilega verið líka!

 Carlo Ancelotti: Var ekki nógu graður á leikmannamarkaðnum síðasta sumar. Félagið svo sem í aðlögun fjárhagslega og þeirra markmið var fyrir tímabilið ef ég man rétt að koma fleirum af sínum ungu strákum nær liðinu - það kostar. En liðið er nú samt fjári sterkt og getur þrátt fyrir hrakfarir síðustu 3 vikur en orðið meistari hrökkvi það í gír, á nú samt ekki von á því. Sé nú enga ástæðu til að fara á taugum hjá Chelsea. Því má heldur ekki gleyma að ásar liðsins hafa ekki verið endurnýjaðir sem skyldi og aldurinn færist yfir.

Gerard Houllier: Hefur löngum þótt fær þjálfari en hefur engan veginn náð tökum á Aston villa liði sem Martin O'Neil var búin að koma góðu standi á. Hvað vantar veit ég ekki. Virðing? Ekki nógu beittur karakter? O'Neill hélt mönnum stöðugt á tánum kannski nær Houllier því ekki og þá fjarar nú oft undan þessu. Svo eru menn þarna að tala um að það þurfi að moka út í lok tímabils, það getur ekki verið gæfuleg umræða hjá liði sem búið var að koma á ágætis flug. Bara það að það kominýr þjálfari segir okkur ekki að mannskapurinn sé allur lélegur.

Roy Hodgson:Hef alltaf haft trú á þessum kappa, vissi samt ekki alltaf af hverju en árangurinn með Fulham segir margt um ágæti hans. Svo tekur hann við Liverpool lið sem er á niðurleið. Liðið virðist andlaust þessa dagana og hefur verið í góðan tíma. Þeir hafa eytt miklu púðri í fá til sín leikmenn ekki allir jafn gæfulegir eins og gengur og gerist. Akademían þeirra hefur algjörlega klikkað. Gerrard er síðasti leikmaðurinn sem skilaði sér þaðan og í byrjunarliðið ef ég man rétt og ferill hans er farinn að styttast í annan endann. Er alls ekki viss um að menn geti bara skammað Hodgson það þarf að taka allt félagið í gegn og skvera klúbbinn frá a til ö ef rétta á batterýið við - það er mín skoðun.


 


mbl.is Fjórir stjórar í heitum sætum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hruni komið?

Skondið að þessi grein skuli birtast hér núna var einmitt í morgun að ræða við Guðna Sig. hérna hinu megin við götun um United liðið og hversu snjall Ferguson hefur verið að halda liðinu saman og sérstaklega að halda þessari virðingu og aga innan liðsins sem önnur lið virðast missa reglulega. Við vorum á því að það að hafa jálka eins og meistara Giggs og Scholes og Neville - sem unnið hafa allt geri karlinum lífið auðveldara því allir þessir strákar sem til liðs við liðið koma bera ómælda virðingu fyrir þessum köppum. Ekki kannski þannig virðingu að þeir þori ekki að taka á þeim heldur faglega virðingu. Svo miðlar þessir strákar af reynslu sinni til annarra leikmanna.  En ferill margra þessara kappa er að nálgast endastöð og því verða breytingarnar þeim mun meiri. Það verður gaman að sjá hvernig United tekst að takast á við þessar breytingar sem kunna að verða. Það er klókt hjá sir Alex að reyna að fá suma þessa kappa til liðs við þjálfarateymi sitt til að halda andanum í herbúðunum á svipuðu leveli.

Karlinum hefur tekist listavel að sjóða þetta saman síðustu ár. Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist fyrir næsta tímabil. það sem verður þó enn forvitnilegra verður að sjá hvernig United heldur á spilunum þegar sir Alex yfirgefur félagið, en það er nú ekki alveg komið að því en.

 


mbl.is Miklar breytingar framundan hjá United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liverpool bragur á Suns!!!

Alvin Gantry væri sennilega á förum frá Suns ef að við tækjum fótbolta braginn á þetta. 1 sigur í 7 eða 8 leikjum ef ég man rétt. Heimavöllurinn er ekki einu sinni að hala inn sigra fyrir okkur. heimavöllurinn hefur að meðaltali gefið okkur 31-11 síðustu 3 ár en nú er hlutfallið 8 gegn 8.Eitthvað mikið að. Ja mikið að ? Liðið er bara einfaldlega ekki nógu gott.

Menn voru reyndar í góðum gír undir lokin gegn Lakers en klúðruðu þá og missti þá fram úr sér. Voru búnir að minnka þetta í 91-92.

Jared Dudley með góðan leik af bekknum og 21 stig. Athyglisvert að 6 leikmenn Suns gera 10 eða meir. Nash með meðaltal af stoðsendingum 10 stk. Þó svo að Suns hafi stillt upp stórum mönnum til að byrja með í leiknum til að reyna að ráða við lakers í fráköstunum þá voru menn skotnir niður 31 gegn 47. Erum engan veginn að fóta okkur í fráköstunum í þessum síðustu leikjum. Náttúrulega grín þegar menn sem eru 210 cm taka bara eitt frákast á 12 mínútum en það afrekaði Robin Lopez.

New York heima á morgun, Cleveland á sunnudaginn og svo skreppum við til Denver


mbl.is Boston lagði San Antonio
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vörn, vörn, vörn

Allir í vörn! Held að Mancini þurfi að taka aðeins til í leikfræðinni hjá sér ætli hann að landa dollu. Það gengur ekki að mæta til leiks gegn einum helstu andstæðingunum og fara helst ekki í sókn. Þó svo að þú sért að spila á útivelli. Að þykjast vera með lið sem getur unnið titla og eiga ekki eitt einasta skot sem hittir rammann á 90 mínútum getur nú ekki glatt marga.
mbl.is Mancini: Erum í góðri stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því ekki

Því skyldu launahækkanir ekki ná til allra? Eftir allar þær hörmungar sem á undan hafa gengið er alveg kominn tími á þetta.  gleymum ekki að skuldir snillinganna lenda á öllum, og því skyldi þá eiga að skilja einhvern hluta eftir? Hvernig menn haga launahækkununum  er svo bara útfærsluatriði en ég held að menn geti ekki verið hissa á þessum kröfum, ja nema að þeir hafi bara alls ekki fylgst með því sem gengið hefur á í samfélaginu.
mbl.is Vilja að umsamdar hækkanir nái til allra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinir Usmanovs...

....eða ekki.

Held að það sé nú kannski ekki málið að þeir séu vinir Usmanov þessir piltar. En ef að þessar tölur eru réttar, þó svo að ekki sé nema til hálfs þá eru þær alveg út úr kortinu. En þeir piltar hljóta að tjá sig fljótlega ef þessar tölur eru alveg út úr kú sem nefndar eru þarna. Einhver nefndi í gær að þeir hefðu lánað honum svona mikið af því að þeir voru komnir upp að vegg og með hluta af rússnesku mafíunni á hælunum, sem Usmanov er nú oft sagður vera hluti af, vegna einhverra lánveitinga. Ég á nú bágt með að trúa því. Ef það reynist rétt vera þá hafa menn verið orðnir ansi langt sokknir í fjáraustrinum.

Við hljótum að fá botn í þetta á  næstu dögum eða vikum.


mbl.is Lánanefnd tjáir sig ekki um lán til Usmanovs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taplausir það sem af er ári

2 leikir og báðir hafa unnist 5-0 gegn Leyton Orient á heimavelli á nýjársdag og svo 2-1 sigur gegn Exeter í fyrrakvöld. Komnir með 6 stiga forskot, þó enn sé mikið eftir. Brighton gæti farið upp í vor. Það yrði nú hamingja á Fjólugötunni og í prentsmiðjunni þá.
mbl.is Chelsea og Liverpool töpuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel valið

Það verð ég að segja að ég get alveg sætt mig við þetta val. Finnst reyndar öll 10 efstu sætin vel valin. Hefði reyndar viljað sjá Helenu körfuboltakonu og Grétar Rafn tuðrusparkara þarna í topp 12. En ég hef oft verið ósáttari við toppinn í valinu en nú.

Til hamingju Alexander Petersson, vel að þessu kominn. Svo vona ég að ykkur strákunum gangi æðislega vel í Svíþjóð. Verst að maður sér sennilega enga leiki með ykkur því ég hef ekki hugsað mér að kaupa áskrift að Stöð2sport til að sjá keppnina. Finnst það alveg sama bullið að þurfa að kaupa aðgang að sér sportstöð til að sjá landslið Íslands keppa alveg sama í hvaða sporti það er.


mbl.is Alexander íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bull fyrirsögn er þetta

Hvers lags rugl er þetta? Fleiri að efast um ESB!!!! Skrýtið ef fleiri eru farnir að efast um ESB í flokki sem er á móti ESB!

Ákveðið fólk innan þessa flokks virðist þó vera það skynsamt að það er tilbúið að láta reyna á hverslags samningur kemur úr viðræðunum við ESB. Sá samningur verði  svo lagður fyrir þjóðina. Þjóðin sjálf taki svo af skarið með það hvað hún vill gera. Nákvæmlega ekkert að því. Það sýnir bara að það eru ekki allir þarna inni uppfullir af sjálfum sér og eigin hagsmunum. Það væri óskandi að svo væri í fleiri flokkum.


mbl.is Fleiri að efast um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband