Að fara á taugum

Mín sýn á þessa stjóra er þessi:

 Avram Grant - bæ bæ engan veginn nógu góður til að vera með lið í úrvalsdeildinni. Jújú hann var allt ílagi hjá Chelsea, en það hefði ég sennilega verið líka!

 Carlo Ancelotti: Var ekki nógu graður á leikmannamarkaðnum síðasta sumar. Félagið svo sem í aðlögun fjárhagslega og þeirra markmið var fyrir tímabilið ef ég man rétt að koma fleirum af sínum ungu strákum nær liðinu - það kostar. En liðið er nú samt fjári sterkt og getur þrátt fyrir hrakfarir síðustu 3 vikur en orðið meistari hrökkvi það í gír, á nú samt ekki von á því. Sé nú enga ástæðu til að fara á taugum hjá Chelsea. Því má heldur ekki gleyma að ásar liðsins hafa ekki verið endurnýjaðir sem skyldi og aldurinn færist yfir.

Gerard Houllier: Hefur löngum þótt fær þjálfari en hefur engan veginn náð tökum á Aston villa liði sem Martin O'Neil var búin að koma góðu standi á. Hvað vantar veit ég ekki. Virðing? Ekki nógu beittur karakter? O'Neill hélt mönnum stöðugt á tánum kannski nær Houllier því ekki og þá fjarar nú oft undan þessu. Svo eru menn þarna að tala um að það þurfi að moka út í lok tímabils, það getur ekki verið gæfuleg umræða hjá liði sem búið var að koma á ágætis flug. Bara það að það kominýr þjálfari segir okkur ekki að mannskapurinn sé allur lélegur.

Roy Hodgson:Hef alltaf haft trú á þessum kappa, vissi samt ekki alltaf af hverju en árangurinn með Fulham segir margt um ágæti hans. Svo tekur hann við Liverpool lið sem er á niðurleið. Liðið virðist andlaust þessa dagana og hefur verið í góðan tíma. Þeir hafa eytt miklu púðri í fá til sín leikmenn ekki allir jafn gæfulegir eins og gengur og gerist. Akademían þeirra hefur algjörlega klikkað. Gerrard er síðasti leikmaðurinn sem skilaði sér þaðan og í byrjunarliðið ef ég man rétt og ferill hans er farinn að styttast í annan endann. Er alls ekki viss um að menn geti bara skammað Hodgson það þarf að taka allt félagið í gegn og skvera klúbbinn frá a til ö ef rétta á batterýið við - það er mín skoðun.


 


mbl.is Fjórir stjórar í heitum sætum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er alveg hjartanlega sammála þér með Grant bara skil ekki hvað er verið að púkka uppá hann algerlega over his head í þessari deild finnst mér.

Ancelotti finnst mér flottur þjálfari og ótrúlegt í raun hvað Chelsea hafa dalað en þeir þurfa nú ekki nema vinna kannski 3-4 í röð þá er Chelsea skyndilega í ágætri stöðu.

Houllier hefur alltaf náð sæmilegum árangri en ég skil vel að það sé heitt undir honum hann verður að fara að skila stigum í næstu 3-4 leikjum til þess að eiga séns á því að halda starfinu.

En með Hodgson þá skil ég ekki hvernig þú færð það út að þú hafir alltaf haft trú á þessum kappa, maður sem er með eitthvað í kringum 40-45% vinningshlutfall á 35 ára ferli finnst mér ekkert svakalega góð ferilskrá. Og það sem hann hefur helst unnið sér til frægðar í seinni tíð er að tapa í úrslitaleik UEFA keppninnar. Er alveg sammála að það þarf að taka ýmislegt í gegn þarna í klúbbnum en liðið sem fékk 695.000$ borgaða frá Fifa fyrir það hvað það voru margir leikmenn á HM í sumar og aðeins Barcelona, Bayern og Chelsea fengu meira hlýtur að vera eitthvað mikið meira en lítið að hjá Stjóranum að vera búinn að tapa fleiri leikjum í deild en hann hefur unnið. Þessi hópur sem er hjá Liverpool á að vera að berjast frá 3-7 sætis og þá meina ég að ef þeir eru í 7 sæti þá er það dapur árangur. Þessi maður hann hefur slegið hvert tapmetið á fætur öðru hjá Liverpool og hann er greinilega WAY OVER HIS HEAD í þessu starfi og vonast ég svo sannarlega til þess að hann verði rekinn sem allra fyrst.

Hjörleifur (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband