...á réttri leið?

Hér er annan daginn allt í kaldakoli og svo hinn daginn er hér allt í áttina. Mikið vona ég að það seinna sé það sem í gangi er og svo virðist í raun vera. Að við séum að stíga heinuskref í áttina að því sem gerist í Evrópu er bara hið besta mál, kannski fer þetta að verða þolanlegt, hver veit.

Verðtrygginguna burt hlýtur samt að vera markmiðið hjá mönnum í næstu skrefum.


mbl.is „Mjög myndarlegt skref"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnum ekki alltaf

Reiknaði nú svo sem ekki með sigri í þessum leik á útivelli gegn Portland. Steve Nash átti fínan leik í gær 24 stig og 15 stoðsendingar en tapaði boltanum 6 sinnum og þar á meðal tvisvar á mjög mikilvægum augnablikum. Jason Richardson var hins vegar slakur og það munar um minna þegar liðið er ekki allt fullt af ásum. Næstu þrír leikir ættu að geta fært okkur 3 sigra en þeir eru Memphis í kvöld Portland á föstudag og svo Timberwolves á miðvikudag, allt eru þetta heimaleikir. S'iðan höldum við til Dallas sem eru nú aldeilis sjóðandi heitir þessa dagana
mbl.is NBA: Tíundi sigur Dallas í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

United hvað!!!!

Ánægður með mína appelsínumenn ekki slakt að krækja í stig þarna þó svo að leikurinn hafi kannski ekkert verið sá mikilvægasti sem leikinn hefur verið í meistaradeildinni til þessa. Spáði okkur nú sigri en er sáttur við jafntefli og losna við hringingar og truflanir af hálfu United manna fyrst að við töpuðum ekki. Nú er bara að sjá til hvert framhaldið verður í meistaradeildinni. 

Ánægður líka með sigur Brimarborgara þó heldur sé seint í rassinn gripið þar. gengi þeirra hefur verið afar slakt það sem af er hausti miðað við síðustu ár en vonandi verður bót þar á þegar nýtt ár gengur í garð.


mbl.is Sölvi og félagar í 16-liða úrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlunkur er þetta!!!

Halli og Laddi voru greinilega langt á undan sinni samtíð með því að skíra hana hlunkur er þetta. Nú virðist það vera að verða samnefnari fyrir mig og stóran hluta þjóðarinnar. Ekki gott að vita til þess, sorglegt í raun. Það er greinilegt að það fer að líða að þjóðarátaki undir nafninu kílóin burt! Sorglegast er þó alltaf að sjá ungt fólk sem er orðið langt yfir kjörþyngd.
mbl.is Fjórða feitasta Evrópuþjóðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins loksins!!

Erum við loksins loksins að sjá fyrir endann á þessum samninga viðræðum um Ices(l)ave? Það verður forvitnilegt að heyra hvaða hljóð heyrast úr horni ef menn ná þarna einhverju samkomulagi. Víst er að kaup og kjör eru ekki þau sömu og síðast, ja allavega ef eitthvað er að marka fréttirnar. Hlakka til að heyra og sjá viðbrögð í fréttunum í kvöld eða á morgun ef að menn ná þessu í höfn.
mbl.is Icesave-samningur í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer Chelsea að hala inn stig?

Maður veltir fyrir sér hvort að mikilvægi Lampard sé orðinn svo mikilvægur liði sínu að það fari ekki aftur í gang fyrir fullri alvöru fyrr en hann snýr aftur í liðið? Það er nú ljótt ef svo er þar sem Chelsea er með betri mannskap en sennilega 97% af liðum í efstu deildum Evrópu. Erfitt ef að það er einn maður sem bindur liðið saman svo um munar. Reyndar hafa nú aðrir verið meiddir hjá þeim en einhvern veginn finnst manni alltaf Terry og Lampard vera ásarnir og því á maður kannski ekki að verða hissa þegar þeir eru báðir frá?
mbl.is Lampard með gegn Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forvitnilegt!

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig stúlkunum gengur í kvöld gegn Króötum. Gaman að sjá að þær skuli komast alla þessa leið í úrsltin. Það ætti að vera gríðarleg lyftistöng fyrir íslenskan kvennahandbolta til framtíðar að taka þátt í svona stórmóti. Samt er ég nú ekkert bjartsýnn á einhvern svakalegan árangur að þessu sinni en geri mér vonir um að þær nái allavega einu jafntefli.
mbl.is „Möguleiki okkar felst í hraðanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að láta taka sig í bólinu

Allt búið að vera á kafi og í tómu tjóni en samt lenda menn í þessu harki.  Var í Englandi í síðustu viku og þá kom meðal annars fram í fréttum að 6500 skólar lokuðu vegna veðurs. Svona ofan á allt annað sem á gekk en lömunin var slík að að hálfa var nóg. Eitt af aðal svekkelsinu var að yfirvöld höfðu lofað að það sem gerðist í fyrravetur myndi ekki endurtaka sig í vetur!!!! Hvernig stjórnmála menn áttu að geta reddað þessu veit ég samt ekki, en það var gaman að hlusta á umræðuna.
mbl.is Hundruð Skota sátu fastir í alla nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott met

Það verð ég að segja að þetta er nokkuð vel að verki staðið. Það er ekki slæmt að ná að halda hreinu í öðrum hverjum leik.  Sérstaklega þegar menn horfa til þess líka að á ýmsu hefur nú gengið hjá Liverpool síðan Reina gekk til liðs við þá. Það er ekki eins og liðið hafi verið í eintómu góðæri síðustu misseri. Góður markvörður Reina og klárlega einn af þeim betri í dag.

En svo er maður farinn að velta því fyrir sér hvort að Liverpool liðið sé að hrökkva í gír og við förum að sjá þá sem eitt af 4-5 efstu út tímabilið.


mbl.is Reina setti met hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er í svona umræðum....

....og vinnu sem kemur í ljós hvort þingmenn eru almennt starfi sínu vaxnir eða ekki. menn mega alls ekki kasta til hendinni við þessa vinnu. Sandkassaleikur á ekki að eiga sér stað þarna hvorki við þessar aðstæður né aðrar. Þingmenn hljóta að vera búnir að sjá að það er ekki það sem að þjóðin vill.
mbl.is Lítið rætt um milljarðatugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna hér!

Þetta gleður mig og þakka ber það sem vel er gert alveg sama af hálfu hverra það er. Fullt af fólki kaupir jólakort af hinum og þessum samtökum og styrkja með því hin og þessi félagasamtök - það er líka vel gert. er þá nokkuð annað að gera en að velta því fyrir sér hvort t.d. pósturinn getur ekki lagt sem nemur kannski2-5 krónur af hverju seldu frímerki í eitthvert gott málefni. Svo er þetta orðið spurnign hvort að ég sem prentsmiðjustjóri verð ekki að leggja til að eitthvað af þeim hagnaði sem ég næ út úr sölu á jólakortaefni og jólkakortum renni ekki í eitthvert gott málefni........ jú held að ég geri það.
mbl.is Andvirði jólakorta til bágstaddra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram....

....Valencia. Það er ekki oft sem að ég tek hreina og klára afstöðu gegn ensku liðunum en í þessu tilfelli geri ég það enda Valencia mitt lið á Spáni og ég í stuði til að fá nokkra félaga mína til þess að svekkja sig á þessu og bíða átekta eftir að úrslitin liggi fyrir. .....vinni svo United kemur flóð af skilaboðum og hringingum þar sem gert verður grín að Valencia liðinu og ef ég svara nett fyrir mig þá lendi ég undir hamrinum líka!!! En auðvitað er þetta allt í gamni gert.......ja allavega af minni hálfu.


mbl.is Owen spilar ekki gegn Valencia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott - Jákvætt skref hjá þeim

Mér heyrist á þessu að þingmenn vilji fara að vinna vinnuna sínu og það er vel svona rétt fyrir jólafrí. Auðvitað á að vera búið að leiða þá sem þarna starfa í sannelikann um það sem í gangi er. Það er ekki hægt að láta fólk bara standa úti í kuldanum endalaust. Komið nog af tannaklamri og kominn tími á að fólkið fái að vina sér til hita.
mbl.is Óskar eftir fundi um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband