Að deyja hamingjusamur....

.....er sennilega eitthvað sem að John Terry gæti misst af í þessu jarðlífi! Verður forvitnilegt að hafa þeta á bak við eyrun í vetur þegar þrengir að Chelsea í Meistaradeildinni. Ég myndi svo sem ekkert gráta það ef að þeir næðu í dolluna. Alltaf gaman þegar einhverjir sem ekki hafa unnið áður vinna til verðlauna. Víst er að róðurinn verður erfiður því nóg er af góðum liðum sem gera tilkall til titilsins. Flestir veðbankar eru nú samt Chelsea á meðal þriggja líklegustu til að klára meistaradeildina. ....við sjáum hvað setur.
mbl.is Terry: Skulda öllum Chelsea mönnum Evrópumeistaratitilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli eina leiðin......

...til að komast upp á við á listanum sé að sleppa því að spila leiki?

En ég er ekki hissa þó að við lækkum hraustlega. Jafntefli við Andorra og tap fyrir Norðmönnum heima og Dönum úti.  Við fáum víst engin stig fyrir að hanga inn í leikjunum þar til undir lokin ví það er farið eftir úrslitum leikja.   VIð hljótum að hækka á listanum aftur eftir sigurinn á Portúgal í byrjun næsta mánaðar. Óli þjálfari stefnir á sigur í þeim leik rétt eins og hann stefndi á tap gegn Dönum. Í aðdraganda þess leiks eyddi hann meiri tíma í að dásama Dani, sem ekkert gátu, en að tala um sitt lið á uppbyggilegan hátt.


mbl.is Ísland fellur niður um 21 sæti sæti á FIFA listanum - 100. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að sjá.....

...Perluna bundna við bryggju hér inni í Friðarhöfn - NOT

Vonandi rofar þá hressilega til á næstu klukkustundum svo hægt verði að taka aðeins til hendinni. Menn nái að opna. Svo verða menn að vera á tánum varðandi dælingu.

Best finnst mér þó að heyra jarðgangna menn skríða úr holum sínum þessa dagana. gaman að heyra í þeim á ný. Ég var eiginlega búinn að gleyma þeim og þeirra hugmyndum, en það var nú kannski bara af því að ég tel það algjörlega ótækt að fara að leggja í að reyna við jarðgöng á þessum stað á jarðskorpunni sem við erum stödd - þá held ég nú svei mér þá að Landeyjahöfn hafi verið mun betri kostur (án þess að minnast á kostnaðinn). Vandamálið verður eins og menn vissu að halda höfninni opinni, þ.e.a.s. hversu reglulega þarf að dæla á svæðinu.

Langar reyndar að spyrja fólk að einu. Nú hafa menn verið að segja hér og þar að ríkjandi áttir í Eyjum séu suðvestlægar og vestlægar (jafnvel sunnan). Nú hef ég alla tíð haldið því fram að suðaustan og austan áttirnir væru ríkjandi hér. Gaman væri að sjá úttekt á þessu. er einhver sem hefur gögn í höndunum til þess að fræða mann á þessu?


mbl.is Dýpkun ætti að ganga vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð Ragnheiðar Ríkharðs.....

....á Rás2 í morgun túlkaði ég á þann hátt að hún vissi vel, og hún ætlaði líka öðrum að vita, að eþtta var ekkert annað en einkavinavæðing sem átti sér stað. Klúðurslegt og illa að því staðið. Hún vill ekki kafa ofan í saumana á þessu - hljómaði eins og henni fyndist að við ættum öll að sjá hvað þarna gekk á. Ég held að við gerum það flest en ég vil ganga skrefinu lengra en vinkona mín og rannsaka hlutina ofan í kjölinn, draga skítinn upp á yfirborðið og slengja honum fram í þjóðina með þeim hætti að óbragðið verði með þeim hætti að enginn vill fá þetta bragð aftur inn fyrir sínar varir.
mbl.is Breið samstaða náist um rannsókn á einkavæðingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sko mína!

Ánægður með Ragnheiði Ríkharðs nú sem oftast áður, fáránlegt að flokkurinn skuli ekki hafa gert hana að formanni eða varaformanni á síðasta landsfundi.

Það er allt í lagi að viðurkenna þegar maður veit að mistök hafa verið gerð. Hvernig á maður annars að læra? Þetta veit gamli skólastjórinn. Þess vegna á líka að fara ofan í saumana á einka(vina)væðingunni - til þess að læra. Til þess líka að reyna að sýna öðrum þjóðum að við séum að reyna að þroskast frá því bulli sem hér hefur tröllriðið þjóðfélaginu um langt skeið. Reynum að vera þjóð meðal þjóða.


mbl.is Mistök gerð við einkavæðinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á leið aftur til Keflavíkur?

Ekki hefur gengið sem skyldi suður með sjó í sumar þrátt fyrir að liðið hafi úrvalsmannskap innanborðs, ætli menn þar á bæ geti hugsað sér að ráða Kristján aftur að pottunum?

Hvað með önnur lið? Mður hefur heyrt hugmyndir um skiptingar hjá Þrótti Rvík, HK, Val, Fjölni, Fjarðabyggð. ÍA eru búnir að festa Þórð Þórðar er það ekki, en maður hélt að þeir myndu skipta. Hvað með Selfoss? Já eða KA! Kristján þekkir nú vel til á Akureyri eftir að hann reif Þór upp úr annarri í fyrstu deild á sínum tíma.

....svo getur náttúrulega vel verið að Kristján sé ekkert að koma heim, ja eða ætli bara að taka sér frí frá þjálfun.


mbl.is Kristján rekinn frá HB í Þórshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíðið nú við!

Ég sem hélt að á þessari stundu væru Norðmenn ekki einu sinni að íhuga inngöngu í sambandið. Þetta er þjóð sem virðist, en sem komið er allavega, standa fast í fæturnar og vera með sitt innra skipulag og aga í lagi, ólíkt sumum þjóðum.

Fyrir mér er þetta því ekki frétt.

95% Eyjamanna eru andvígir því að ÍBV og Selfoss sameinist í meistaraflokki karla í fótbolta!!! Álíka merkileg/tilgangslaus frétt í mínum huga.


mbl.is Andstaða við ESB-aðild eykst í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna hér, spennan magnast

Varla byrjað og þá var þetta búið!!!! ja eða svo hélt maður 2 skot á mark og staðan orðin 0-2 KR-ingar í fluggír og aðeins 270 sekúndur liðnar af leiknum!!! Eyjamenn bara á hælunum, en hægt og rólega komumst mínir menn inn í leikinn en KR-ingar alltaf skæðari í sínum sóknum samt. Þeir skoruðu mark/mörk sem var dæmt af, áttu skot í stöng. En Eyjamenn voru samt með meðvitund. Þannig leið hálfleikurinn.

Síðari hálfleikur hófst og Eyjamenn fóru í gír og KR-ingar sátu þá eftir um stundarsakir. 1-2 frábært mark hjá Eyjamönnum, undirbúningurinn til hreinnar fyrirmyndar. Víti í vaskinn. Tryggvi Guð brenndi aftur af víti gegn KR  þessi var ekki góð séð þaðan sem ég stóð. 2-2 kom svo og Eyjamenn með í leiknum og líklegri ef eitthvað var. En svo fengu KR-ingar víti, fyllilega sanngjarnt sýndist mér, og við vorum komnir aftur í eltingarleikinn og svo skoraðu Guðjón Baldvinsson sitt annað mark, sem var gullfallegt í vinkilinn fjær, óverjandi.

Allt í lagi Eyjamenn töpuðu, ekki eins og það sé í lagi, en leikurinn var skemmtilegur á að horfa og en og aftur sýndu KR-ingar mér það að þeir eru besta liðið sem hingað hefur komið í sumar. Þeir eru í sæti 1 og 2 yfir bestu liðin sem hingað hafa komið að mínu mati. Samt hefðu Eyjamenn geta tekið  stigin í dag ef hlutirnir hefðu þróast aðeins öðruvísi, en það gerðist ekki og því fór sem fór. En það er svo sem ekkert hægt að fara í fýlu þó KR-ingar hafi hirt stigin, þeir nýttu færin og út á það gengur leikurinn.

Spennan í deildinni í hámarki og nú þurfa KR og Blikar að gera jafntefli í næstu umferð, já eða KR-ingar að sigra og ÍBV að vinna rest og þá eru Eyjapeyjar meistarar - svo einfalt er það.

Get samt ekki látið hjá líða að minnast á hreinlega afleita frammistöðu stöð2sport. þeir voru búnir að auglýsa að þeir ætluðu að sýna þennan toppslag í beinni en snérist svo hugur og fóru en og aftur að sýna Fimleikafélagið og það í 11 skipti í 19 umferðum sagði einhver á vellinum - er það ekki alveg með ólíkindum en eitt árið sýna þeir Fimleikafélagið eins og Stöðin sé í þeirra eign. Hörmuleg frammistaða svo ekki sé meira sagt.


mbl.is KR-ingar lögðu Eyjamenn 4:2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenn skynsemi og pólitík?

Ég hef löngum verið talinn frekar einfaldur peyji og því á ég kannski frekar erfitt með að átta mig á því hvernig menn sem starfa saman í ríkisstjórn dettur í hug að þegja yfir ákveðnum málum, jafnvel risastórum. Í þeim stjórnum sem ég hef setið hefur það einmitt verið svo að þó sumir hafa forræði í ákveðnum málum þá hafa menn nú upplýsingaskyldu gagnvart stjórn sinni í stórum málum er varða heildina. Pólitíkin er kannski orðin svo rotinn að fólk telur að það þurfi ekki? Mér heyrist Þorgerður Katrín vera að gefa það í skyn. Menn hafa verið að pukrast með ákveðin mál og helst engum sagt frá og síðan allt sprungið í andlitið á þeim. Hélt að menn gæfu nú yfirgripsskýrslur um störf sín með reglulegu millibili og þau mál væru rædd.  ....en ég tek það fram að ég er einn af þessum sem löngum hafa verið sagðir einfaldar sálir.
mbl.is Í stórum málum þarf öll stjórnin að vera upplýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilar þá ekki meira á útivelli þetta árið!!!

Það er ég hræddur um að blessaður drengurinn fái að heyra það óþvegið á næstu vikum. Samt ekki eins og hann sé eini maðurinn sem haldið hefur framhjá á lífsleiðinni. En menn eru fljótir að gleyma því ef að þeir telja að hægt sé að klekkja á honum með svívirðingum um þetta.

Hvernig var það aftur var það ekki bresk könnun fyrir einum 2-3 árum sem gaf það til kynna að rétt rúmlega 20% barna væri rangfeðruð - hvað segir það okkur?

 


mbl.is Ferguson: Vildum ekki láta Rooney fá að heyra svívirðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfileg tíðindi

Þetta eru fréttir sem aldrei er gaman að heyra, svo sem alveg sama hvað aleikmann er um að ræða. En þetta er nú einn af mínum uppá, uppá, uppáhalds og því þetta leiðinlegt. Sá haft eftir Mark Hughes að þetta gæti orðið meira en fjögurra mánaða hvíld ef að meira kemur í ljós en nú þegar er vitað. Skurðaðgerð í fyrramálið ætti að færa okkur nánari niðurstöðu. Vonandi verður niðurstaðan sú besta í stöðunni og að meistarinn koma sem fyrst til baka og verði sprækur á ný. Ætlaði einmitt að reyna að sjá hann spila í byrjun desember gegn Arsenal en svo verður greinilega ekki.
mbl.is Zamora fótbrotinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfellisdómur?

Er um við þarna að tala um áfellisdóm yfir aulum?

Er verið að tala um óhæft lið sem vill ekki hreinsa til og fara ofan í saumana á málunum? Þvílíkar gungur, ja eða veit þetta lið upp á sína sökina og þykist vera að fela hana með þessu. Þetta er grín.

Eflaust má finna eitthvað jákvætt þarna en ég er viss um að það mun koma í ljós að þetta lið á að skammast sín. Þetta lið er þjóðinni til vansa.


mbl.is Áfall að ekki náðist samstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá hlær best.....

....sem síðast hlær! ......ekki er víst að það sé allt liðið hjá því stuðningsmenn endast yfirleitt lengur en þjálfarar!!!

En ég vil óska minnsta körfuboltadómara landsins og Everton manninum knáa Leifi Sigfinni til hamingju með árangurinn hjá Víkingum í sumar og svo mikið er víst að okkur Eyjamenn hlakkar til að fá hans lið í heimsókn á Hásteinsvöll næsta sumar og sjá hann jafnvel skjálfa í boxinu við hliðina á hólnum Tounge


mbl.is Leifur: Bið að heilsa öllum sem vildu skipta um þjálfara í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband