Verða flottir í vetur

Það er ég hræddur um að City sé komið til að vera. Menn eru búnir að versla inn þvílíkan haug af spilurum sem kunna þetta. Held að við séum að fara að sjá tímabil þar sem að svo gæti farið að 2 efstu sætin verði skipuð liðum frá Manchesterborg. Er ekki svo viss um að það gleðiji alla. Get þó sagt að þó að ég sé kannski ekki alveg sáttur við þessa þróun sem er að verða í Engandi varðandi eignarhluti og hvernig spilað er með liðin í kringum það að þá fagna ég því að fá ný andlit í toppbaráttuna - ekki veitir af.
mbl.is City á toppinn eftir sigur á Everton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur leikur

Já það var líf og fjör á AMEX community stadium í gærkvöldi. Get ekki neitað því að eftir að hafa hoppað hæð mína og rúmlega það eftir að við komumst í 3-2 - var kominn undir sófann í byrjun leiks - að þá seig maður niður þegar Leedsarar jöfnuðu 3-3 á 92 mínútu. En svona er boltinn. Gengi okkar hefur verið andskoti gott það sem af er vetri og því engin ástæða til að gráta.

Hér má sjá mörkin

Set hérna inn gamalt myndskeið:


mbl.is Brighton og Leeds gerðu 3:3-jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einfaldlega ekki nógu góðir!

hefur einhver skoðað meiðsla sögu leikmanna United síðustu ár og borið saman batann þar miðað við annarsstaðar - þ.e.a.s. þegar um sambærileg meiðsli er að ræða?  Það ætti að duga til að kveða þennan draug niður.  ...er nú samt bara nokkuð sáttur með að Hargraves er kominn á ról. Svo hlýtur að styttast í varnartröll United.
mbl.is Man.Utd vísar ummælum Hargreaves á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn skautar áfram!

Það er bara látið eins og hér sé allt komið í góðan gír og aldrei hafi neitt misjafnt komið upp! Skondið að heyra að íslans sé komið út úr fjármálakreppunni. Heimilin standa á heljarþröm. Bankar og fjármálastofnanir keyra fólk og fyrirtæki upp að vegg sjái þeir einhvern séns á því. Einkavinavæðingin er en á fullu flugi ....og forsetinn er bara sáttur!
mbl.is Ekki orð um fjármálakreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nóg.....

....það verður nú að vera eitthvað spunnið í þessi nöfn. Svo einfallt er það. Persónulega var ég ánægður að heyra með Steve Coppell og Lars Lagerback. Vona bara að eitthvað sé til í því að þeir gætu haft áhuga á þessu.  Kannski að menn dragi fram einhver fleiri góð nöfn á næstu misserum. Við skulum allavegana vona það.

 


mbl.is Nóg af nöfnum á borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helvítis púllararnir!!!

Bjóst nú svo sem ekki við sigri í kvöld en hefði gjarna viljað að við skoruðum fyrr í leiknum til að skapa smá stemmningu á svæðinu. En svona er þetta. Til hamingju Liverpool menn.
mbl.is Liverpool lagði Brighton - Chelsea slapp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt á uppleið....

Nú þýðir ekkert hik nú þarf bara að endurráða Óla Jóh. - Hik er sama og tap
mbl.is Ísland upp um 17 sæti á heimslista FIFA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hann meiddur?

Já svo sannarlega og engin ástæða til þess að gera mál úr svona orðaskaki. Dalglish velur hann pottþétt ekki aftur íliðið fyrr en hann er orðinn heill. Agger þarf því ekki að taka þátt í niðurlæingunni gegn Brighton á morgun!!!!
mbl.is Agger frá vegna rifbeinsbrots
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðst innilegrar afsökunnar

Birti þetta blogg á sínum tíma:

....og bæjarstjórinn sagði af sér!

Þarna áttu sér líka stað undur og stórmerki þegar bæjarstjórinn sagði af sér þegar viðunandi árangur náðist ekki í rekstrinum. Eitthvað sem sennilega er einsdæmi á Íslandi.
mbl.isSkuldsettur Seyðisfjörður

-----------

En nú hefur komið í ljós af þetta sem ég þarna kalla einsdæmi er svo fjarri því. Skilst núna að menn hafi samið um starfslokasamning við Bæjarstjórann sem sagði saf sér!!!!!!! Hverslags rugl er það?  Þetta hljómar svona eins og sjálftaka á fé!  hentu menn honum kannski út í kjölfarið og þurfa því að borga meira?

....já og við erum að tala um sveitarfélag sem er í afar slæmum málum fjárhagslega. Hver er ábyrgð þeirra er í bæjarstjórn sitja ef þetta eru vinnubrögðin?

Aumt þykir mér ástandið.

 .....maður veltir því fyrir sér hvað er í gangi þarna! Getur einhver svarað því svona hreint og beint hér að neðan?


Here we go.......

Jújú víst gerist það á hverju ári að menn kvarta undan dómurum. Skella jafnvel allri skuldinni á þá, þessar elskur eru nú mennskar í sínum störfum. En sem komið er, engin aðstoðartækni. Það verður gaman að heyra hvað tón AV-B notar þegar í ljós kemur að dómarar gera mistök sem hans menn hagnast á. Hirða jafnvel 3 stig hér og eða þar. Hvað segja menn þá?

Er kominn með léttan fiðring fyrir morgundeginum enginn André Villas-Boas sem veldur þessum pælingum heldur að Kenny gamli Dalglish mætir með rauða herinn til Brighton


mbl.is Villas-Boas kvartar yfir dómgæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá hvað ég nenni ekki......

.....að skrifa mikið um þennan leik. Er svekktur en ekki sár. Sá ekki þetta með rauða spjaldið. Margir sem ég hef heyrt í sem sáu þetta í sjónvarpinu segja þetta hafa verið ansi strangan dóm. Hvað sem því líður þá hlýtur dómarinn að hafa séð eitthvað skelfilegt hafa átt sér stað því hann reif upp rauða spjaldið og veifaði. Allt í lagi með það hans ákvörðun. Í upphafi stórleiks. Spurningin í raun hvprt það hafi verið hann sem fór á taugum en ekki leikmennirnir.  En við náðum forustunni og héldum henni ansi lengi miðað við pressuna sem Vesturbæjarstórveldið setti  á okkur. Jafntefli ekkert svakalega ósanngjarnt því þrátt fyrir að hafa verið betri þá  óðu þeir nú ekki í dauðafærum piltarnir úr næsta nágrenni við Seltjarnarnesið.

Við eigum en möguleika á titlinum. Hef ekki trú á að KR naí í meira en 5 stig úr þremur síðustu leikjunum. Spurningin er hvað við gerum.


mbl.is Jafntefli í toppslagnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

....ekki á stöðuna bætandi!!!

Menn fara mikinn í umræðunni þessa dagana um afleita fjárhagsstöðu Hlíðarenda félagsins, ekki bara einnar deildar. Ef eitthvað er til í þeim orðrómi eru svona hlutir ekki til að hressa upp á svipbrigði gjaldkerans!  Auðvitað er afar sérstakt að spilað skuli á Hlíðarenda en aðrir leikir á svæðinu blásnir af. Hef ekki heyrt skýringuna en hún hlýtur að vera þarna úti einhversstaðar. Er hræddur um að það hafi kostað félagið nokkrar krónur að leikurinn fór fram. kannski að þessi 3 stig hjálpi þeim við að ná Evrópusæti -  hver veit?
mbl.is 384 mættu á völlinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur árangur

Þetta er nú sérdeilis flottur árangur hjá peyjunum. Ekki amalegt að komast alla leið í úrlsitakeppnina. Nú er bara að halda haus og sleppa við meiðsli og þá geta góðir hlutir gerst. - Við skulum vona að svo verði.
mbl.is Tveir Íslendingar í úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.