13.2.2011 | 22:03
Kraftur í karli!
![]() |
Kári Kristján skoraði 5 gegn Löwen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2011 | 11:51
30 mánuðir
Ótrúlegt en satt að nú er maður búinn að setja inn allavega blogg á dag í 30 mánuði. Hljómar fáránlega en er víst alveg satt. Megnið af þessum tíma líka búin að dvelja á topp 50 listanum hjá mbl.is og meira að segja á ég einhverjar vikur í efsta sætinu, sem er nú það allra ótrúlegasta. En nú fara markmiðin að hverfa eitt af öðru sem að maður hefur sett sér svona með sjálfum sér í þessu. Því fer að koma tími til þess að minnka bloggið inn á þessu vefsvæði. En enn eru takmörk eftir og stefnan sett á að ná þeim áður en hægt verður á. Finnst reyndar eins og aðsóknin að Moggablogginu hafi minnkað síðustu mánuði.
Þakka öllum innlitið í gegnum árin og eigið þið góðan dag hvar sem þið nú eruð, í dag sem og aðra daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2011 | 11:46
Já já eigin.....
![]() |
Lampard: Verðum að vinna rest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2011 | 11:16
Verkfallið!!!!
Hvað er að frétta af verkfallsviðræðum?
Mætti nú alveg heyrast eitthvað af þeim. Endar þetta ekki bara með því að menn bjóða eingreiðslu á mannskapinn til þess að fresta verkfallinu og setjast svo niður strax eftir vertíð og ná samningum sem báðir aðilar geta sætt sig við. Fiskivinnslan í þokkalegum gír og ætti því sennilega að geta brett aðeins upp ermar, og það hlýtur að vera meiri fengur í því að bjóða mönnum eingreiðslu núna svona einskonar loðnubónus - með því skilyrði að ekki standi til að gera þetta reglulegu, menn verða nú að kyngja því. Það hlýtur að vera óhætt af hálfu vinnslunnar því verðmætin sem menn missa af er eitthvað sem að þeir vilja ekki sjá fara forgörðum, ekki frekar en þeir sem verkfall boða, þó þeir eðlilega vilji fá hækkun á laun sín.
Eflaust segja einhverjir núna að ég sé ruglaður en það er í góðu lagi ég er ekkert óvanur því - lít oft á það sem hrós.
![]() |
Leita loðnu undan Herdísarvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2011 | 20:20
Glæsilegur sigur
Glæsilegur sigur í dag. Menn klárlega enn á flugi. Það er gaman að vera stuðningsmaður mávanna þessa dagana. Efstir og með leiki til góða á liðin fyrir neðan. Sigurinn í dag 4-1 og við komumst í 4-0, ekki slæmt. Flugið á Brighton er gott og verður vonandi áfram út tímabilið, yrði ömurlegt að gera í buxurnar á loka kaflanum.
Hemmi var líka í liðinu hjá sínum mönnum í dag í góðum sigri. Ívar Ingimars kominn í liðið hjá Reading, eins og við var að búast þegar hann er heill, en þeir töpuðu fyrir Norwich á útivelli, sem er náttúrulega ekki ásættanlegt.
Crewe liðar með Ajay Leitch í byrjunarliðinu gerðu jafntefli heima við Gillingham og misstu þar með af dýrmætum stigum í topp baráttunni.
![]() |
Tottenham í fjórða sætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2011 | 17:05
Ekki séns
![]() |
Hoffenheim fékk rassskell gegn Bayern |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2011 | 12:42
Hlakka til...
...að horfa á þýska boltann á eftir. Alltaf gæða stund hjá mér á laugardögum að horfa á þýska tuðrusparkið. Fyrir þá sem eru með allar erlendu stöðvarnar hjá Stöð 2 þá er þetta á rás 80 og byrjar um kl. 5, svo er á rás 81 þar íkvöld klukkan 9 eða 10 líka skemmtilegur þáttur um þýskaboltann, alltaf eitthvað um aðrar greinar líka. Svo er náttúrulega Eurosport 2 með beinar útsendingar úr þýskaboltanum um hverja helgi. EN umfjöllunin frá 5-7 ber af.
Bayern - Hoffenheim í beinni núna á Eurosport 2
![]() |
Gylfi byrjar á bekknum á Allianz-Arena |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2011 | 21:30
Karlinn að rústa þessu
Mr. Bæringsson að rústa sænsku deildinni!!!! Las skemmtilega grein eftir tröllið um daginn þar sem hann í raun var pínulítið að skammast út í sjálfan sig fyrir að hafa ekki tekið ferill sinn alvarlegar fyrr - hver veit hvar hann væri þá í dag? Ég er náttúrulega vel sáttur við þann tíma sem hann spilaði með mínum mönnum frá Stykkishólmi. En auðvitað er það svo að enginn veit hvert ferillinn hefði borið hann ef einbeitningin hefði orðið meiri fyrr. Ekki það að ferillinn sé afleitur. Kannski hefði piltur ekki komið heim frá Hollandi heldur áfram eitthvað lengra suður á bóginn og spilað í sterkustu deildum Evrópu. Ég er þess fullviss að hann er vel fær um það. Ef spilamennskan verður áfram góð, engin meiðsli og lítil lukkudís gengur í lið með honum þá getur allt gerst. Við getum hinsvegar lítið gert í því nema að senda Hlyni góða strauma - já það sama á líka við aðra leikmenn sem við höfum mætur á og spila erlendis - og vona að allt fari á besta veg.
Megi þér áfram ganga sem allra allra best meistari Hlynur Bæringsson.
![]() |
Hlynur stigahæstur í enn einum sigri Sundsvall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.2.2011 | 20:55
Díoxín hér díoxín þar!
Þessar díoxínumræður fengu mig til að velta upp stöðunni hér í Eyjum. Fiskvinnsla er hér mikil, sem og útflutningur, eins og flestir eflaust vita. Ef að þessi díoxínmengun færi nú út fyrir allan þjófabálk og kvartanir samtök fiskvinnslustöðva vildu mótmæla þessu þá kæmi upp skondin staða því formaður samtaka fiskvinnslustöðva er líka formaður nefndarinnar hjá Vestmannaeyjabæ sem á að sjá til þess að þetta sé í lagi innan bæjarmarkana. Maðurinn yrði því að kvitta undir bréf til sjálfs síns ef svo má að orði komast - svona geta hlutirnir orðið skondnir og pínlegir - þó ég reikni nú ekki með neinu svona klúðri. En Arnar er óvart í þessari stöðu.
Þetta minnir mig á dæmisögu sem mér var sögð fyrir nokkrum árum þegar sami maður sat líka í bæjarstjórn og í stjórn Bæjarveitna Vm. Sagan gekk svona A mætti á fund á bæjarveitunum samþykkti hækkun fór svo 250 metra og skrifaði bréf frá fiskvinnslustöðvunum og mótmælti þessari hækkun labbaði svo með bréfið á pósthúsið. Sat svo fund í bæjarstjórn þar sem hækkunar beiðnin var samþykkt!!!!
Sumir vilja væntanlega meina að mér sé illa við Arnar út frá þessum bollaleggingum en svo er alls ekki. Er bara að benda á þessar pínlegu stöður sem koma upp ef menn eru ekki á tánum við að skipa í hitt og þetta. En Arnar hefur lengi að því er virðist verið nánast sá eini innan íhaldsins sem þeir treysta í hitt og þetta og í staðinn hefur hann verið eins og þeytispjald á milli nefnda og ráða sem að hinu og þessu koma. Þetta gerist líka af því að menn eru nánast alltaf að velja í allt eftir pólitískum línum en ekki endilega að gefa áhugasömum og hæfileikaríkum íbúum bæjarfélags tækifæri til að taka þátt í að gera góðan bæ betri. Pólitíkin er nefnilega oft engu betri en útrásarvíkinga syndrómið endalaust verið að troða "sínu fólki" en oft horft framhjá hæfileikaríkum og áhugasömum einstaklingum - það er eins og menn hræðist að missa einhver, oft á tíðum, ímynduð völd!!!!!
![]() |
Díoxínmengun fréttist víða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.2.2011 | 17:31
Gleði og aftur gleði
Egyptar fagna sem aldrei fyrr, gleðin mikil og ómæld - allavega hér á sjónvarpsskjánum hjá mér .......skil þá að mörgu leyti vel, þeir vitja hverju þeir voru að hrinda af stalli. En þó karlfauskurinn hafi gefist upp þá fyrst byrjar púslið núna, ...fortíðin er klár en hvað ætli framtíðin bera í skauti sér fyrir blessað fólkið?
Guð, þjóðin og fólkið ómar um götur Kairó þessa stundina - Megi Egyptum farnast það vel úr hendi að koma sér í góðan farsælan farveg.
![]() |
Stórt og mikilvægt skref |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2011 | 16:41
Velti fyrir mér.....
![]() |
Norðmenn setja á löndunarbann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2011 | 15:25
Ánægður...
...með greiðsluna hjá mínum.
Hún verður ekki svona stílhrein þegar hann verður á siglingu um völlinn í hvítu treyjunni í sumar. Velkominn heim félagi. .....hhhmmmmm dollu, já hver veit nema það rætist. Mönnum gekk vel í futsal mótinu í fyrra og í ár. menn komust í úrslit í fotbolti.net bikarnum ...menn klúðruðu að mínu mati deildinni með eigin kæruleysi i fyrra, en einhvern tíma hljóta menn að komast yfir þröskuldinn.
Áfram ÍBV
![]() |
Gunnar Heiðar: Lokar ekki neinum dyrum (myndskeið) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2011 | 10:23
12 3ja stiga
Suns heitir í nótt gegn slöku liði Golden State, settu niður 12 3ja stiga í 22 skotum. Það virðist vera komið meira jafnvægi í leik liðsins og hlutfalið komið í 25 gegn 25 þannig að þetta verður kannski ekki alslæmt tímabil. Leikmanna skiptin við Orlando virðast ætla að koma betur út en margur þorði að vona. Nash nálgast nú Gerry Peyton eins og óð fluga á stoðsendingalistanum já og Isiah Thomas í leiðinni því aðeins munar 97 stoðsendingum á þeim tveimur. Karlinn ætti að ná þeim báðum á þessu tímabili. Ef hann tekur svo eitt tímabil í viðbót gætu hann skotist upp fyrir Oscar Robertson og Erwin "Magic" Johnson. Ekki slæmt hjá honum ef að hann næði því.
Nash hitti úr öllum vítaskotunum í kvöld og hefur nú hitt úr 2747 vítaskotum af 3039. Hann fór í þessum leik í þriðja skipti í vetur upp fyrir aðstoðarþjálfara Golden State Mark Price í bestu vítahittni á ferlinum en ansi mjótt er á milli og nash þarf að halda vel á spilunum ætli hann að halda þessu meti, því hann er en að spila en Price er hættur. Nash er með hlutfallið .903916 en Price .903895
Suns búnir að vinna 28 leiki í röð á heimavelli gegn liðum úr Pacific deildinni - öðrum en Lakers það er að segja. GOlden State búnir að tapa núna 11 sinnum í röð í Phoenix einum færri en Denver en Milwaukee virðast alltaf eiga slakan dag í Phoenix og eru búnir að tapa 23 leikjum þar í röð!!!!
Utah á útivelli í kvöld, Sacramento heima á sunnudag og Utah Jazz heima á þriðjudag. verður gaman að sjá hvort við náum að bæta hlutfallið.
![]() |
Lakers lagði Boston og skyggði á met Allens |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)