11.1.2011 | 15:32
Cotterill er kjáni
Gef nú ekki mikið fyrir orð Cotterill. Held að það hafi sést best í leiknum um síðustu helgi gegn Brighton hversu mikilvægur Hermann er fyrir liðið, og ætti því að byrja hvern leik. Coterill henti honum inn á í hálfleik fyrir Kanu og setti hann í vinstri bakvörðinn, Staðan var þá 2-0 fyrir Brighton. Það var fyrst þá sem að leikmenn Portsmouth vöknuðu til lífsins eftir að hafa verið yfirspilaðir megnið af fyrri hálfeik. Þeir sköpuðu usla í vörn Brighton, þrátt fyrir að vera einum færri. Hemmi fékk gott færi sem nýttist ekki en hann átti þátt í að þeir minnkuðu muninn í 2-1. Brihgotn tróð svo einu inn á 90 mín. þegar menn voru að rembast við að reyna að jafna.
Kannski að Coterill átti sig ekki á því að liðið þarf að mæta í góðum gír og á tánum til leiks til að hala inn stig. - Ég persónulega skyldi aldrei þessa ráðningu á Cotterill - Út með Cotterill
![]() |
Hermann á enn nokkuð í land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2011 | 12:55
Sami munnbitinn aftur og aftur
Ætli þingheimur sé ekki orðinn þreyttur á að vera alltaf að tyggja sama munnbitann aftur og aftur. Þetta lítur orðið út eins og engin mál séu til umfjöllunar á þingi önnur en ESB-umsóknin.
Málið er í ferli klárum ferlið. Svo tekur þjóðin bara afstöðu - punktur.
Þetta eilífa hringl í einu og öllu er farið að minna mann sífellt meira á sandkassaleik á leikskóla ...ja reyndar er samlykíngin ekki rétt því að krakkarnir vita hvenær á að hætta.
Hvað eru menn eins og Ásmundur Daði t.d. að hugsa? Það var samþykkt að fara í þetta umsóknarferli - klárum það bara. Hann getur unnið að sínum hugðarefnum í Heimssýn og komið með þau fram þegar þar að kemur, þ.e.a.s. þegar þjóðin á að greiða um málið atkvæði. Aðlögun eða ekki hverjum er ekki sama? Ef allt er svona slæmt í ESB hvað erum við þá að gera með um það bil 80% af þeirra regluverki nú þegar í gangi í okkar samfélagi? Hverslags rugl er þetta eiginlega?
![]() |
Þingið endurnýi umboð til ESB-umsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.1.2011 | 08:33
Ekkert að frétta úr Toppnum?
Það held ég að Kalli í Toppnum við Heiðarveg hér í Eyjum sé hljóður þessa stundina. Hann getur ekki verið sáttur við að sjá sína menn detta úr leik gegn Crawley í bikarnum. Hér eru brot úr leiknum:
![]() |
Derby slegið út af utandeildarliði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2011 | 21:57
Mikill fengur?
![]() |
Clarke: Tilboð sem ég gat ekki hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2011 | 20:28
Vá hvað ég er hissa ....not
Magnaður leikmaður. HM var kannski ekki alveg hans keppni en íöllum öðrum keppnum - Guð hjálpi okkur hreint út sagt magnaður þessi lágvaxni galdramaður.
![]() |
Messi knattspyrnumaður ársins 2010 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2011 | 18:43
...að taka frumkvæðið
Jæja gott fólk þá er komið að okkur, þjóðinni, að fara að huga að því að taka upp aðra orkugjafa og það sem fyrst. Eitthvað sem verðið verður stöðugra á og við getum nálgast á auðveldan hátt hér á landi. Held að flestir séu nú sammála um að sá tími er að nálgast. Reynum að ná frumkvæðinu, förum fram úr öðrum þjóðum í þessu.
Verð reyndar á svona stundum að segja að það er gott að búa í Eyjum þar sem tankurinn á bílnum dugar kannski í 3 vikur og rúmlega það, það er að segja á meðan maður er ekki að þvælast upp á land í gegnum Landeyjahöfn.
![]() |
Skeljungur hækkar eldsneyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2011 | 18:40
Hækkar vonandi meira fljótlega
![]() |
Eignir lífeyrissjóða jukust um 2,2% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2011 | 12:42
Ekki Liverpool?
Alveg var ég viss um að þarna væri verið að koma af stað sögu um hver ætti að taka við Liverpool liðinu í sumar. Auðvitað var búið að nefna nafn Diego Armando Maradona í tengslum við Blackburn en ég hélt að þeir myndu leita á önnur mið. En það er greinielgt að þessu liði liggur ekkert sérstaklega á að ráða fyrst að kappinn ætlar bara að skreppa til Englands þegar snjóa leysir!!!! Kannski er þetta Aston Villa?
Það yrði nú líflegt að fá Maradona til Englands, hvort hann myndi ná árangri þori ég ekkert að segja til um.
![]() |
Maradona á leið til Englands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2011 | 10:52
Trúi á kraftaverk!
Loksins, loksins sigur, kominn tími til. Jafnt var fyrir síðasta leikhluta en þá hrukku menn í gír og kláruðu þetta, reyndar mikið um meiðsli hjá Cavs. Suns tóku sprett í stöðunni 90-90. 15 sigurleikurinn í vetur en tapleikirnir eru 20 og því en brekka framundan. Grant Hill fór útaf meiddur. Nash með 17 stoðsendingar og 20 stig. En svo hittu þeir félagar Channing Frye og Jared Dudley vel úr 3ja stiga skotum. 9 skot niður af 15. Channing Frye með 2falda tvennu 12 fráköst og 16 stig, óvenju gott hjá honum. Robin Lopez með 15 stig og 3 varin skot. Þegar þeir 3 ná góðum leik er kannski ekki skrýtið að við skulum í fyrsta skipti í langan tíma hafa sigur í fráköstum, 51- 49 - tæpt en samt.....
"The frustration has been mounting for three months. This is hard ... We have to prove it every day."
-- Nash on the Suns, who are battling to squeak into the playoffs this season after driving to within two wins of The Finals last year.
![]() |
James fór hamförum í Portland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2011 | 23:07
Svo kvörtum við!
Það stendur ekki á okkur að gaspra og góla. Við sem sennilega höfum það einna best af íbuúm jarðskorpunnar. ...Athyglisvert að þrátt fyrir að þarna sé um að ræða 800 þúsund manns þá er sagt að það hafi farið ört fækkandi í flóttamannabúðunum á undanförnum mánuðum.
![]() |
800.000 búa í flóttamannabúðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2011 | 16:32
Kaninn kominn á hnén!
Það er ég hræddur um að Bandaríkjamenn séu komnir á hnén nú þegar bæði Össur og Ögmundur hafa talað til þeirra með hvössum tón.
En þetta mál er nú hið furðulegasta og ég verð að játa að ég er pínu hissa á Bandarískum yfirvöldum eða vera að elta þingkonuna okkar svona uppi. Geta þeir ekki bara gerst vinir hennar (followers) á Twitter?
![]() |
Sjónarmiðum komið á framfæri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.1.2011 | 16:29
Maggi Vals í bikarnum
Ja hérna hér fengum við ekki liðið hans Magga Vals á útivelli í bikarnum. Watford í bikarnum er nú eitthvað sem gerst hefur áður og ef ég man rétt þá hefur það ekki farið vel. En að þessu sinni munum við gera drengina hans Elton John raddlausa - einhvern veginn kemur Elton John alltaf upp í hugann þegar félagið ber á góma, jú og Heiðar Helguson. - Þetta verður forvitnilegt
Hefði nú frekar viljað fá dráttinn sem United menn fengu þ.e.a.s. Southampton svona til að fá aftur suðurstrandarslag, það hefði verið gaman.
![]() |
United dróst gegn Southampton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2011 | 12:13
Sérstakur Torres
Torres sennilega búinn að átta sig á hlutunum?
Nú þurfum við að standa saman sem aldrei fyrr. Við verðum að lifa í nútímanum, og hugsa um einn leik í einu. Við þurfum að fá fleiri stig, vinna leiki, og styrkja stöðu okkar í deildinni. Það er okkar áskorun og ég krefst þess að við fáum til þess fullan stuðning okkar fylgismanna.
Skrýtið að þessi yfirlýsing skuli ekki hafa komið með Hodgson var þarna, ætla menn að vakna allt í einu núna? Ætli stuðningsmennirnir búi á hann eins og Hodgson þegar hann fór fram á svona stuðning?
![]() |
Torres krefst fulls stuðnings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)