Nú selja vonandi lífeyrissjóðirnir

Eins lítið og ég er hrifinn af því að Lífeyrissjóðirnir séu að fjárfesta í eþssum fyrirtækjum þá fjárfesti framtakssjóður þeirra í Vestia sem átti meðal annars í Icelandic group.  Sýnist á þessu að þarna sé komin ávöxtun á fé lífeyrissjóðanna og því eigi þeir að drífa í að selja sinn hlut - enda það markmiðið þ.e.a.s. að selja sinn hlut sem fyrst og hafa eitthvað upp úr því. Þessi bútur hér að neðan er tekinn af heimasíðu framtakssjóðsins. Lífeyrissjóðirnir keyptu Vestia á 15,5 milljarða og inni í þeim kaupum voru Icelandic Group,Húsasmiðjan, Plastprent og Teymi. Þannig að nú er bara að ná aurunum til baka og gleðja eigendur lífeyrissjóðanna,þ.e.a.s. fólkið í landinu.

Icelandic Group
Eins og fram kom í tilkynningu frá Vestia 21. september síðastliðinn gerir FSÍ ráð fyrir að selja að lágmarki 30% hlut í Icelandic í framhaldi af kaupunum á Vestia. Ef það gerist mun FSÍ nýta sér kauprétt á 19% eftirstandandi eignarhluta Landsbankans í félaginu. Stefnt að því að ganga frá sölu á verulegum hlut í Icelandic á næstu mánuðum en þegar hafa margir aðilar sýnt áhuga á að kaupa hlut í félaginu. Áætluð velta Icelandic á þessu ári er um 150 milljarðar króna. EBITDA-afkoma félagsins á þessu ári er áætluð um 7,5 milljarðar króna. Starfsmenn Icelandic eru samtals um 3.700 og af þeim starfa um 50 hér á landi. Bókfært eigið fé Icelandic þann 30 júní síðastliðinn var um 25 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 34%.

 


mbl.is 52 milljarða tilboð í Icelandic
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr byrjunarliði ÍBV í byrjunarlið WBA!

Ekki slæmt að hafa verið í byrjunarliði ÍBV í sumar og vera núna kominn í byrjunarlið WBA í ensku úrvalsdeildinni. En nákvæmlega þetta hefur James Hurst nú gert, ekki amalegt það. Verst hvernig leikurinn fór en eldskírnin í úrvalsdeildinni engu að síður komin. Vel að verki staðið James Hurst.
mbl.is Nani tryggði Man.Utd sigur á Stoke
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að deyja ekki ráðalaus!

Gaman oft að sjá hvað fólki dettur í hug. Verð að segja að mér finnst þessi hugmynd bæði fyndin og bráðsniðug. Tek undir með blaðamanni að það verður gaman að sjá viðbrögð yfirvalda við þessu. Er viss um að þau brosa yfir uppátækinu til að byrja með en fara síðan að fletta upp í reglugerðarfarganinu og setja lás á kappann. Þá verður hann væntanlega að færa sig út fyrir reglusvæðið og selja þaðan!!! Varla deyr svona frjór aðili ráðalaus?  ...nema að hann lendi þá í tollastríði við báknið.
mbl.is Hitaperur í stað ljósapera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigga mágkona!

Sigga er ekki að fara neitt, eftir því sem ég best veit, og því kannski ekki nein sérstök ástæða til þess að vera að opna heiðina til þess að hleypa fólki ofan í eða upp úr firðinum fagra eins og hún kallar hann alltaf!! Wink
mbl.is Enn ófært á Seyðisfjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð tala

Það verð ég að segja að þetta eru athyglisverðar tölur. Hvað ætli margir hafi komist upp með að þiggja bætur en eiga í raun ekki rétt á þeim?  Mér finnst einkar athyglisvert hvað fólk hefur verið á tánum við að benda á að það héldi að fólk væri að svíkja út bætur. Það hefur stundum verið talað um svona svik sem sérstaka "atvinnugrein" og þegar maður heyrir svona tölur þá fer maður að trúa því að óprúttnir aðilar séu þarna að stunda "atvinnu" sem að ekki er innistæða fyrir.  Út frá þessu er svo sjálfsagt líka hægt að velta sér upp úr því hvort margir séu á alls kyns sjúkrabótum sem kannski eiga ekki fullan rétt á þeim.

Maður hefur nú í mörg ár heyrt sögur af því að þessi eða hinn sé á þessum sjúkrabótum og svo sjáist til viðkomandi við þessa eða hina iðjuna sem kannski ætti ekki að vera  á verksviði viðkomandi vegna tiltekna bóta. Eigum við eitthvað að tala um bætur vegna barna og slíks? Endalausar sögur.


mbl.is Fjöldi sveik út atvinnuleysisbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ussss

Þetta er góður liðsauki fyrir Mancini. Sendiherra Unicef Dzeko gæti reynst sá leikmaður sem að liðið þurfti til þess að tryggja sér það að þeir eigi möguleika á að halda stöðu sinni á topp 4 út tímabilið. Bráðskemmtielgur leikmaður og mikil blóðtaka fyrir Steve McClaren og félaga í Wolfsburg að missa pilt. Reyndar fá þeir fullt af peningum fyrir hann og kannski að McClaren eyði einhverju af þeim í að koma styrkari stoðum undir gengi liðsins sem hefur alls ekki verið eins og til var ætlast.
mbl.is Kaup City á Dzeko staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránlegt rok!!!

Sérstakur vindurinn hér í Eyjum í dag. Aldrei þessu vant. Þegar ég rölti til vinnu í morgun þá var saltkassinn við Fjólugötuna opinn, hafði greinilega fokið upp, enda svo sem bara um aumt plast lok að ræða. Frá kirkjunni og niður að Tvist þá mætti maður maður nokkrum ruslapokum sem greinilega hafði leiðst þófið og drifið sig af stað, en voru þó alls ekki vissir hvert þeir voru að fara. Núna situr maður inni í hlýjunni en heyrir vindinn berja prentsmiðjuna að utan alveg hægri vinstri. Það verður gaman að rölta á leið heim seinni partinn með vindinn í bakið!
mbl.is Hvassar vindhviður og sandfok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp úr sandkassanum!

Veit ekki með VG en í kringum mig er megnið af fólkinu þeirrar skoðunar að klára eigi þessar viðræður og greiða svo atkvæði um samninginn. Fólk er orðið þeirrar skoðunar að það vill ekki hafna einhverju sem að það hefur ekki hugmynd um hvað er. Það er líka fullt af fólk, og því fjölgar hraðast, sem sér ekki að stjórnmálamenn okkar séu að höndla stjórnina á landinu og sjá þessar viðræður sem ákveðna pressu á að menn á þingi standi sig og fari að sjá út úr eigin ranni.

Held að "öfga" mennirnir þarna í VG gleymi stundum að það er þjóð þarna út sem er vel treystandi til að taka ákvörðun um þetta þegar þar að kemur. Finnst að menn ættu að hætta þessu grjótkasti innbyrðis og treysta þjóðinni til að taka þá ákvörðun sem að hún telur að sé sér fyrir bestu.  Það er nóg af öðrum verkefnum sem menn eiga að vera að takast á um á þessari stundu, svo mikið er víst.


mbl.is Átökin mest um ESB-stefnu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíðið nú við

Er ekki talað um að menn geti notað þetta fé nánast að vild? Uppfært hitt og þetta og endurnýjað. Í Guðanna bænum takið féð og notið það til slíkra verkefna og sparið ríkinu stórfé á þessum niðurskurðartímum. Komið út úr torfkofanum.  Þjóðin mun svo ákveða fyrir ykkur hvort að við göngum þarna inn eða ekki.

Finnst náttúrulega frábært þegar menn tala um að hér þurfi að skera þetta og hitt niður svo geta menn þarna stolist til að nota þessa peninga til að létta á niðurskurðinum og færa hluti nær nútímanum þá segja menn nei - já það er margt skrýtið í ..... Wink


mbl.is Styrkir vegna ESB-umsóknar er viðkvæmt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill fengur ef....

...hann gengur til liðs við Newcastle. Fær þjálfari og klárlega einn af betri ensku þjálfurunum sem komið hafa fram í dagsljósið síðustu 15 ár. Í raun ótrúlegt að honum hafi aldrei verið treyst fyrir stóru liði. - Tel ekki Brighton, C.Palace eða Hull stór lið. Í mínum huga hefði verið nær fyrir Newcastle að ráða Taylor í stað þess að ráða Pardew á dögunum, en ég hef engin ítök hjá Newcastle Smile
mbl.is Taylor ræðir við Newcastle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útbrunninn!

Ég held að það væri glapræði fyrir Blackburn að eyða þessum peningum í Ronaldinho. Jújú víst er hann nafn sem gaman væri að sjá í búningi félagsins en ég held að hann færi félaginu ekki það sem að þeir eru að sækjast eftir. Held einfaldlega að enski boltinn hæfi honum ekki og allra síst að vera í liði sem er ekki upp á marga fiska í úrvalsdeildinni. Launin gætu freistað Ronaldinho en ég held að hann velji frekar að fara þangað sem að hann veit að hann á möguleika á að verða lykilmaður sem tekið er eftir.   .....en ég er ekki Ronaldinho svo ég hef í raun ekki hugmynd um hvar hann endar þó ég hafi hér í frammi mínar vangaveltur.


mbl.is Blackburn staðfestir tilboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha! Komnir í vinnu!

.....það þekki ég úr mínu sjávarplássi að menn eins og sjómenn fá oft frí í nokkra daga yfir hátíðarnar. En að það skuli vera frétt í sjálfu sér að þeir séu byrjaðir að róa aftur kemur mér svolítið spánskt fyrir sjónir. Það vitum við öll að þeir snúa  aftur til vinnu eins og aðrar starfsstéttir þegar fríi líkur. ÉG er ekki viss um að þeim finnist það virði fréttar að vera mættir aftur til vinnu. Svo stórt líta sjómenn nú ekki á sig, hefði trúað því upp á þingmenn og aðra slíka. Smile

Vona bara að þetta ár verði fengsælt og færi okkur góðar tekjur og já að það verði stórslysalaust það er nú það sem að maður óskar öðru fremur.  Svo skulum við líka vona að árið verði gott hjá okkur sem höfum fastland undir fótunum þegar við stundum vinnu okkar.


mbl.is Sjómenn byrjaðir að róa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að henda peningum annarra!

Ding Dong enginn heima! Hverslags rugl er þetta? Er fólk ekki með öllum mjalla þarna eða hvað? Ef þetta kallast ekki að henda peningum út um gluggann þá veit ég ekki hvað. Ég geri ráð fyrir því að allir þeir er að þessari ákvörðun komu upphaflega haldi sæti sínu og séu en að standa sig. Maður má kannski ekki spyrja.......en ég ætla samt að spyrja. Var Árni Sigfússon í stjórn Fasteignar þegar þetta var ákveðið?
mbl.is Borgar 121 milljón fyrir óbyggt hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.