Færsluflokkur: Bloggar

....ekkert hungur!

Sérstakt að sjá lið eins og City með öll þessi gæði innanborðs vera stundum bara eins og flöskuskeyti í hafi, menn fylgja bara straumnum og berjast varla. Það er náttúrulega líka erfitt hjá liði þegar menn fara að þykjast vita betur en þjálfarinn og vilja jafnvel ekki spila það sem þjálfarinn setur upp. Þeir leikmenn eru einfaldlega ekki með hugarfarið í lagi. Við þá þarf að losna og ég trúi því að Mancini taki til og kveeiki neistann hjá sumum þessara leikmanna aftur - hinir mega svo bara fara.
mbl.is Reiður Mancini gerir breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...ekki einu sinni óvænt!

Þetta kemur nú svo sem ekkert á óvart. Strákurinn búinn að vera að standa sig vel og það er yfirleitt á svoleiðis stundum sem leikmen vekja eftirtekt og njóta góðs af því að hafa lagt sig alla fram.  .......kannski ekki alveg rétt hjá mér - menn vekja víst líka eftirtekt þegar þeir spila illa, en þá hefur bara enginn samband, ja nema óánægðir stuðningsmenn liðsins sem að maður spilar með!!!
mbl.is Kári „heitasta“ söluvaran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...er svo mikill snillingur

Einn allra allra magnaðasti leikmaðurinn í sögu knattspyrnunnar. Ekki bara á Englandi heldur um alla heimsbyggðina karlinn hann Giggs. Ferill þessa drengs hefur verið með ólíkindum og það lítur á margan hátt út eins og einhver hafi verið að leika sér að sjóða saman tölulegar staðreyndir þegar maður rennir yfir feril hans. Ótrúlegur spilari. Ekki það ða ég sé United maður en Giggs hefur í mörg mörg ár verið s´aleikmaður sem ég hef haft hvað mestar mætur á í leikhúsi draumanna. Styttist náttúrulega í annan endann ferillinn hjá honum - ja nema að honum verði einfaldlega bannað að hætta Smile   Hlakka til þegar þetta verður allt tekið saman þegar hann verður hættur, sýnist á öllu að United muni á þessu tímabili ná í allavega 2 titla - deild og bikar, sem er ekki amalega viðbót og svo er jú meira í boði.
mbl.is Giggs: Einbeitingin var lykilatriðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...ný von fyrir Ísland!!!

Gaman væri að sjá hver þessi nýja von fyrir Ísland er. Ekki eins og þetta pólitíska lið hafi hingað til gert góða hluti fyrir blessað landið. Því þarf kannski ekki mikið til að láta þetta lið gleðjast. Til marks um frábæran árangur Framsóknarflokksins hingað til, sem og annarra flokka, að þá sagði mér maður um daginn að ef rýrnun þjóðarinnar hefði verið í einhverju samræmi við rýrnun krónunnar frá því að hún var tekin upp að þá væru Íslendingar núna 17 talsins - já þetta lið má berja sér á brjóst í dag, á morgun og alla næstu viku mín vegna en í Guðanna bænum þá bið þetta fólk að vera ekki að missa sig í að tala um að framsókn Íslands sé að byrja á ný því framsóknin hefur aldrei verið nein - ja nema hjá þeim sem búa í skýjaborgum - svo einfalt er það.
mbl.is „Framsókn Íslands að hefjast á ný“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...örugglega ekki sér sænskt

er viss um að t.d. konur hér innanlands hafa fengið að heyra ýmislegt og oft sér maður komment í þessa áttina þó þau séu ekki send á viðkomandi aðila. Það er ýmislegt látið fljóta með í umræðunni oft á tíðum, oft eitthvað sem er alveg út úr kú og viðkomandi aðilum ekki til framdráttar.    ........maður hefur nú látið hafa ýmislegt eftir sér en maður reynir að vanda sig og ganga ekki yfir strikið.
mbl.is Geturðu ekki bara drepist?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...spurning hvort bara annar aðilinn hafi verið fatlaður!!!

Kannski eðlilegt að velta því fyrir sér hvort við komandi karlmaður er ekki eitthvað fatlaður eða heftur í kollinum fyrst að hann hagaði sér svona. - Skömm að heyra af svona meðferð á nokkrum einstakling.
mbl.is Réðst á fatlaðan unglingspilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

..hörmungar ástand - döpur afstaða

Já það hefur nú verið í umræðunni ansi lengi hér í Eyjum að neysla sé þó nokkur. Oft hefur manni verið bent á í umræðunni að hún sé nú meiri en mig gamla karlinn gruni - og eflaust er það rétt.  Klárlega kominn tími á að bretta upp ermar og sjá hvort ekki er hægt að sporna gegn þessu á einn eða annan hátt.

Íþróttafélögin, Framhaldsskólinn, Barnaskólinn og aðrir eiga náttúrulega að láta kanna þetta hjá sér.  Það á nú ekki einu sinni að þurfa að láta svona hluti gerast til þess að fólk sé á tánum. En því miður virðist oft þurfa eitthvað svona svo að mannskapurinn vakni til lífsins.

 Er í grunninn sammála Elliða en verð samt að viðurkenna að mér þykir ekki rétt hjá bæjarstjóra að reyna að gera minna úr ástandinu með því að segja að vandinn sé síst verri hér en annarsstaðar - til hvers er hann að viðra skoðun sína á því? Er ekki nóg að einbeita sér bara að því sem er í gangi hér innanbæjar án þess að vera að reyna að gera þetta þannig að við séum ekkert verri en aðrir - það er bara algjört aukaatriði. Engin ástæða til þess að vera að reyna að láta garðinn hjá öðrum líta illa út þó að það sé greinilega drasl í okkar garði. Er ekki rétt að taka fyrst til við eigið hús og einbeita sér bara að því?

 


mbl.is Segir að fólki sé nóg boðið í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...utan kvóta!

Öll þessi síld útan kvóta og því mikill fengur fyrir kvótalausa "veiðimenn" að komast í allt þetta magn.
mbl.is Síldin í toppstandi til vinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kætast nú menn....

.....þetta er nú hið besta mál og lyftir brúninni á fólki í mörgu sjávarplassinnu, já og þjóðarbúið fær góða viðbótar innspýtingu. - Hið besta mál
mbl.is Kvótinn aukinn um 150 þúsund tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þverhausasamfélagið!

Veit ekki hvað ykkur finnst en ég held að miðað við höfðatölu þá eigi Íslenska þjóðin en eitt heimsmetið - og það alveg skuldlaust takið eftir.

Hvernig menn nenna þessum endalausa hringlanda hætti er mér óskiljanlegt. Það var ákveðið að fara í samningaviðræður og að af þeim loknum fengi þjóðin að greiða atkvæði um þann samning og þannig segja hug sinn til málsins. En allt frá því það var samþykkt hafa menn og konur barið hausnum í stein og viljað breyta hinu og þessu að berjast gegn viðræðunum og ég veit ekki hvað. Er ekki markvissara að undirbúa sig bara vel og geta svo mætt þeim samningi sem borinn verður á borð fyrir þjóðina með einhverjum gagnlegum rökum heldur en að standa úti á horni gasprandi í allar áttir þegar samningurinn er ekki einu sinni klár.  Hvað er verið að gaspra á? Getur einhver svarað því?

Ég hef ekki orðið var við mikið af málefnalegum umræðum þar sem þeir kaflar sem búið er að semja um hafi verið grýtt útaf borðinu og fyrir hákarlana af andstæðingum samningaviðræðnanna.

Ferlið á að klára. Svo sest þjóðin yfir það hvað henni finnst út frá sínum eigin forsendum - hver og einn fyrir sig - svo sjáum við hver niðurstaðan verður.  Að hætta við núna yrði náttúrulega afar sérstakt svo ekki sé meira sagt. Vissulega hafa verið hræringar innan ESB, rétt eins og hjá okkur sjálfum - skárra væri það nú.


mbl.is Umræðan um ESB á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband