..hörmungar ástand - döpur afstaða

Já það hefur nú verið í umræðunni ansi lengi hér í Eyjum að neysla sé þó nokkur. Oft hefur manni verið bent á í umræðunni að hún sé nú meiri en mig gamla karlinn gruni - og eflaust er það rétt.  Klárlega kominn tími á að bretta upp ermar og sjá hvort ekki er hægt að sporna gegn þessu á einn eða annan hátt.

Íþróttafélögin, Framhaldsskólinn, Barnaskólinn og aðrir eiga náttúrulega að láta kanna þetta hjá sér.  Það á nú ekki einu sinni að þurfa að láta svona hluti gerast til þess að fólk sé á tánum. En því miður virðist oft þurfa eitthvað svona svo að mannskapurinn vakni til lífsins.

 Er í grunninn sammála Elliða en verð samt að viðurkenna að mér þykir ekki rétt hjá bæjarstjóra að reyna að gera minna úr ástandinu með því að segja að vandinn sé síst verri hér en annarsstaðar - til hvers er hann að viðra skoðun sína á því? Er ekki nóg að einbeita sér bara að því sem er í gangi hér innanbæjar án þess að vera að reyna að gera þetta þannig að við séum ekkert verri en aðrir - það er bara algjört aukaatriði. Engin ástæða til þess að vera að reyna að láta garðinn hjá öðrum líta illa út þó að það sé greinilega drasl í okkar garði. Er ekki rétt að taka fyrst til við eigið hús og einbeita sér bara að því?

 


mbl.is Segir að fólki sé nóg boðið í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt meistari

jóhanna (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 18:30

2 identicon

Ætlar þetta fólk að bæta ástandið með því reka alla sem eru að reykja (gera ég ráð fyrir)? Atvinnurekendum kemur það ekkert við hvað fólk gerir í sínum frítíma. Ætla þeir að reka alla sem drekka bjór um helgar líka?

GG (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 18:42

3 Smámynd: Ólafur Ingi Brandsson

Bjór er ekki ólöglegur.....

Ólafur Ingi Brandsson, 7.2.2013 kl. 20:04

4 identicon

Spurning GG er eflaust hvort vegið sé að mannréttindum við það að meina fólki að gera það sem það vill í frítíma sínum - en náttúrulega er þetta slæmt ef fólk mætir undir áhrifum í vinnu, sem virðist þó ekki vera umræðuefnið. Það er þá líka spurning hvort það að neysla ákveðinna efna sé ólögleg sé brot á mannréttindum - þ.e. rétti fólks til að gera það sem það vill með líkama sinn.

Það er í tísku í heiminum í dag, og hefur verið lengi, að líta á fólk sem neytir ólöglegra efna sem annars flokks borgara. Spurning GG felst í þeirri þversögn að neyta megi ákveðinna vímuefna í frístundum, á borð við áfengi, á meðan fólk missir vinnuna fyrir að vilja annað val. Fólk er nefnilega ekki verra fólk fyrir það að neyta ólöglegra efna. Það er hinsvegar annað mál að mæta í vímu til vinnu, en einsog ég segi, það virðist ekki vera málið. Þarna teygir vinnan sig í frítíma fólks og ráðskast með hann, og það er alveg sama þó vinnan telji sig vera í rétti til þess, hún er það ekki. Það er bara því það er orðin venjan að líta á "eiturlyfjaneytendur" sem annars flokks borgara. Ég ólst t.d. upp við það að líta niður á "eiturlyfjaneytendur", en náði þó að vaxa uppúr því.

Alveg sama hvað fólki finnst almennt um neyslu ólöglegra efna þá er óþarfi að brjóta á fólki til að ná fram sínum markmiðum. Óþarfi en alþekkt í heiminum.

Leifur (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 20:19

5 identicon

Sé ástæða brottreksturs að þarna sé um ólögleg efni að ræða, s.b.r. athugasemd Ólafs Inga hvernig er þá með önnur lögbrot utan vinnutíma s.s. umferðarlagabrot eða þaðan af alvarlegri brot? Væri hægt að reka sjómann kæmist það upp að hann hefði verið tekinn drukkinn undir stýri eða fyrir hraðakstur í landlegu? Er einhver stigsmunur jafnvel þá á alvarleika brotanna? Ætti að víkja kynferðisafbrotamanni úr starfi en ekki þjófi? Varla væri þó hægt að reka menn fyrir slíkt fyrr en dómur væri fallinn í máli hans því allir eru saklausir uns sekt er s0nnuð. Það gildir hins vegar ekki í þessu máli enda ekki hægt að dæma fólk fyrir það að niðurbrotsefni finnist í þvagi þess. Á hinn bóginn skrifuðu þessir menn undir samning sem s.kv. yfirlýsingum í fjölmiðlum voru samþykktir af persónuvernd. En það væri áhugavert að vita hvers vegna tekið er svona mun harðar á fíkniefnabrotum en öðrum brotum. Nú er ekki verið að tala um að þessir menn hafi endilega verið undir áhrifum, aðeins fundust niðurbrotsefni í þvagi þeirra. Sé það öryggi skipsfélga þeirra sem er haft að leiðarljósi mætti eins færa rök fyrir því að reka alla sem voru fullir í landlegunni eins og bent var á hér að ofan.

Hálfdán Helgason (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 21:04

6 identicon

Margir hafa barist gegn vímuefnanotkun en lotið í lægra haldi vegna stefnu fjármálaráðherra í okri á áfengi. Meðan það er 3-5 sinnum dýrara að komast í vímu af því sem ríkið selur, leitar fólkið að ódýrari kostum. Einfalt mál. Allir í grasið !

jonni (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 22:57

7 identicon

Sjáum okkur leik á borði með kostgæfni að leiðarljósi og skoðum valdatíð sjálfstæðisflokkinn í réttu ljósi. Þó verðbólgubál riði yfir í kjölfar hrun íslenskrar krónu sátu kaupmenn samt fastast á launa skriðnum eftir laga skerðinguna. Köstum ekki hrá viði aftur á Engilberts tún þrátt fyrir að fæturnir beri þá ekki aftur að loku krukkum. Hver ræður við svo sneypta för? Ef að þetta á að blómstra á kviðnum setjum þá líka grímu á viðbragðið. Ég mæli með þrautum fyrir Kína fjárfestana sem í jakkafata stöðum þakkar á lág tylftinni téðum söluskríflum.

eno (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 03:20

8 identicon

Árni Johnsen gæti beitt sér fyrir þessu einsog í Kolgrafarfjarðarmálinu fræga á sínum tíma. Ef hans skakklöpp blæddi á milli þúfa hefði enginn fundið Skarfagilið. Setjum þessa svola sem sitja á alþingi niður á ráðið með að finna lausn á þessu basli. Engum er kunnugt hvað í eldana hafa borið vestmannaeyjingar og þurfa þeir því að mæla fenginn eftir gömlum siðum.

Kristján (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 15:36

9 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Góður.....Sammála Gísli, bætir ekki stöðu okkar þótt ástandið gæti verið verra annar staðar.

Óskar Sigurðsson, 8.2.2013 kl. 18:42

10 identicon

Ef að allur bærinn er í neyslu er vandamálið auðsjáanlega vímuefnalöggjöf landsins...

PG (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.