Færsluflokkur: Dægurmál

Að hanga í pilsfaldinum hjá Jónínu Ben.

joninabenÞetta hafa verið undarlegir dagar upp á síðkastið, bloggið hefur gengið eins og í sögu og hefur komið mér stöðugt á óvart. Bloggin mín hafa kannski ekki komið mér á óvart heldur sá mikli fjöldi sem að heimsækir bloggið mitt reglulega – þeta er eins og í lygasögu, nema hvað þetta virðist vera alveg satt, nema að einhver hjá mbl.is sé að fikta í teljaranum mínum! 

En alla þessa viku er eins og ég hafi hangið i pilsfaldinum hjá hinni ágætu Jónínu Ben., hún er alltaf 1 til 2 sætum fyrir framan mig, greini samt ekki göngulagið, og svei mér þá ef að mér finnst ég bara ekki vera farin að þekkja þessa elsku. Hef reyndar aldrei hitt hana í eigin persónu, enda fer ég ekki oft af skerinu mínu fagra, og er svo frekar til baka ef að ég yfirgef svæðið, og leiðir okkar hafa því ekki legið saman. Vona bara að þetta fari ekki svoleiðis að ég stígi á pilsfaldinn hjá henni, en ef svo óheppilega vildi til þá bið ég hana fyrirgefningar fyrirfram, allt í lagi Jónína mín, því það var svo sannarlega alls ekki ætlunin að stíga á faldinn - vil ekki eyðileggja vinskapinn strax í upphafi. 

En þetta á svo sem ekki bara við um þessa elsku  aðrir þarna eru orðnir manni kunnuglegir og það er gaman að sjá Jens Guð þarna blogginu á nefnilega í fórum mínum poppbókina sem hann skrifaði á sínum tíma – mikill tónlistarspekúlant þar á ferð með skemmtilega pistla oft á tíðum, mun oftar en ég allavega.


Allt í rúst eftir landsleikinn

Danska þjóðin greinilega öll í rúst eftir uppákomuna á Parken kvöldið áður þegar allt fór á annan endann - var kannski gaurinn sem hljóp inn á maðurinn sem átti að sjá um að kerfið virkaði rétt - kæmi mér ekki á óvart - Það er inhvern veginn ekkert ligegald sem tengist Danmörku þessa dagana - þessi vandræði öll hljóta að kosta það að þeir fái sér 2-3 aukabjóra á dag!
mbl.is 9000 töskur í reiðileysi á Kastrup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nóg, þetta er nóg...

...... ég þoli eki lengur........
mbl.is Frávísunum í Baugsmálinu vísað aftur í hérað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjómannadgslottó

LottoEn á ný potturinn fjórfaldur, það er alveg ótrúlegt að þetta skuli gerast með reglulegu millibili, ég meina fjórfaldur. En það er náttúrulega eins og við manninn mælt ég var ekki með í þetta sinn frekar en önnur, en ætla að punkta hjá mér á miða og setjaá ísskápinnn, sem að ég heimsæki ansi oft, að muni eftir að kaupa lottó í vikunni og slá meira að segja um mig og fá mér jóker líka
mbl.is Enginn með lottótölur réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband