17.1.2013 | 19:18
Sorglegt í hvaða farvegi málið er
Þetta er nú orðið ljóta grínið. - jæja en maður verður víst að sætta sig við það. En það verð ég nú samt að segja að það að hægja á viðræðunum er nú ekkert grín á við þessa bloggfærslu hérna. Alveg óborganlegt hvað sumir láta hafa eftir sér.
Ég verð að segja að þegar maður les færslur eins og þessa sem ég set hér hlekk á að þá veltir maður því fyrir sér hvort menn séu nokkuð að missa sig í bullinu? ESB að gleypa Ísland - hahaha -
Auðvitað á að klára viðræðurnar og sjá hvað verður á borðinu. Jón Valur veit ekkert um það ekki frekar en ég. En ég þori að skoða í pakkann því ég lifi í þeirri von að hann gæti fært Íslenskum heimilum kjarabót og það til langframa, sem og fyrirtækjum þessa lands. Það eru mikil tækifæri innan ESB þegar menn eru lausir við þá tollamúra sem nú standa í vegi fyrir fullt af hlutum. Ég sat í 15 manna hópi um daginn. fólk úr flestum flokkum og þar vildu 12 klára viðræðurnar og fá að skoða hvað í boði væri. ef þessir væru þjóðin þá væru 80% fylgjandi því að klára og fá að sjá hvað í boði verður. Ef ég tek bara þá sem koma við í prentsmiðjunni og ræða þessi mál þá erum við sennilega að tala um að talan sé nær 65% sem vill klára við'ræðurnar.
Ég skil ekki þessi hræðslu manna og sorgæegast þykir mér þegar það eru hægri menn sem láta svona ég sem hélt að við vildum frjálsa samkeppni og slíkt en það virðist því miður ekki vera. Sérstakt líka að sjá að menn virðast t.d. ekki gera sér grein fyrir stærð Samherja innan ESB. Við eigum kannski að slíta viðræðum við ESB og fara fram á að Samherji og önnur fyrirtæki sem eiga stöðvar erlendis loki þeim og einbeiti sér að því að vera bara á klakanum!!!! - mér þætti gaman að sjá það.
![]() |
Dauði viðræðnanna stórlega ýktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)