Að vera nafni einhvers!

Gaman að sjá þetta. Alltaf heiður þegar einhver/eitthvað er skýrt í höfuðið á manni. Það er bara þannig. Er samt alveg viss um að Bono hefur ekki misst svefn yfir þessu.

Varðandi hljómsveitina og plötuna  þá er spurning hvort hægt er að segja að Joshua Tree sé ei n af fyrstu plötum U2 þar sem hún er nú 5 stúdíóplata þeirra - og sumir vilja meina 6 platan þar sem að tónleika platan Under a Blood Red Sky kemur þarna á milli War og The Unforgettable Fire.

Ég sténd reyndar í þeirri meiningu að Joshua Tree nafnið sé dregið af plöntunni en ekki þjóðgarðinum, en það getur svo sem verið rangt hjá mér. Plantan sennilega samt í miklum mæli í Joshua Tree þjóðgarðinum.

e.s. er reyndar búinn að panta eintak af kngulónni til landsins


mbl.is Kóngulóartegund nefnd eftir Bono
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafmögnuð stemning í kringum Icesave

Icesave málið dettur ekki niður dautt svo mikið er víst. Nú er búið að hleypa straumi á málið á ný: Verður gaman að sjá hvort þessi straumur nær að tendra ljós einshversstaðar annarsstaðar en hjá okkur hér á klakanum. - Við getum þá kannski nýtt okkur það í að rækta túlípana til útflutnings!!!!!

.....rosalega verð ég glaður þegar það er komin niðurstaða í þetta blessaða mál.


mbl.is Vilja rafmagn upp í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband