Rafmögnuð stemning í kringum Icesave

Icesave málið dettur ekki niður dautt svo mikið er víst. Nú er búið að hleypa straumi á málið á ný: Verður gaman að sjá hvort þessi straumur nær að tendra ljós einshversstaðar annarsstaðar en hjá okkur hér á klakanum. - Við getum þá kannski nýtt okkur það í að rækta túlípana til útflutnings!!!!!

.....rosalega verð ég glaður þegar það er komin niðurstaða í þetta blessaða mál.


mbl.is Vilja rafmagn upp í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Æðsti löggjafi Íslands, íslenska þjóðin, hefur þegar komist að niðurstöðu sem er sú að ekki skuli vera ríkisábyrgð á innstæðutryggingunum.

Afstaða Hollendinga segir hinsvegar allt sem segja þarf um hvers vegna við eigum alls ekki að leggja slíkan sæstreng.

Þess má geta að EFTA-dómstólinn mun kveða upp úrskurð sinn vegna Icesave eftir slétta viku. Hann getur þó ekki úrskurðað um greiðsluskyldu, það getur aðeins íslenskur dómstóll dæmt á grundvelli íslenskra laga. Eins og áður sagði er löggjafin alveg skýr um að ekki skuli vera ríkisábyrgð á þessu.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2013 kl. 12:18

2 identicon

Er ekkert nýtt að frétta, Guðmundur Ásgeirsson? Bara ,,Copy/Paste"?

Hrönn (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 14:02

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það verður væntanlega eitthvað meira að frétta af þessu í næstu viku.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2013 kl. 16:40

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvar í ljöggjöf kemur skýrt fram að ekki sé ríkisábyrgð á innstæðum?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.1.2013 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband