23.1.2013 | 07:35
Ekki gott!!!
Ekki það að mér sé neitt sérstaklega uppsigað við neinn þarna í stjórn KSÍ en þá finnst mér að í svona samtökum eigi að eiga sér einhver mannabreyting hverju sinni. Einn til 2 aðilar að detta ut og aðrir að koma inn. Það á að vera hámarksseta í stjórn. og eftir það áttu að þurfa að víkja allavega eitt kjörtímabil en getur svo gefið kost á þér aftur. Nærð þá væntanlega inn aftur ef að áhugi þeirra er sitja þingið á aðkomu þinni að stjórn sambandsins er fyrir hendi. Finnst þetta nauðsynlegt til að halda ákveðnu flæði og ferskleika á starfi sambandsins. Þetta á að sjálfsögðu líka við um formannssætið líka. Hitt getur haft þau áhrif að þetta verið svona eins konar sjálfseignarstofnun einstakra aðila. Það er ekki gott og hreyfingin á fullt af góðu og frambærilegu fólki sem vel getur staðið í fremstu víglínu fyrir sambandið.
![]() |
Öll stjórnin tilbúin áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |