..hörmungar ástand - döpur afstaða

Já það hefur nú verið í umræðunni ansi lengi hér í Eyjum að neysla sé þó nokkur. Oft hefur manni verið bent á í umræðunni að hún sé nú meiri en mig gamla karlinn gruni - og eflaust er það rétt.  Klárlega kominn tími á að bretta upp ermar og sjá hvort ekki er hægt að sporna gegn þessu á einn eða annan hátt.

Íþróttafélögin, Framhaldsskólinn, Barnaskólinn og aðrir eiga náttúrulega að láta kanna þetta hjá sér.  Það á nú ekki einu sinni að þurfa að láta svona hluti gerast til þess að fólk sé á tánum. En því miður virðist oft þurfa eitthvað svona svo að mannskapurinn vakni til lífsins.

 Er í grunninn sammála Elliða en verð samt að viðurkenna að mér þykir ekki rétt hjá bæjarstjóra að reyna að gera minna úr ástandinu með því að segja að vandinn sé síst verri hér en annarsstaðar - til hvers er hann að viðra skoðun sína á því? Er ekki nóg að einbeita sér bara að því sem er í gangi hér innanbæjar án þess að vera að reyna að gera þetta þannig að við séum ekkert verri en aðrir - það er bara algjört aukaatriði. Engin ástæða til þess að vera að reyna að láta garðinn hjá öðrum líta illa út þó að það sé greinilega drasl í okkar garði. Er ekki rétt að taka fyrst til við eigið hús og einbeita sér bara að því?

 


mbl.is Segir að fólki sé nóg boðið í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband