...er biskupinn ekki jarðtengdur?

Slæmt þykir mér að lesa þetta og sjá að hinn mæti og mikilsmetni prestur Ólafur Jóhann fái ekki stöðuna með stuðningi biskups.  Án þess að kasta rýrð á aðra presta landsins þá verður ég að segja að ég held að fáir, ef nokkur prestur, hafi sungið sig jafn ljúflega inn í söfnuð sinn og Ólafur Jóhann hefur gert. Afskaplega heilsteyptur og skemmtilegur karakter þessi drengur og sóknarbörn hans eru svo sannarlega á þeirri skoðun líka.

Þykir ekki gott að sjá þetta mál fara í þennan farveg, þó hann sé kannski hinn rétti að mati biskups, en ég trúi því að sóknarbörnin munu hafa sitt í gegn og að biskup verði sáttur við þá niðurstöðu.

 


mbl.is Biskup hafnar tillögu um séra Ólaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband