Moldríka Vicki!

Henni hefur ekki dottið í hug að geggjunin í Gordon Brown hafi komið til eftir að Ísland ákvað að ábyrgjast að greiða honum eitthvað til baka? Ekki það að mér sé ekki sama þó að hún vilji ekki peninginn til baka ég er Guðs lifandi feginn, og við öll vænti ég.

Velti því fyrir mér hversu djúpt hún hefur sökkt sér ofan í málið en við eigum ekki að endurgreiða hinum enska ríkissjóði samkvæmt þessari elsku. Hver ætli áhrif hennar séu í Englandi, getur hún kannski tekið upp strokleðrið og breytt tölunum þannig að við eigum inni?

Við megum heldur ekki gleyma okkur í því að hafa farið á ataugum útaf því að um engin talaði okkar málstað erlendis í það að gleypa svo allt eins og það sé hinn heilagi sannleikur þegar einhver tjáir sig. Auðvitað er fullt af fólki sem er okkur velviljað þarna úti, sumt af heiðarleika, sumt útaf pólitík jafnvel. En stjórnvöld þessa þriggja landa gerðu með sér samkomulag eftir að Ríkisstjórn Geirs H Haarde með ágætis fólk!!! innanborðs ábyrgðist að greiða til baka lágmarkstryggingu, hvort sem það var samkvæmt lögum eða ekki, þá ábyrgðust menn það. Það þarf að fara að fá botn í það hver sú tala á að vera. Vonandi sem lægst því við þurfum á hverri krónu til að glíma við okkar vandamál t.d. gjaldþrot okkar eigin seðlabanka, og eins og það sé ekki nóg.


mbl.is Telegraph: Engin ástæða til að Íslendingar greiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Henni hefur ekki dottið í hug að geggjunin í Gordon Brown hafi komið til eftir að Ísland ákvað að ábyrgjast að greiða honum eitthvað til baka?"

 Það er sem betur fer ekki rétt hjá þér. Breska og Hollenska ríkið hlupu strax undir bagga fyrir innistæðu eigendur og greiddu þeim. Það er í rauninni ein af þeim sjónarmiðum sem Íslendingar hafa gegn því að greiða þetta til baka, því í fyrsta lagi greiddu stjórnvöld þessara landa innistæðu eigendum meira en átti að gera samkvæmt lögum, þ.e upp í 100.000 Evrur í stað rúmlega 20.000 Evra eins og tiltekið var í tilskipun. Þetta er ein af þeim ástæðum fyrir því að samningurinn um IceSave er talinn ósanngjarn að þessu leiti.

1. Samkvæmt IceSave samkomulaginu, eigum við Íslendingar að greiða þeim að fullu til baka þeirra útgjöld vegna þessa máls. Þ.e mun meira en okkur bar að gera samkvæmt lögum. 

2. Breska og Hollenska ríkið tóka ákveðna áhættu þegar að þeir hlupu strax undir bagga og er jafnvel mjög líklegt að það hafi verið þeim óheimilt að Evrópurétti þ.e lagalega.

Þetta eru fá af mörgum lagalegum rökum sem Íslendingar eiga. Eins og prófessor í Alþjóðarétti frá Cambrige skóla sagði í gær, er í raun mikið sem bendir til þess að Bretar og Hollendingar myndu tapa máli gegn Íslendingum ef dómstólaleiðin væri farinn. Þetta vita þessar þjóðir og er ein af ástæðum þess að þeir vilja ekki neina fyrirvara um dómstólaleið í samninginn.

 Það sem er meira merkilegt núna í dag er að það virðist vera forstinn sjálfur sem er að takast að leiðrétta allan misskilning í þessu máli erlendis okkur íslendingum í hag, sem er í rauninni alveg ótrúlegt. Það hefur einmitt átt að vera í verkhring ríkisstjórnarinnar að gera það. Eina sem ég hef séð af meðlimum ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlum hérna í Hollandi, gerir ekkert annað en að eyðileggja málstað okkar íslendinga.

 Ég kenni Jóhönnu Sigurðardóttur aðalega um slæm viðbrögð Hollendinga fyrsta daginn sem Forsetinn synjaði lögum staðfestingu. Það sem hú n sagði um málið við Hollenska fjölmiðla var bara til þess að valda meiri misskilning og í raun harðari viðbrögð hjá þeim. 

SAL (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 09:51

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já forsetinn hefur hreyft vel við málum. Minn skilningur var að menn væru að sækjast eftir þessum 20.000 evrum, reyndar með ágætum vöxtum., eins og kveðið er á um í þessum lögum. Menn ábyrgðust allar innistæður Íslendinga en 20.000 þeirra á tréklossunum og í símaklefunum.

Sá einmitt að prófessorinn í Cambridge kom fram í dagsljósið með þetta og líkurnar á sigri þeirra stóru ekki eins afgerandi og mennhafa haldið fram, en samt nokkrar.

En menn (ríkisstjórn) ábyrgðist að greiða eitthvað til baka og menn verða að standa við það vilji menn öðlast trúverðugleika í hinu alþjóðlega umhverfi - þó svo að það sé sárt.  ...þar stendur hnífurinn í kúnni ekki satt. Ég heyrði í þingmanni um daginn sem ekki var partur af samkomulaginu sem var gert og á þetta atriði lagði hann áherslu. Menn höfðu lofað að greiða og það liti ekki vel út af svíkja það.

Og í raun höfum við þegar samþykkt að greiða þessa upphæð 20.000 en vaxtakjör og annað í samningnum óásættanlegt að margra áliti.

Gísli Foster Hjartarson, 9.1.2010 kl. 10:04

3 identicon

Þeir sækjast eftir 20þúsund evrunum en mundu að síðan taka þeir stóran skerf úr landsbankanum til að borga það sem þeir ákváðu sjálfir að borga umfram 20þúsund evrurnar.

 Ég vill líka benda þér á að prófessorinn sagði að það væru allavega 40% líkur að Ísland myndi vinna málssókn. Það merkilegasta var samt sem áður að það væru nánast engar líkur að Ísland myndi borga meira heldur en þessi samningur gerir ráð fyrir.

Þetta gerir það að verkum að það er mun betra að fara fyrir dóm og tapa málinu því þá getum við borgað til baka í krónum. Þetta er auðvitað mun betra fyrir það leiti að við getum að minnstakosti prentað krónur ef til þess kemur(þó auðvitað sé það ekki gott vegna verðbólgu) og það sem betra er að þessar krónur myndu festast í höftunum og í raun einungis bætast á jöklabréfin. Síðan brenna þessar krónur upp í gegnum verðbólgu... Þó þetta sé ekki einungis jákvætt(t.d. höftin þurfa að vera lengur) þá gefur þetta ríkisstjórninni aðgerðir til að vinna á stöðunni í stað þess að vera algjörlega fucked ef eitthvað fer úrskeiðis.

Gunnar (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 11:08

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já minn skilningur réttur varðandi að elta þessar 20 þús. evr. En mikill vill auðvitað alltaf meira - á það ekki alltaf við bæði hjá okkur og öðrum.

Já er sammála þér prófessorinn var góður og bennti á góða punkta ef að þeir ganga eftir þ.e.a.s.

Auðvitað væri gott að geta greitt þetta í krónum, helst klinki!!!

Næstu skref verða áhugaverð, og við verðum að vona Gunnar að þjóðin verði ekki algjörlega fucked í þessu máli - næg eru nú vandamálin samt sem áður. Verður líka forvitnilegt að sjá hver stuðningurinn við málstað megnsins af almenningi verður á næstunni, erlendis þ.e.a.s. - hvenær byrjar svo erlenda embættismanna kerfið að tjá sig? Þeir hljóta að vera að naga blýanta þessa stundina og hvað svo?  Við bara bíðum.  Lagaleg þekking mín á þessum málum er næsta engin og því erfitt að skera úr um suma þessa hluti - og því er það ykkar sem meira eruð á kafi i þeim þáttum að fræða okkur hin. EN er það ekki í þessu eins og öllu öðru að sitt sýnist hverjum, dómurum líka, og því gæti þetta farið allavega? Samstaða annarra þjóða, annarra en breta og Hollendinga,  gegn okkur getur náttúrulega haft alvarlegar afleiðingar.

Gísli Foster Hjartarson, 9.1.2010 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband