9.1.2010 | 12:32
Bjarni og Ólafur Ragnar
Gamli tuðrusparkarinn úr Stjörnunni hefur talað. Ánægður að menn skuli stíga fram og tjá sig. Ekki vanþörf á því hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins. Ágætis ræða hjá honum hann segir að við eigum aðra kosti, sá hann samt ekki nefna þá kosti, sérstakt að gera það ekki, þegar þjóðin sem að hann þráir að vera í forsvari fyrir er í vanda - nóg um það.
En ég hjó eftir þessu hérna:
"Hann segir að forsetinn hafi ekki átt neinn annan kost en að hafna því að skrifa undir lögin til þess að vera samkvæmur sjálfum sér".
Það má vel vera rétt en er Bjarni Benediktsson samkvæmur sjálfum sér? Eða snýr hann sér á þá hliðina sem þægilegast er hverju sinni.?
Bjarni: Eigum aðra kosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.