Að vera með óráði

Ég minnist þess ekki að Ragnar Árnason hafi stigið fram í dagsljósið í hinu svokallað góðæri og talað um að nú væri lag að hækka skatta til mögru áranna. En nú má ekki hækka þá? Hvenær á þá að hækka þá? Ragnar er kannski einn af þeim sem vill hafa allt í toppstandi en borga jafnframt enga skatta?

Auðvitað er alltaf hart að taka á sig hækkanir, nema kannski launahækkanir, en þetta er eliðin sem að menn virðast ætla að fara núna og kannski verður það til góðs það mun tíminn leiða í ljós.

Margir hafa skrifað greinar og gagnrýnt skattakerfið sem var í gangi hér og talið það arfravitlaust og talið þetta skárra - þannig að sitt sýnist hverjum.

En það er með íslendinga í þessu eins og öðru þeir vilja fara sem billegast út úr þessu en á kostnað annarra.

Menn geta endalaust þrætt um skatta og skattkerfi og ég tel mig nú ekki sérfræðing á sviði skattamála en mér líst betur á þetta kerfi en það sem fyrir er varðandi skattlagningu einstaklinga t.d. EN auðvitað er ekkert skattkerfi hnökralaust.


mbl.is Óráð að hækka skatta í kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lítil rök í þessu hjá þér.

Óskar (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 13:05

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Kannski að það varpi ljósi á málið að skoða þetta skjal.

Haraldur Hansson, 12.1.2010 kl. 13:14

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Takk kærelga fyrir þetta Haraldur. Alltaf á tánum. Gögn af fundinum. Takk

En það er líka klárt að það þarf að skera mikð niður hjá hinum opinbera og meira en er að gerast. Öllu bruðli á að sleppa en ég er viss um að það leyfist en ansi víða. Það er stundum eins og fólk gleymi að þetta er sameiginlegur sjóður okkar allra.

Gísli Foster Hjartarson, 12.1.2010 kl. 13:44

4 Smámynd: Reið kona

Fyrir nokkrum árum fór ég til Kúbu. Ekki var nú lifistandarinn hár þar. Samt gætti nokkurrar öfundar hjá mér. Ég taldi mér trú um að þar lifði fólkið í samræmi við raunverulegan efnahag þjóðarinnar. Það höfum við ekki gert í marga áratugi. Hér hefur allt verið falsað sem hægt er að falsa. Mesta falsið liggur í kolröngu gengi og endalausri erlendri lántöku. Þess vegna bregður okkur svona illa nú, þegar botninn er dottinn úr öllum falsspámönnunum.

Reið kona, 12.1.2010 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.