Velkominn í hópinn!

Hversu margir hafa ekki varað við á Íslandi en ekkert á þá verið hlustað? Ekki bara varðandi Icesave heldur allt mögulegt er tengist hruninu.....já og ýmsu öðru ef út í það farið

Gott að vita til þess að Framsóknarflokkurinn hafi varað við í einu og öllu. En er Sigmundur Davíð, dimmraddaða barnið eins og gárungarnir kalla hann, hissa þó að þjóðin sé búin að fá nóg af því að hlusta á Framsóknarflokkinn?  Vissulega er komið þarna nýtt lið í forustu en það tekur tíma að öðlast traust bæði hjá samherjum og ekki síður hjá andstæðingum. En heiðarleg framkoma færir mann oftast nær almennri virðingu. Menn þurfa að hafa það á hreinu.

Sigmundur Davíð má heldur ekki vera hissa þó að þjóðin hrissti stundum höfðuð þegar Framsóknamenn yfir höfuð tala. Dóri frændi stóð nú í brúnni í græna búningnum þegar menn sigldu úr höfn til móts við einkavinavæðinguna margrómuðu sem öllu átti að redda, ja eða allavega þeim sem voru í réttum búning. Skipið er ekki en komið í höfn en er vélarvana út á ballarhafi og marrar þar í hálfu kafi!!!

Ég vil samt hvetja Sigmund Davíð til að halda áfram að berjast fyrir sínum málum af heiðarleika og festu. Með hag þjóðarinnar að leiðarljósi en ekki einhverja sérhagsmuni. Við erum búin að fá nóg af því ... tala nú ekki um frá þínum flokki.

Við Sigmund Davíð vil ég segja sem og aðra pólitíkusa, já og bara fólk almennt, að það er gott að efast um eigið ágæti.


mbl.is Vöruðum við en ekki var hlustað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Bjarnason

Þessi maður er ekki mjög sannfærandi, enda hreint afsprengi spillingarinnar.

Faðir hans raðaði fjölskyldunni allri á Kögunar jötuna.

Enda var hann að tryggja dreifða eignaaðild !!!

Svavar Bjarnason, 13.1.2010 kl. 14:13

2 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Það er spurning hvort hægt sé að notast við "gömlu" flokkana ef ekki dugar að skipta öllum mannskapnum út eins og Framsókn hefur gert.

Það er greinilega þörf fyrir lýðræðislegan óSpilltan stjórnmálaflokk hvort sem hann er byggður frá grunni eða innanúr "gömlu" flokkunum.

Axel Pétur Axelsson, 13.1.2010 kl. 15:06

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Svavar nokkuð til í þessu hjá þér, dimmraddaða barnið er vel tengt þessu fjöri.

Axel Pétur held að það sé klárlega þörf fyrir nýju afli, helst byggðan frá grunni. Ætli svoleiðis afl yrði lengi að fara í sömu hjólför og gömlu flokkarnir? Það er hættan

Gísli Foster Hjartarson, 13.1.2010 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband