Karlinn kominn af skíðum?

Kristján Möller kominn í hús? Það er gott og að hafna þessari tillögu hefði verið aleg út úr kú þannig séð. Hentar betur gagnvart íþróttakrökkum sem eru á ferð og flugi á þessum árstíma um helgar. En kannski er nú samt jákvæðasti punkturinn í þessu að áhöfnin getur sofið út einn dag í viku með þessu fyrirkomulagi, það veit ég að margar eiginkonur munu fagna því að karlar þeirra geta kannski vakað fram yfir 11.30 á föstudagskvöldum næstu 3 mánuði og eins og það sé ekki nóg þá get karlar nú tekið að sér að vaska upp eftir kvöldmatinn á miðvikudögum þegar skipið fer bara eina ferð!!!!
mbl.is Fellst á tillögu Eyjamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Er ekki kominn tími til að við áttum okkur á því hvaða ár er og að við höfum tæknina til þess að gera geng á milli lands og eyja.

Ríkið ætti að stofna félag, kaupa vélar og virkja þá tólf þúsund einstaklinga sem eru án atvinnu og bora í gegn. Ef göng eru ekki físilegur kostur vegna jarðlaga þá er búið að þróa aðra tegund af göngum, litlir hlutar eru steyptir í landi, færðir með þess til gerðum skipum á áfangastað og svo sökkt, hlutarnir eru svo tengdir saman. Úr þessu verður stokkur á sjávarbotni sem nýtist sem göng.

Verður að hætta hugsa eins og við getum ekki gert svona hluti þegar það er verið að gera þá út um allann heim.

Tómas Waagfjörð, 13.1.2010 kl. 19:22

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Margir hafa verið með svipaðar pælingar og þú Tómas. Þetta er allt hlutir sem að má spá í. eins sem ég hræðist með göng á þessu svæði er eldvirkni og jarðskjálftar, kannski er ég bara svona skrýtinn. EN væntanlega eiga menn eftir að spá betur íþetta og byrja af krafti þegar búið er að koma höfninni í gagnið í Bakkafjöru. Ég hef enga þekkingu á þessu en þessir þættir sem ég nefni hér að framan er það sem ég hræðist í þessu, og þá aðallega með vangaveltur um það manntjón er gæti orðið. EN að sjálfsögðu er ekkert öruggt í lífinu ......ja nema dauðinn

Gísli Foster Hjartarson, 13.1.2010 kl. 19:44

3 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Ef ekkert er gert vegna þess að einhverjir hörmungar gætu mögulega skeð til að skemma það þá hefðum við aldrei byrjað á að byggja okkur einhverskonar hús/skýli.

 Ef við hræðumst skjálfta, þá byggja sterkar svo það skemmist ekki.

En á móti móður náttúru er lítið hægt að gera, engin ástæða til að stoppa framfarir vegna einhvers sem gæti hugsanlega skeð.

Tómas Waagfjörð, 13.1.2010 kl. 20:18

4 identicon

Er ekki löngu kominn tími til að við á Íslandi áttum okkur á að við erum aðeins þrjú hundruð þúsund hræður, en ekki 30 milj. eins og margir virðast halda. Þetta tal um göng undir sjávarmál frá landi og á eyju sem er virkt eldfjall, og á búa fjögur þúsund hræður, er náttúrlega algert kjaftæði, eins og öll þessi vitleysa, Héðinsfjarðargöng, Óshlíðargöng, og margt fleira sem er alveg út úr kú fyrir smáþjóð. Nær er að flytja fólkið í burtu frá þeim stöðum sem vonlaust er að búa á og þétta byggðina. Það er framtíðin!!!

Janus (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 21:50

5 identicon

Janus er örugglega vestfirðingur.

Rafn (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 22:45

6 identicon

Eða norðlendingur eda kannski austfirðingur. Allaveganna er hann ílla upplýstur varðand þjóðvag 1. Hringveginn. Mikill miskilningur, minn eða hans. VESTMANNAEYJAR eru hluti af´þjóð og hafa í gegnum áratugi verið verðugur þátttakandi i þjóðarframleiðslu og gjaldeyrisöflun Íslands. Hvað er að, 4.000 HRÆÐUR. Hvernig væri að kíkja á forfeður þína og bera þá virðingu, fyrir hvað þeir hafa gert fyrir okkur!!!!!!

Rafn (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 23:00

7 identicon

Göng eru held ég ódýrari í rekstri en núverandi Herjólfur, eða er ég á villigötum?

Allavega er þetta bara spurning um hvenær en ekki hvort.

Janus, ég myndi alveg samþykkja rök þín, ef bíóin, miðbærinn, Háskólinn og Alþingi væri flutt til Vestmannaeyja:p

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 23:09

8 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Janus, ef færeyjingar geta það, þá getum við það.

Best er að ekki vera bull eitthvað raus út í loftið án þess að hafa neina einustu glóru um hvað þú ert að babbla.

Tómas Waagfjörð, 14.1.2010 kl. 00:49

9 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Hér er það sem ég setti á annað blogg, bara svona fyrir Janus.

Var í færeyjum í fyrra, væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að ég komst að einni snilld sem þeir hafa komið í framkvæmd.

Færeyjingar eru með markmið um að tengja saman allar eyjar og byggðarból með göngum. Þeir byrjuðu á að byggja ein göng sem rukkað var í, peningurinn sem safnaðist var svo notaður til að byggja önnur göng sem var rukkað fyrir að nota, peningarnir notaðir til að byggja önnur göng, og svona gengur það koll af kolli þar til þeir hafa byggt þau göng sem þeir þurfa/vilja.

Ef við hefðum fólk við stjórnvölinn sem hefði eitthvað í kollinum annað en að koma sínum að í stöður þá gætum við gert það sama.

En sorglegur sannleikur er að við erum  of föst í markaðshyggjunni til að geta gert nokkuð svona, þaðð má aldrei gera neitt nema einhver vinur geti grætt á því.

Tómas Waagfjörð, 14.1.2010 kl. 00:52

10 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Hver ert þú Janus? Viltu ekki upplýsa okkur um það hver þú ert í raun og veru? Hvað heldur þú að miklir fjármunir hafi runnið í ríkiskassann frá Vestmannaeyjum á undanförnum áratugum, já eða frá Siglufirði á síldarárunum og fram á þennan dag? Eða frá vestfjörðum þar sem enn er ekki vegasamband á milli suður og norðurfjarða nema vegaslóði sem ófær er mestan hluta ársins og aðeins fær yfir hásumarið. Hvað heldur þú að Vestfirðingar hafi lagt til þjóðarbúsins síðustu áratugina? Fyrir hvaða peninga heldur þú að Breiðholtið í R-vík hafi verið byggt?

Einhverja peninga sem uxu á trjám í bönkunum eins og útrásarvíkingarnir trúðu á? Nei vinur minn, þeir peningar urðu til í höndum fólks sem vann hörðum höndum að því að afla hráefnis og framleiða vöru sem hægt var að selja öðrum þjóðum fyrir beinharða peninga. Á Vestfjörðum, í Eyjum, á Siglufirði, Raufarhöfn, Seyðisfirði o.sv.frv. í smæstu krummaskuðum um land allt.

Ljóst er á skrifum þínum að þú ert ekki upplýstur um hvaðan og hvernig þessi þjóð aflar tekna og hefur örugglega aldrei migið í saltan sjó heldur verið mataður frá fæðingu. Ert semsagt fæðingarfífl eins og við köllum það. 

Siglfirðingar hafa lengi átt það inni hjá þjóðinni að vegasambandi yrði komið á við þeirra byggðalag og það sama gildir um Bolvíkinga og aðra Vestfirðinga ásamt Vestmannaeyingum og fleiri byggðalögum á landsbyggðinni.

Sannleikurinn er sá að Héðinsfjarðagöng er a.m.k. 20 árum of seint á ferðinni og það sama má segja um Óshlíðargöng og aðrar vegaframkvæmdir á Vestfjörðum.

Áttaðu þig á þig á því að ef íbúi á Patró þarf að komast á Ísafj. um vetur þarf hann að aka u.þ.b. sömu vegalengd og er á milli R-vík og Þórshafnar á Langanesi (600-700 km) þó stysta vegalengd þarna í milli sé innan við 100 km.

Hvað fyndist þér um það að þurfa að aka þá vegalengd að vetri til, til að reka þín erindi? Nei vinur minn., þú ættir að endurskoða þetta álit þitt eða halda þér annars saman. 

Viðar Friðgeirsson, 14.1.2010 kl. 02:08

11 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

P.s. Fyrirgefðu "Forsetinn í þokunni" að ég skuli nota þína síðu fyrir þennan lestur yfir Janusi. Áttaði mig bara ekki á því í hvaða umhverfi ég var og gat ekki stillt mig þegar ég las athugasemdir hans, svo yfirþyrmandi hrokafullar og lítilsvirðandi þær eru fyrir íslenska þjóð.

Viðar Friðgeirsson, 14.1.2010 kl. 02:23

12 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Þetta er alveg spot on hjá þér Viðar og mikið helv er það nú sorglegt að sjá hve margir íslendingar halda að peningarnir verði til í verslunum í reykjavík og að landsbyggðin sé til trafala. Það var mikið spaugað með þetta þegar ég bjó á ólafsfirði á uppvaxtarárum, og ekki fyrr ég þegar ég flutti til rvk að ég sá að það var satt, sorglegt.

Tómas Waagfjörð, 14.1.2010 kl. 06:03

13 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Viðar ekkert að því að tjá sig á blogginu - bara ekki neitt þó svo að það sé á mínu væði. Vertu ávallt velkominn, gaman að fá þig í heimsókn.

En sjáður til þó svo aðþú viljir kannski að ég verði forsetinn í okrunni þá kann ég betur við Fosterinn í þokunni - he he - en takk fyrri gott innlegg, ég sé að við erum að mestu sammála þarna.

Thomas Waagfjörð hefur líka komið sterkur inn, tengi nú nafnið Waagfjörð Eyjum en kem ekki pilti fyrir mig.

Eigið þið góða helgi þið er hér hafið tjáð ykkur

Gísli Foster Hjartarson, 15.1.2010 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.