Með hreinum ólíkindum

Það verð ég að segja í fullri hreinskilni að það er til háborinnar skammar að ríkið skuli ekki vera búið að ganga frá samningum um rekstur ferjunnar eftir að búið verður að taka Bakkafjöruhöfn í gagnið. Það er ekki eins og þetta hafi verið að skella á í gær eða fyrradag. Hér er fólk búið að velta þessu fyrir sér í fleir fleiri mánuði og orðið nokkuð pirrað, vægast sagt þegar um suma er að ræða.

Allar þessar forsendur sem ráðherrann ræðir um hafa verið fyrirsjáanlegar árum saman og eiga ekki að hitta hann og hans fólk í höfuðið. Er þetta kannski fólk sem lætur jólin alltaf taka sig í bólinu?

Þetta er ekki flókið við þurfum að fá þetta á hreint og það strax. Það er í þessu eins og svo mörgu öðru að hik er sama og tap. Möllerinn tapar hér öllum sínum stuðningi ef hann fer ekki að landa þessu. Taktu af þér lopavettlingana vinur og kláraðu þetta, ég treysti á þig.

 


mbl.is Reynt að semja um tilraunarekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

tapar öllum sínum stuðningi!!! Er einhver heilvita maður í eyjum sem styður Kristján Möller?? Það hefur ekkert annað en niðurskurður komið frá honum gagnvart eyjum frá því hann tók til valda, nb. það var búið að ganga frá öllu varðandi landeyjarhöfn áður en hann varð samgönguráðherra.

Halldór (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 20:37

2 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Var í færeyjum í fyrra, væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að ég komst að einni snilld sem þeir hafa komið í framkvæmd.

Færeyjingar eru með markmið um að tengja saman allar eyjar og byggðarból með göngum. Þeir byrjuðu á að byggja ein göng sem rukkað var í, peningurinn sem safnaðist var svo notaður til að byggja önnur göng sem var rukkað fyrir að nota, peningarnir notaðir til að byggja önnur göng, og svona gengur það koll af kolli þar til þeir hafa byggt þau göng sem þeir þurfa/vilja.

Ef við hefðum fólk við stjórnvölinn sem hefði eitthvað í kollinum annað en að koma sínum að í stöður þá gætum við gert það sama.

En sorglegur sannleikur er að við erum  of föst í markaðshyggjunni til að geta gert nokkuð svona, þaðð má aldrei gera neitt nema einhver vinur geti grætt á því.

Tómas Waagfjörð, 13.1.2010 kl. 20:53

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Halldór það er ég viss um að Kristján nýtur stuðnings sumra rétt eins og aðrir þessir fuglar sem á þingi sitja, já alveg eins í Eyjum eða annarsstaðar. Það var nú ekki búið að ganga frá öllu varðandi Landeyjarhöfn þegar hann tók við umdaginn var veri að ganga frá varðandi mannvirki þarna og fleira þó hann eigi ekki hugmyndina megum við ekki taka af honum það sem hefur verið gert eftir að hann tók við embætti, þæo svo að við séum ekki alltaf sátt við kappann.

Halldór get tekið heilshugar undir með þér að stærsti galli allrar íslenskarar stjórnsýslu eru helv... vina og ættingja vinnubrögðin.

Færeyingar hafa sýnt mikin dug og gert ótrúlega hluti, við erum ekki að fara ða gera þá á næstunni. Hér hefur miklu frekar verið lenskan að vilja fá allt fyrir ekki neitt.

Gísli Foster Hjartarson, 13.1.2010 kl. 22:43

4 identicon

Það óhuggulega í þessu er að samkvæmt fréttinni ætlar Herjólfur að sigla á milli Þorlákshafnar og Landeyjahafnar: "Stefnt er að því að Landeyjahöfn verði tilbúin 1. júlí og að Herjólfur sigli þá þangað í stað Vestmannaeyja"

Snorri Jónsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.