Ekki bara útrásarvíkingar...

...sem á að loka inni? Ótrúlegt að menn sem taldir eru vera komnir til vits og ára skuli tala svona og í mínum huga segir þetta meira um Pat Robertsson en fleiri orð af minni hálfu.
mbl.is „Haíti-búar sömdu við djöfulinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er kristni maður... ekki vera svona hissa

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 09:38

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

he he - en þeir sem ég þekki og eru taldir "mjög trúaðir" láta ekki svona

Gísli Foster Hjartarson, 14.1.2010 kl. 09:53

3 Smámynd: 365

Þetta eru einmitt mennirnir sem ættu að lesa meira í ritningunni.  Þeir dæma sig sjálfir, en það eru milljónir manna sem taka svona falsspámenn trúanlega.

365, 14.1.2010 kl. 10:08

4 identicon

Allir spámenn eru falsspámenn...

Þó þið sjáið krissa í einhverjum væmnum hallelújasöng þá er það bara vegna þess að þeir þekkja ekki bókina sína... það er eitthvað skrítið við fólk sem syngur lofsöngva til ímyndaðs fjöldamorðingja... fjöldamorðingja sem á að hafa myrt allan heiminn, myrt ótal börn, lagt fyrir að skera bönr úr móðurkvið og slá þeim við stein... dissa þetta allt vegna þess að menn telja sig fá eilíft líf í lúxus.

Omega láta svona líka, þegar jarðskjálftar komu hér á klakanum, hrun íslands.. guð er að hefna sín.
Þetta er geðveiki sem er sett undir fancy nafn, trúarbrögð.. en þetta er samt geðveiki

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 10:16

5 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Tráurbrögð og leiðtogar þeirra hafa aldrei gert nokkuð gott, ekkert nema slæma hluti.

Pérsónulega skil ég ekki af hverju viti botið fólk skuli finna þörf hjá sér til þess að eltast við trúarbrögð.

Ef þú trúir á eitthvað, Guð, Allah, Búdda eða jólasveininn, af hverju geturðu ekki talað við þinn guð í einrúmi, af hverju þarf fólk alltaf að finna einhvern geðsjúkling til að elta og láta segja sér fyrir verkum.

Ef fólk er gott þá gerir það góða hluti og það skiptir engu máli hvar það fæðist og hverju það trúir. Sama gildir um fólk sem er ekki alveg eins gott.

Kristnir menn fóru um heiminn og slátruðu milljónum til þess að ræna auðævum undir því yfirskini að frelsa það og gera það kristið.

Og gera það enn þá daginn í dag, samanber G Bush og BNA þegar Bush sagðist hafa talað við guð og að hann ætti að frelsa heiminn undan oki einræðisherra og hryðjuverkamanna. 

Venjulega er fólk sem telur sig vera að tala við einhvern sem enginn sér sett á viðeigandi stofnun fyrir andlega sjúkt fólk. Nema þegar kemur að trúmálum, þá eru svona geðsjúklingar bornir á höndum annarra geðsjúklinga og dýrkaðir.

Fólk er yfir höfuð fífl og gerir sér enga grein fyrir því og þess vegna er nær enginn möguleiki fyrir það að breytast. En sem betur fer er hver einasta kynslóð sem fæðist upplýstari og upplýstari og gerir sér grein fyrir þessu, og hugsar sjálfstætt og rökrétt.

Tómas Waagfjörð, 14.1.2010 kl. 10:26

6 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Gleymdi að koma því inn, en G Bush sagði í raun að hann hefði talað við guð og guð hefði svarað og talað við hann til baka. meina komon, wake up, smell the nonsense.

Tómas Waagfjörð, 14.1.2010 kl. 10:29

7 identicon

Trúarbrögð eru forn stjórntæki og heimska manna... + sjálfselska

Ég er með ágætt videó um þetta í samhengi geðveikinnar í trúarbrögðum
God Love born of terror
http://doctore0.wordpress.com/2010/01/13/pat-robertson-using-haiti-disaster-to-sell-his-imaginay-mass-murdere-in-the-sky/

Ég má ekki blogga á mbl því sjálfstæðisflokkurinn vill halda íslendingum sem heimskustum.. og láta þá treysta á Sússa og aðra yfirnáttúru :)

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 11:09

8 identicon

Ojá karlinn.  Þú segir akkúrat það sem ég er að hugsa Tómas.
Og ég held því álvalt fram að trúarbrögðin hafa hamlað þróun mannkyns um aldaraðir.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 11:16

9 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Jón Ingi, það er alveg deginum ljósara að trúarbrögð hafa haldið aftur af þróum okkar í árþúsundi.

Allir þeir sem komu með einhverja þekkingu voru sagðir villutrúarmenn og drepnir eða fangelsaðir, allt það sem gat skekkt kenningar kristni til dæmis var eyðilag.

Á þessari öld er ennþá verið að kenna í skólum í flestum fylkum í BNA að guð hafi skapað heiminn á nokkrum dögum og þróunarkenningin er bönnuð og kennarar sem minnast á það eru reknir og sviptir réttindum.

Og þetta er fólkið sem á að vera leiðandi í heiminum, stórhættulegir öfgamenn.

Sorglegt en satt.

Tómas Waagfjörð, 14.1.2010 kl. 13:47

10 identicon

Það væru eflaust mannaðar ferðir til Mars.. mörg stórkostleg vísindaafrek ef kristni hefði ekki verið til staðar.
Ég ætla ekki að mæla með múslímum en þeir björguðu mikilli þekkingu frá glötun þegar krissarnir gengu yfir jörðina og drápu allt sem fyrir varð, brenndu bækur og myrtu menn....
Þeir sem styðja kristni og eða aðra hjátrú, þeir eru óvinir mannkyns

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.