Að vita ekkert í sinn haus!

Þetta er náttúrulega með ólíkindum. Trúi því ekki að menn eigi að komast upp með svona bull og vitleysu. Ég er ekki hissa þá að þetta eignarhaldsfélag, já og fleiri, hafi farið á hausinn ef að þetta voru vinnubrögðin sem voru viðhöfð. Ekkert fært til bókar eða neitt. Menn hljóta að geta komist yfir eitthvað af færslum á þessum peningum - trúi ekki öðru.

Hjá þessu starfsfólki og eigendum snýst þetta örugglega meira um að vilja ekki segja frá frekar en að vita ekk.  Ætli það gæti hjálpað þeim að gista í einangrun í nokkra daga?


mbl.is Óvíst hvert milljarða lán fóru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í hinum siðmenntaða heimi myndi þetta falla undir glæpsamleg vanrækslu og er Enron nærtækasta dæmið um það hvernig stjórnendur voru meðhöndlaðir vegna vanrækslu sinnar gegn almenningi og hluthöfum fyrirtækisins.  Við ætlum varla að láta menn komast undan ábyrgð sinni, er fyrst of fremst liggur hjá kjörinni stjórn félagsins og síðar framkvæmdastjórn þess, með það í huga að við bara gleymdum ábyrgð okkar er varðar rekstur fyrirtækisins, þ.m.t. að færa bókhald og að gera viðeigandi samninga m.a. lánasamninga skv. gildandi lögum og reglum.  Ef menn sleppa undan ábyrgð er þetta varðar þá er eitthvað mikið að hjá okkur?

Lifið heil og áfram sjálfstæð hugsun með frjálsum vilja,

Atlinn

Atli (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 11:42

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Tek heilshugar undir með þér Atli það er vægast sagt bogið ef að menn láta sér þessi svör, sem virðast hafa verið gefinn, nægja.

Gísli Foster Hjartarson, 14.1.2010 kl. 11:59

3 Smámynd: Sigurður Helgason

Enga öfund þó þið séuð ekki í hópi hina vammlausu

eru sumir ekki gefnar upp sakir, þó aðrir verði að hanga með bómanna alla tíð,þið eruð ekki réttu megin í lífinu það er víst.

Munið að kjósa rétt strákar og stelpur þá eigið þið von

Sigurður Helgason, 15.1.2010 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.