Hún er öflug kerlingin!!

Maður er ekki hissa þó að þessi elska pirri marga hér og þar með yfirlýsingum sínum innsæi og hnitmiðuðum skotum. Oft á tíðum er hún að tala um það sem almenningur sér en stjórnmálamenn eru löngu dottnir úr sambandi við þar sem að þeir virðsit gleyma sér í að skoða bara blettinn sinn. Rétt eins og maðkarnir þeirra séu betri en okkar hinna. Þeir eru ekki betri en þeir hafa meiri eyðileggingarmátt svo mikið er víst. Joly vinnur út frá því að reyna að virkja bestu ormanna úr hverjum garði til að vinna saman en það hefu raldrei tekist í íslenskri stjórnmálasögu.

Gott að hún er öflug. Hún fær nú svo sem líka borgað frá okkur fyrir það!!!!! ....og má vel fá góðan bónus ef upp kemst um glæpsamleg svik og pretti.


mbl.is Joly: Norðmönnum ber að aðstoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Gísli

Ég las þess grein hennar á norsku. Þessi grein hennar er hreint mögnuð. Þessi grein mun snerta strengi í hjörtum margra Norðmanna.

Þetta er tímamótagrein á Norðurlöndunum í þessari Icesave umræðu.

Með þessari grein er Eva Joly búinn ekki bara búin að stilla öllum forystumönnum Norðmanna upp við vegg heldur einnig öllum forystumönnum hinna Norðurlandanna.

Ég fer brosandi inn í helgina.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.1.2010 kl. 13:13

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Fyrst hún kemur þér í svona gott skap Friðrik þá ætla ég að stauta mig í gegnum hana - hlýt að hafa það af.

Takk fyrir innlitið og eigðu góða helgi

Gísli Foster Hjartarson, 15.1.2010 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband