Ys og þys útaf engu?

Verð nú að viðurkenna að stundum hef ég gaman að því sem menn segja í ”hita” leiksins og þegar frá líður verða þessi orð svo lítil og ómerkileg að það hálfa væri nóg. Nú sýður á einhverjum útaf bréfi samgönguráðherra, sem ég ætla ekki að birta, en má sjá hér. Það sýður á ráðherra útaf  skeytum Elliða bæjarstjóra í garð hans og samgönuráðuneytisins.

Elliði bæjarstjóri hefur látið hafa eftir sér t.d.:

·  „Með þessari ákvörðun er ráðherra að færa samgöngur við Vestmannaeyjar aftur um rúmlega hálfan áratug. Við höfum skilning á því að það þarf að hagræða og spara. Samgönguráðherra hefur hinsvegar gengið lengra gagnavart okkur Eyjamönnum en hægt er að sætta sig við. Á skömmum tíma hefur hann hætt við smíði nýrrar ferju, dregið úr þjónustu flugturnarins, minnkað opnunartíma flugvallarins, látið ófullnægjandi skip leysa Herjólf af við slipptöku, ákveðið að hætta styrkjum á flugi til Eyja sem verður sennilega til þess að flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur leggst af, lagt af seinniferð á þriðjudögum og lagt af aðra ferðina á laugardögum. Í viðbót við þetta fáum við engar upplýsingar um gjaldskrá og ferðaáætlun Herjólfs í Land-Eyjahöfn, vitum ekki hvernig samgöngum milli Bakka og Reykjavíkur verðurháttað og áfram má telja. Allt okkar streð seinasta hálfa áratug er nú að engu orðið og þjónustustigið eftir því verra. Menn hafa sagt „skammastu þín“ af minni ástæðu.“

 ·  Við höfum verið í ágætis sambandi við Eimskip og Vegagerðina. Helst grunar okkur að samgönguráðuneytið hafi verið lagt niður í sparnaðarskyni, húsið selt og ráðherra farinn heim á Sigló

 Í bréfinu sem að Kristján Möller skrifaði stendur svo m.a.:

 · Elliði hefur sagt að hann sé sammála því að þörf sé á niðurskurði og aðhaldi og segist sýna því skilning. Það má hins vegar skera niður hjá öllum öðrum en í hans samfélagi.

 · Eins og áður sagði er það ekki skemmtilegt hlutskipti að þurfa að takast á við mikinn niðurskurð eins og t.d. í samgöngumálum og ferðum til og frá stöðum sem njóta ríkisstyrkja. Auðvittað kemur það við Eyjamenn eins og aðra. En til Vestmanneyja renna á þessu ári um 415 milljónir króna af áðurnefndum 1.355 milljónum sem varið er til almenningssamgangna.

 · Við Elliða vil ég að lokum endurtaka þetta:

Ef þú vilt hafa þetta samskiptaform f.h. Eyjamanna við ráðuneyti samgöngumála þá þú um það.

Ég ítreka því: Mætti ég þá fá annan fulltrúa Eyjamanna til að vinna með.

 · Bæjarskrifstofunni í Eyjum lokað og bæjarstjórinn kominn í kosningaslag

Ráðherra slær svo að lokum um sig með limru sem kom up í huga hans þegar hann las svarskeyti Elliða í Fréttum:

Að hreykja sér hátt, það er siður
sem hérna sést stundum, því miður.
Það er glæsilegt oft
er þeir gnæfa við loft,
en slæmt ef þeir ná ekki niður
.

 Alltaf gaman þegar að menn slá um sig með nettum kveðskap, ráðherra sendir þetta á Elliða. Spurning hvort þetta á ekki við um aðra líka Kristján?

 Ef að tölur ráðherra um það sem lagt er til almenningssamgangna er réttur og þetta sé hlutur Eyjamanna eftir niðurskurð þá held ég að 4000+ manna samfélag geti ekki kvartað svo sem. - Auðvitað vill "mikill" alltaf meira.

Tek það samt skýrt fram að mér personulega finnst óvenju slakt af ráðuneytinu að ekki sé búið að ganga frá því hvernig ferðatíðni og annað verður eftir að höfnin í Bakkafjöru opnar. - Það þykja mér döpur vinnubrögð. Því víst liggur mikið undir fyrir byggðarlagið mitt og þetta var ekki að bresta á í síðustu viku.

Get samt tekið undir bókun minni hlutans hér í Eyjum en þar segir með leyfi bloggstjóra.:

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans harma að umræður um samgöngur við Vestmannaeyjar, séu fallnar á það stig sem birtist í fjölmiðlum síðustu daga. Málefnið er of stórt og mikilvægt til þess.

 Undirrituðum er ljóst að efnahagur íslensku þjóðarinnar er ekki sterkur um þessar mundir og mikill niðurskurður er óhjákvæmilegur í útgjöldum ríkisins, jafnvel í heilbrigðis- og menntakerfi. Því ber að þakka samgönguyfirvöldum fyrir að slá hvergi af og tryggja fjármagn í uppbyggingu á Landeyjahöfn, framtíðinni í samgöngum við Vestmannaeyjar. Það er viðurkenning á skilningi og þörfinni á bótum. Þetta ber bæði að þakka og virða.
 
Samgönguyfirvöld verða að gera sér grein fyrir því að slakar og ófullnægjandi samgöngur við Vestmannaeyjar um árabil, hafa skaðað samfélagið. Linnulaust barátta bæjarstjórnar fyrir skilningi og bótum hefur loksins skilað árangri. Það er bæjaryfirvöldum því bæði þungt og erfitt að sætta sig við niðurskurðarhnífinn. Það kann að birtast, bæði í umræðum og bókunum.
Að gefnu tilefni skal á það bent að Elliði Vignisson er framkvæmdastjóri bæjarstjórnar Vestmannaeyja og fylgir eftir ákvörðunum hennar.
 
Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans hvetja alla sem þátt taka í stjórnmálum að mæta hverju máli á heiðarlegan og málefnalegan hátt. Erjur og þras skila minni árangri. Það höfum við reynt í starfi okkar á þessu kjörtímabili.

 Það þýðir heldur ekkert að vera að kasta eggjum í hús nágrannans ef að maður fer svo í bullandi fýlu ef hann svarar fyrir sig. Ég hef sagt það áður og segi en að það er einn stærsti kostur hvers manns að efast um eigið ágæti. ...og það á svo sannarlega líka við um mig.

 


mbl.is Lýsa undrun á framkomu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kemur á óvart Gísli að þú skulir taka undir orð minnihlutans ;)

Elliði V (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 14:39

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Það er slæmt ef að skynsemi mín kemur fólki en á óvart. ;-)
En segir þessi yfirlýsing ekki allt sem segja þarf Elliði minn.

Ég hefði reyndar svarað ráðherra með einni línu og það án þess að fresta bæjarstjórnarfundinum og bara sagt: Takk fyrir svarið.

Eigðu góða helgi

Gísli Foster Hjartarson, 15.1.2010 kl. 14:58

3 Smámynd: Sigurður Helgason

Gísli er ekki tímabært að flytja ykkur upp á land og friðlýsa eyjarnar,

er það ekki ódýrast, nóg er af auðum húsum í reykjavík eftir sukkið

Sigurður Helgason, 15.1.2010 kl. 15:25

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Nei og aftur nei Sigurður Helgason - Að flytja okkur upp á land get ég ekki samþykkt.  Myndi samt alveg sætta mig við að vera friðlýstur (er það sennilega á vissan hátt - he he)

Reyndar er það rétt að nóg er af húsnæðinu í borginni og nágrenni eftir sukkið. EN hér er gott að vera og ég vil helst hvergi annarsstaðar vera. Auðvitað eru menn ekki alltaf sáttir við það sem gengur á, eða hversu hratt hlutirnir ganga fyrir sig, sem betur fer, en það hefur sinn gang. Við erum vonandi að fá frábærar bætur í sjósamgöngum. Því fagna ég þó svo að ég sé hissa að ekki sé búið að ganga þv´r þeim þáttum 7 mánuðum fyrir opnun. Því það vill svo til að þessi opnun stendur fyrir dyrum á háanna tímanum í ferðabransanum. Þetta með flugið er erfiðara, en við sjáum til þar.

Gísli Foster Hjartarson, 15.1.2010 kl. 15:46

5 identicon

Mér finnst alveg ótrúlegt hvað menn eru til í að láta yfir sig ganga hérna í eyjum og taka svo upp hanskann fyrir Möllernum afþví að hann er svo góður að ætla að setja fjármagn í þetta verk sem að mestu leyti er komið en taka jafnframt flugið í burtu á sama tíma!!! Og fólk skammar elliða fyrir að fara í blöðin afþví að ENGIN svör fást frá samgönguráðuneytinu, er ekki allt í lagi með fólk. Við skulum átta okkur á því að það tók sama fólkið, Möllerinn og félaga í samfylkingunni og vg, enga stund að ákveðja setja c.a 20 miljarða í að klára tónlistarhúsið!! Nb. hérna hafa engar samgöngubætur orðið á c.a 20 árum eða frá því herjólfur kom, því ég kalla ekki að setja flugið á (eftir að hafa tekið það af okkur) sem ægilega velvild í garð okkar, þessi vinnubrögð hjá möllernum og samgönguráðuneytinu eru til háborinnar skammar og hann fer svo í fýlu og svara með fússi að fólk sem starfar í þágu bæjarfélagsins séu með öllu móti að reyna fá einhver svör þegar sumarið er skammt undan!!!

Einn reiður (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 16:11

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég svara nú yfirleitt ekki nafnlausum skrifum hérna á blogginu, nema að ég viti hver hinn nafnlausi er. En einn reiður nýtur undantekninga þar sem ég sé að hann segist vera heimamaður. En það verð ég að segja að mér finnst það aumt þegar heimamenn geta ekki skrifað undir nafni á síðu Eyjamanns. Eru menn hræddir um að fólki hlægi af þeim ef þeir hafa skoðanir? - Þannig er það alls ekki

Við eigum nú líka að þakka fyrir það sem vel er gert er það ekki? Auðvitað er þetta ekki fullkomið ástand og verður sennilega seint. Við fáum ekki bara allt sem að við viljum, það væri ekki réttlátt nema aðrir fengju það líka. Ég vonast til þess að Bakkafjara muni styrkja okkar byggð á margan hátt. EN það er ekki ásættanlegt að ekki skuli búið að ganga frá framhaldinu, þ.e.a.s. eftir að Bakkafjara opnar, þó ekki væri nema um 6 mánaða samning að ræða. Minnir að samkvæmt tölum ráðherra þá erum við undir 2% landsmanna en erum að fá yfir 25% af framkvæmdafé vegagerðarinnar - þökkum fyrir það, tala nú ekki um á þessum síðustu og verstu

Já já menn settu helling í að klára tónlistarhúsið. Ekki það að ég sé hrifinn af því personulega. EN það skapar nú heldur betur vinnu á þessari stundu ekki veitir af. Það er ekki bara ríkið sem er að leggja fé í þessa byggingu, líka borgin. Eflaust á þetta hús eftir að veit einhverjum ánægju í framtíðinni, kannski á maður eftir að eiga þarna ánægjulega stund einn góðan veðurdag-  hver veit. Vissulega hefði mátt nota peningana í annað en þetta var valið - ekki spyrja mig afhverju

Svo er líka alltaf spurning um það hvort flug til Eyja á að vera ríkisstyrkt? Eiga fyrirtæki í almennri samkeppni yfirhöfuð að vera ríkisstyrkt? Hversu hár ætli ríkisstyrkurinn á flugi til Egilsstaða eða Ísafjarðar sé? Datt ekki flugið nánast upp fyrir af því að fólk hætti að nota það, flugleiðin stóð engan veginn undir sér.  Er ekki sagt að ESB séu snillingar í að styrkja svona jaðarsamfélög, einhver heldur því fram.

Fjölgun ferða Herjólfs hlýtur að teljast samgöngubót, ekki satt. Og bara svo það sé á hreinu þá sé ég ekkert að því að fella þessar 2 ferðir á viku niður í þennan tíma sem um er rætt. Ég veit til þess að skipið hefur verið að fara með undir 100 farþegum yfir daginn suma daga. Afhverju þá ekki að reyna að spara á þeim árstíma til betri nýtingar síðar ef þörf krefur?

Veit ekki til þess að menn hafi verið að skamma Elliði fyrir yfirlýsingarnar varðandi slugsagang ráðherra en fólki líkar ekki alltaf hvernig menn setja skilaboð sín á framfæri, það er bara eðlilegt sýnist nú minnihlutinn svara þessu ágætlega með því sem segir í yfirlýsingu þeirra.: Að gefnu tilefni skal á það bent að Elliði Vignisson er framkvæmdastjóri bæjarstjórnar Vestmannaeyja og fylgir eftir ákvörðunum hennar. En menn væntanlega skrifa ekki svörin fyrir hann niður á blað. Menn treysta því að hann komi því frá sér á bestan mögulegan hátt - sem er nú bara eðlilegt. Svo tek ég heilshugar undir þessi orð þeirra: .....hvetja alla sem þátt taka í stjórnmálum að mæta hverju máli á heiðarlegan og málefnalegan hátt. Erjur og þras skila minni árangri........

Gísli Foster Hjartarson, 15.1.2010 kl. 20:04

7 identicon

Góður frændi minn eins og alltaf.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 20:58

8 identicon

já nokkuð gott svar, allavega mér að skapi

Sigurður Oddur (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.