Líf og fjör

Ekki get ég sagt að þetta séu beint athyglisverðar tillögur. Heldur bara en og aftur er hinn almenni félagsmaður að koma með mál sem að flokkurinn hefur  lagt fram í umræðunni áður. En það er gott að skerpa á þessu en og aftur og minna á að þessi umræða og þessar hugmyndir eru ekki dauðar innan flokksins þó svo að margur hægri maðurinn segi að flokkurinn hafi kastað þessu öllu fyrir björg.

Væri gaman að heyra hvað Steingrímur segir um að hafna AGS í þeirri stöðu sem þjóðin er í á þessari stundu. Ekki eins og staðan sé auðvled og það er þrengt að okkur víða, þó ekki sé búið að loka. Steingrímur ætti nú að geta komið sínu í gegn þarna og sagt mönnum hreinskilningslega hvað er í pípunum.

ESAB er seinni tíma vandamál og ég skil afstöðu VG . Þó svo að ég personulega sjái ekkert að því að kanna þessi mál og fá úr þeim skorið. í ESB eru mörg tækifæri og ég held að þegar uppi verður staðið þá séu þau jafnvel fleiri en menn grunar. En þetta er allt í vinnslu svo sjáum við hvað setur.

Hissa að sjá engan þarna leggja til að ráðherra ábyrgð sé lengd í 2 kjörtímabil t.d.

Verður gaman að sjá hvaða fréttir berast svo út af fundinum.


mbl.is Vilja hvorki ESB né AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ursus

Hvað gerðist merkilegt 15. janúar 1963?

Ursus, 15.1.2010 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.