Frábært starf okkar fólks en....

... á meðan það svitnar og bograr við að reyna að bjarga mannslífum. Vaða inn í hrunin hús,  við hörmungar aðstæður. Horfir á líkin hrannast upp situr þjóðin hér heima og birtir hverja fréttina á fætur annarri um hvar hafi verið fjallað um okkar fólk.

Við sem hér heima sitjum erum á fullu að slá okkur á brjóst og gleðjast yfir því hverjir eru að fjalla um fólkið okkar eins og það sé einhver sigur!!! Er þetta ekki hálfgerð hræsni af okkar hálfu? Fyrirsögn eftir fyrirsögn fólkið okar á CNN, fólkið okkar vekja áhuga Rússa og svo framvegis. Svo var ekki fjallað um að við værum mætt á Sky News þá fór erindreki okkar þangað til að láta vita að við værum sko mætt - menn skyldu hafa það á hreinu!!!! Ætli fjölmiðlar í öðrum löndum birti slíkar fréttir? Ætli kólumbísk dagblöð hafi í gær birt frétt þess efnis að þeirra fólk sást í sjónvarpinu á Íslandi!!!

Á meðan eru tugþúsundir látnir og fleiri hætt komnir hjá þessari fátæku þjóð  en það lítur stundum út eins og það sé aukaatriði aðalatriðið er að við erum búinn að senda fólk á svæðið og það er fjallað um það á þessari eða hinni stöðinni!!!

Við vitum öll að þetta frábæra fólk er að sinna sínu starfi vel. Þetta er öflugur hópur sem við sendum til að reyna að bjarga mannslífum. Ég hef enga trú á að hann hafi verið sendur til Haití sem auglýsingaskilti fyrir okkur hin!!


mbl.is Íslendingar vekja áhuga Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þjóðremban lætur ekki að sér hæða

Finnur Bárðarson, 16.1.2010 kl. 12:13

2 identicon

Já Gísli, ef maður hefur lært eitthvað á því að búa erlendis þá er það hvað íslendingar eru bestastir í heimi og sjá oft á tíðum ekki mikið út fyrir sinn sjóndeildarhring og þetta sér maður nú líka í Eyjum. Finnst alltaf jafn fyndið að lesa fyrirsagnir eins og eyjamenn bestir í að skemmta sér og öðrum. En svona erum við bara mannfólkið sjáum ekki sólina fyrir eigin snilldarleika

Sigurður O. (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 12:18

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fyrir sjálfmiðaða Íslendinga er þetta myndband ágætis flenging:

http://edition.cnn.com/video/#/video/world/2010/01/16/cooper.haiti.baby.rescue.cnn

Anna Einarsdóttir, 16.1.2010 kl. 12:21

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Finnur það er alltaf stutt í hana

Sigurður! Guð hvað ég get tekið undir þetta. Við Eyjamenn erum ágætir an Guð hvað við erum langt frá því að vera eins frábærir og við viljum vera láta. Það var einmitt verið að hlægja að þessari fyrirsögn í prentsmiðjunni í gær einhver sem bennti okkur á þetta nákvæmlega eins og þú gerir. Táknar alls ekki að við séum slæm, erum bara svolítið (mikið) sjálfhælinn hér í Eyjum. Okkar afrek verða einhvern veginn alltaf meiri en sambærileg atvik annarsstaðar

Ætla að skoða þetta Anna

Gísli Foster Hjartarson, 16.1.2010 kl. 13:30

5 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Er ekki bara allt í lagi að fá smá jákvæðni í fréttirnar, það eru nú búið að koma í bland bæði fréttir af ástandinu þarna og svo þessu góða fólki sem mannar þessa sveit. Mér fínnst þegar öllu er á botnin hvolft bara allt í lagi að fá þessar fréttir. Annars held ég að bloggarar séu jafnvel en neikvæðari en blaðamenn og þá er nú mikið sagt.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 16.1.2010 kl. 14:06

6 Smámynd: Ibba Sig.

Hmm Anna, af hverju er þessi frábæra björgun litlu stúlkunnar flenging fyrir Íslendinga?

Skrítið hvað fólk reynir alltaf að sjá hið versta út úr öllum hlutum. Íslendingar brugðust vel við þessum hörmungum, svo vel að alþjóðasamfélagið tók eftir því sem og erlendir fjölmiðlar og fluttar hafa verið fregnir af því.

Hér á landi er svo sagt frá þessari umfjöllun og þá er allt í einu allt orðið agalega vont og allir illa innrættir! 

Gerið ykkur bara grein fyrir því að fréttaflutningur af björgunarstörfum í bland við fréttaflutning af hamförunum og ástandi í skaðalandi eykur heildarumfjöllunina. Sem kemur landinu til góða því stuðningur (fjárhagslega og annar) þegar frá líður er í réttu hlutfalli við fréttaflutning. Það er bara staðreynd.

Ibba Sig., 16.1.2010 kl. 14:28

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hér í noregi var þetta fyrsta fréttin á nrk daginn sem íslendingarnir mættu.. norðmenn börðu sér síðan á brjóst með því að segjast vera coordinator fyrir skandinavísku löndin á Haiiti.. þe norge og svergie.. en er ekkert viss um að þeir séu mættir enn :D

Óskar Þorkelsson, 16.1.2010 kl. 16:02

8 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ibba ég er alveg sammála þér allur fréttaflutnignur af þessum hörmungum er "af hinu góða" finnst bara kjánalegt hvað sífellt þarf að vera að slá upp fréttum um að einhver sjónvarpsstöð úti íheimi hafi birt myndir eða fjallað um að við værum á svæðinu

Óskar þú lætur okkur kannski vita þegar Norðmenn fara af stað!!! ;-)

Gísli Foster Hjartarson, 16.1.2010 kl. 16:34

9 Smámynd: ThoR-E

Það er fínt að fá t.d link á video af björgun íslensku sveitarinnar í stórmarkaðnum þarna á Hatíti.

Sá linkur fylgdi með frétt hér heima .. þar sem fjallað var um að sjónvarpstöðvar úti hefðu verið að fjalla um björgunarafrek íslensku sveitarinnar.

Við getum verið stolt af sar sveit okkar og það er bara fínt að fá fréttir af störfum þeirra þarna. Við þurfum að fá þær fréttir frá öðrum sjónvarpsstöðvum, erlendis frá, því að ekki er íslensk sjónvarpstöð með fréttaflutning þaðan.

´

Að vera að gagnrýna það ... sé ekki ástæðuna :)

ThoR-E, 16.1.2010 kl. 23:16

10 identicon

Verð nú að taka undir með þeim sem spyrja, hvað var þessi Anna að meina?  Var það einhver flenging fyrir íslendinga að aðrir skuli hafa bjargað ungbarni?  Veit ekki, en svona manneskja einsog þessi Anna setur að mér hroll.  Er virkilega svo komið fyrir sumum íslendingum að þeirra álit sé að allt sem íslendingar gera sé þjóðinni til skammar?  Tilhugsunin um að mæta svona fólki á förnum vegi er ekki geðsleg.

bjarni (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 01:53

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér sýnist að ég sé illilega misskilin hérna.

Ég er einfaldlega sammála Fosterinum um eftirfarandi;  

"Frábært starf okkar fólks en á meðan það svitnar og bograr við að reyna að bjarga mannslífum. Vaða inn í hrunin hús,  við hörmungar aðstæður. Horfir á líkin hrannast upp situr þjóðin hér heima og birtir hverja fréttina á fætur annarri um hvar hafi verið fjallað um okkar fólk. 

Og fyrir þá sem eru að velta sér uppúr því hversu margir fjölmiðlar tala um Ísland og Íslendinga...... þá setti ég link til að minna á hversu hræðilegar hörmungar fólkið á Haiti er að glíma við og að það er okkur ekki sæmandi að hugsa um hégóma eins og blaðaumfjöllun.

Anna Einarsdóttir, 17.1.2010 kl. 02:10

12 identicon

Það er enginn að misskilja þig Anna, þú ert að velta þér uppúr neikvæðni.  Láttu ekki eins og þú sért heilagri en aðrir, þarna sástu tækifæri til að vera neikvæð og niðurrífandi, og greipst það fegins hendi.  Íslendingar eru ánægðir með að landar þeirra hafi látið gott af sér leiða, ekki spillir fyrir að það vekur einhverja athygli erlendis, enda veitir ekki af að bæta orðsporið.  En eitthvað pirrar þig við jákvæð viðbrögð erlendis frá, þau viðbrögð eru án nokkur vafa ekki af umhyggju fyrir fórnarlömbum jarðskjálftans.  Vertu því ekki að setja þig á háan hest, þinn hégómi er neðan siðferðismarka annara.

bjarni (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 02:41

13 Smámynd: ThoR-E

Ekki sé ég að það sé hégómi að birta t.d umfjöllun um sveitina í erlendum fjölmiðlum þar sem við getum séð video af björgunarafrekum þeirra.

en svona lítur fólk misjafnt á hlutina.

ThoR-E, 17.1.2010 kl. 06:19

14 identicon

Mig langar svolítið til að skoða þetta bara frá sjónarhorni Íslendinga.

Síðastliðna mánuði höfum við ekki heyrt annað en slæmar umfjallanir um Ísland og íslendinga. Hversu hræðileg við erum að borga Icesave strax osfrv. Þetta eru slíkar umfjallanir sem verður til þess að maður vill varla viðurkenna þjóðerni sitt.

Síðan gerist þetta.... og já ég veit hversu hræðilegur atburðurinn er og hversu lélegt það er að nota slíkt sem umfjöllun um sjálfan sig... EN - ef við horfum bara á okkar litla sálartetur- að þá allt í einu fengum við að heyra hversu gott það er að hafa íslendingana þarna úti, hversu vel þeir eru að standa sig og maður óneitanlega réttir úr baki og er stoltur yfir því að eiga heima á Íslandi.

Og vitiði.... mér finnst bara ekkert að því.

Síðan á það björgunarsveitafólk, sem fór þangað út (og fjölskyldur þeirra) , skilið að heyra frá öðrum en okkur, hversu vel þau standa sig og hversu frábært það var að þau brugðust svona skjótt við. Eins og gott klapp á bakið!

En þetta er jú mín skoðun - skulum reyna að draga okkur úr þessari neikvæðni og reyna að sjá jákvæðu hliðarnar að málunum.

Mellemann (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 09:54

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ef að þið gerið góðverk, finnst ykkur þá nauðsynlegt að segja öllum frá því ? 

Kanntu enga mannasiði Bjarni  asds6419@yahoo.com ?

Anna Einarsdóttir, 17.1.2010 kl. 10:40

16 Smámynd: ThoR-E

Nei Anna. Enda held ég að þeir sem bjóði fram aðstoð sína, geri það ekki til þess að fá klapp á bakið og/eða reyna að auglýsa það.

Og ég get svosem tekið undir þann hluta að t.d konan sem hafði ítrekað samband við SKY News til að "tilkynna þáttöku íslensku sveitarinnar í björgunarstarfinu" osfrv.

Það fannst mér undarlegt og algjör óþarfi.

En í þeim tilvikum þar sem sýnt er í sjónvarpstöðvum erlendis frá björgunarverkefnum, að þá semsagt geta séð til þeirra að störfum eins og í þessari verslunarmiðstöð þar sem einhver sjónvarpsstöðin fjallaði um björgunina og tók viðtal við yfirmann sveitarinnar.

Það fannst mér allt í lagi.

ThoR-E, 17.1.2010 kl. 12:22

17 identicon

Ég er aðstandandi eins björgunarsveitamanna og ég verð bara þvílíkt reið að lesa þetta ! Af hverju má ekki segja frá jákvæðri umfjöllun sem þeir fá ? Af hverju má ekki klappa á bakið á þeim. Af hverju mega þeir ekki vita og finna hvað við erum stolt af þeim ? Þeir eru að vinna við hræðilega aðstæður í sjálfboðavinnu meðan fólk eins og sum ykkar hér sitjið fyrir framan tölvuskjáina og rakkið það niður að þeir séu að fá athygli fyrir það ?  Gleymið ekki að þessar erlendu fréttir eru oft þær einu sem við fjölskyldurnar fáum af okkar fólki. 

Skammist ykkar !

Ásdís (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 12:22

18 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég get ekki séð staf um að ekki megi segja frá björgunarsveitunum Ásdís.  Það eru líklega allir sammála um að við viljum fá fréttir af þeim. 

- Það er reginmunur á umfjöllun íslenskra fjölmiðla um góð verk íslenskra björgunarsveitamanna á Haiti.  (sem er að sjálfsögðu jákvæð og nauðsynleg fréttamennska)

- eða ítrekuð umfjöllun íslenskra fjölmiðla um umfjöllun erlendra fjölmiðla um að Ísland hafi verið fyrst á staðinn. (sem sýnir vissulega að okkar menn eru viðbragðsfljótir en nóg að segja frá því einu sinni.  Óþarfi að segja að þetta erlenda blað og hitt erlenda blaðið hafi tekið eftir okkur)

Það var aldrei meining mín að særa neinn með athugasemdum mínum og ég skil ekki alveg hvernig hægt er að misskilja mig eins og gert hefur verið hérna.

Ég er ákaflega stolt af björgunarsveitunum enda sýni ég þeim stuðning í verki um hver áramót.

Anna Einarsdóttir, 17.1.2010 kl. 12:39

19 identicon

Anna !

Afhverju í ósköpunum má ekki segja frá því sem gott er? Íslenska þjóðin er komin með upp í kok af fréttum littla og stóra Bjögga og öllu þeirra hyski  . Svo þegar það koma jákvæðar fréttir í okkar garð, þá kemur svona bloggari eins og þú, og úðar út úr þér eintómri neikvæðni. Ég ætla að vona að þú leitir þér hjálpar, og hættir að dreifa svona neikvæðni. Það er EKKI það sem fólk þarf á að halda í dag.

Kristinn (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 13:07

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hér er vegið að mér úr öllum áttum af nafnlausum aðilum sem segja að ég þurfi að leita mér hjálpar, hégómi minn sé neðar siðferðismarka annarra, ég setji hroll að mönnum, tilhugsunin um að mæta mér sé ekki geðsleg, ég úði úr mér eintómri neikvæðni o.s.frv.  Hugsanlega er þetta allt einn og sami aðilinn?  Hvað veit maður þegar fólk þorir ekki að koma fram undir fullu nafni.

Það vill nú þannig til að ég er jákvæð og sterk persóna.

En þessar athugasemdir eru löngu hættar að snúast um málefnið sem síðuhöfundur skrifaði um og sem ég er einfaldlega sammála. 

Anna Einarsdóttir, 17.1.2010 kl. 13:34

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er sammála Gísla - og Önnu ;) Íslendingar eru að "nota" hörmungar Haiti búa sér til framdráttar. Það er jafnljótt eins og hitt snertir mig hvað íslenska björgunarsveitin stendur sig vel í afleitum aðstæðum. Ég horfi á myndbandið sem Anna póstaði inn og ég táraðist alveg eins og ég fylltist stolti þegar ég horfði á myndbandið þar sem íslenska björgunarsveitin bjargaði konunni úr rústunum.

Ég held að þið sem eruð að rakka Önnu niður hér gleymið að lesa orðið "SJÁLFMIÐAÐIR"

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2010 kl. 15:15

22 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Við dáumst öll af afrekum þessa fólks. Þau eiga allar þær þakkir skyldar sem að þau fá, og jafnvel meira til.  Þetta er skelfingarástand þarna og örugglega miklu verra en orð fá lýst

Fyrirsögnin á grein Moggans var t.d. Íslendingar vekja áhuga Rússa!!!! Svo var einhversstaðar einhver fyrirsögn í ætt við Fjallað um íslenska björgunarfólkið á CNN

Það var í mínum huga verið að slá sig til riddara á góðu starfi okkar fólks, eins og við hefðum verið að vinna kapleik eða eitthvað álíka. Neikvæður eða ekki það verður hver og einn að meta fyrir sig. Kann bara ekki við svona fréttamennsku.

Gísli Foster Hjartarson, 17.1.2010 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband