Er gengið orðið of gott?

Maður er nú allt í einu algjörlega að óþörfu farinn að velta fyrir sér hvort gengið á undirbúningstímabilinu sé búið að vera of gott!!! En ég held að þetta sé nú einfaldlega út af því að liðið okkar er svona helvíti ferkst og líklegt til þess að ná ágætis árangri þegar á hólminn er komið. Gaman að lesa hér að Björgvin Páll hafi verið í ham, það táknar að maður fer ekki á taugum þó að hann eigi kannski slakan fyrri hálfelik í einhverjum leik í mótinu.

Heyrði haft eftir meistaranum með yfirvaraskeggið, Heiner Brand þjálfara Þýskalands að Íslenska liðið væri til alls líklegt enda hefði það 5 heimsklassaleikmenn innanborðs. Þetta voru Alexander,  Róbert Gunnars, Guðjón Valur, Snorri Steinn og sá fimmti var hérna hann Ólafur Stefáns!!!! EN þetta er ekki aðeins spurning um þessa 5 leikmenn því að við eigum nefnilega jafnan og flottan hóp þar á eftir og þar eru t.d. menn eins og Logi Geirss og Arnór Atlason sem báðir geta klárað leiki ef sá gallinn er á þeim. Markverðirnir okkar eru fínir og það er okkur mikilvægt að þeir hrökkvi í gír. Við megum nú samt ekki fara að ofmetnast þó einhverjir telji okkur til alls líklega, það hjálpar lítið þegar inn á völlinn er komið.

Búið að vera nokkuð þétt álag á liðinu svona í loka undirbúningi fyrir átökin. Vona að ekkert óvænt fari nú að koma upp á - Eru það ekki bara Frakkar á morgun og svo afslöppun fram að leik á þriðjudagskvöld - Áfram Ísland alltaf alls staðar.


mbl.is Öruggur íslenskur sigur á Spánverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það sé orðið morgunljóst að liðið er alveg firnasterkt og ég hef engar áhyggjur af hugarfarinu hjá strákunum, þeir eru allir orðnir reyndir og munu ekki ofmetnast við sigra í æfingaleikjum.  Ég hef hins vegar áhyggjur af öðru; mér finnst leikjaálagið ansi mikið svona rétt fyrir mót.  EM er mjög strembið mót þar sem spilað er annan hvern dag í yfir tvær vikur og ég skil því ekki alveg hvers vegna Gummi þjálfari bætir við tveimur leikjum núna um helgina, einum degi fyrir mót.  Ég treysti honum svosem alveg fyrir því að vita hvað liðinu er fyrir bestu en ég hef áhyggjur af þessu því hópurinn er ekki það breiður að hægt sé að hvíla lykilmenn á EM.  Til þess er mótið hreinlega of sterkt.

Gummi (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 14:57

2 identicon

Þetta er allt í lagi eins lengi og Frakkar vinna okkur.  Ef við vinnum þann leik er þetta gengið of langt og liðið gæti ofmetnast og haft of miklar væntingar á herðum sér.

Tap gegn Frökkum í síðasta leiknum ætti að koma hópnum á jörðina og gefa þeim tækifæri að laga sitthvað núna rétt fyrir mót

Elvar Smári (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 15:22

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Gummi ég sé ekki betur en að önnur lið séu að spila af svipuðum krafti og við þannig að það vonandi kemur jafnt niður á öllum. Er ekkert viss um að of mörg af hinum liðunum séu með miklu betri hóp en við. Þetta verður eins og áður spurning um dagsformið.

Elvar Smári ef að tap gegn frökkum á morgun er það sem þarf til að ná topp árangri þá er ég sáttur

Gísli Foster Hjartarson, 16.1.2010 kl. 15:38

4 identicon

Ég hef nú ekki legið yfir prógrammi hinna liðanna en eftir því sem ég best veit þá eru Ísland, Spánn og Frakkland einu liðin sem spila um helgina, allavega á morgun.  Frakkar eru með breiðari hóp og hafa efni á því að spila þétt.

Gummi (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 15:51

5 identicon

Ég var að lesa viðtal við Gumma, þjálfara, á mbl og þar koma fram góðar fréttir.  Hann ætlar að láta ungu strákana spila leikinn og morgun og lykilmenn fá hvíld.  Maður þarf því ekki að hafa meiri áhyggjur af álagi

Gummi (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 15:55

6 identicon

átti að vera ,,spila leikinn á morgun"...

Gummi (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 15:59

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þá erum við ekkert að fara á taugum útaf þessu!!!

Gísli Foster Hjartarson, 16.1.2010 kl. 16:06

8 Smámynd: ThoR-E

Við erum með þrusulið. Það er augljóst. Unnið Þjóðverja í tvígang með góðum mun, tókum síðan Portúgala með tíu stiga mun sem hefði getað verið mun hærri því við klúðruðum allavega 12 dauðafærum.

Og nú eru Spánverjar teknir með 4 stiga mun og þeir komust aldrei yfir í leiknum. Jöfnuðu þrisvar en komust aldrei lengra.

Hlakka mikið til að sjá hvernig Frakkaleikurinn fer á morgun.

Veit einhver hvort EM verði ekki örugglega í beinni á RÚV ????

ThoR-E, 16.1.2010 kl. 17:01

9 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Á RÚV í beinni:

19.01.   Denmark vs Austria
19.01.   Iceland vs Serbia
21.01.  Serbia vs Denmark
21.01.  Austria vs Iceland
23.01.  Austria vs Serbia
23.01.  Denmark vs Iceland

Gísli Foster Hjartarson, 16.1.2010 kl. 17:30

10 Smámynd: ThoR-E

Glæzilegt.

Takk fyrir þetta.

kv.

ThoR-E, 16.1.2010 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband