Furðulegt?

Þetta er furðuleg keppni. Aðeins einn af keppendunum vill vinna. Hinir vilja bara fá að vera með.

Mun seint skilja svona keppnir. Nú byrjar þetta lið rétt eins og hjá íhaldinu að leita eftir styrkjum frá hinum og þessum fyrirtækjum og einstaklingum. Segja okkur svo að það muni aldrei hafa áhrif á dómgreind þeirra í málum er tengjast við komandi styrktaraðila - einmitt

Fólk á að bjóða sig fram í engin sæti - treysta sér í öll. Fjárstuðningar bannaðir og flokkurinn gefur út einn kynningarbækling um alla frambjóðendur. sameiginlegir framboðsfundir. punktur - eitthvað í þá áttina, allir við sama borð þannig séð.


mbl.is 13 í framboði hjá Samfylkingu í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ursus

Aumingjar eru best geymdir á bekknum, í sporti og pólitík! Líttu bara á bekkina á Austurvelli!

Ursus, 16.1.2010 kl. 20:29

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Algjörlega sammála þér að fólkið á að bjóða sig í enginn sæti...Þetta er rotið svona .....

Halldór Jóhannsson, 16.1.2010 kl. 21:22

3 identicon

Það á að senda alla Íslendinga í meðferð hjá AA samtökunum. Það leiðarljós sem þeir boða á erindi við alla þjóðina.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 21:25

4 Smámynd: Jens Guð

  Það er eitthvað sem lyktar af spillingu þegar frambjóðandi í prófkjöri spanderar allt upp í á níundu milljón til að ná öruggu sæti á framboðslista til sveitastjórnar.  Það er eitthvað sem lyktar af spillingu þegar fyrirtæki er eiga hagsmuna að gæta í viðskiptum við ríki og borg leggja heilar og hálfar milljónir í kosningasjóð einstakra frambjóðenda of flokka.  Eykt er glöggt dæmi um þetta.

Jens Guð, 17.1.2010 kl. 00:09

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Nákvæmlega Jens. Eykt er gott nýlegt dæmi sem dregið var fram í dagsljósið. Ég er mest hissa á flokkunum að taka ekki til í þessu kerfi en þeir er kannski svona sjálfhverfir að þeir halda að við sjáum ekkert hvað er að?

Gísli Foster Hjartarson, 17.1.2010 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.