Eitt hænuskref í viðbót...

...það lítur út fyrir að flokkunum ætli ekki að takast að koma málinu þannig fyrir að þjóðin fái ekki að kjósa um þetta. Okkar verður valið, eins og meirihluti þjóðarinnar virðist vilja á þessari stundu. Reyndar eiga örugglega eftir að flæða yfir okkur á næstunni meiri upplýsingar enhingað tiltil að gera okkur alveg gaga - he he .....en ekkert okkar vill auknar skuldir það held ég að sé ljóst.  Spurningin er bara hvort eykur þær meira já eða nei.

Kemur mér svo sem ekkert á óvart að Hollendingar og Bretar sitji bara og bíði. Þeir vilja væntanlega fá að sjá hvaða innri manni þjóðin býr yfir. Þær ætla svo að sitja á sínu og láta ríkisstjórnina bíta í eplið súra.  ....nema að það verði mikill áframhaldandi viðsnúningur í röðum þingmanna og embættismanna í löndunum tveimur en ég reikna svo sem ekkert með því.   Þeir ætla sér að grýta okkur með tréklossum og bjórkrúsum!!!


mbl.is Langur en rýr fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er alls ekki öll nótt úti enn. Jóhanna og Steingrímur eru dugmikið fólk og svo eru auðvitað margir fleiri að vinna í málinu. Vonandi klárast það sem fyrst, svo hægt sé að snúa sér að uppbyggingunni sem þjóðin bíður öll eftir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2010 kl. 23:03

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

....ekki veitir okkur af Hólmfríður. sáttur yrði ég ef að þetta kláraðist áður en þjóðin tekur tappann úr......

Gísli Foster Hjartarson, 18.1.2010 kl. 23:07

3 identicon

Og hvernig mælist meintur "dugnaður" Jóhönnu í starfi?  Með að mælast í könnun sá ráðherra sem nýtur minnst álits þjóðarinnar, á meðan Steingrímur hreppti 1 sætið?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 23:07

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Er þetta ekki spurning hvernig maður snýr blaðinu Guðmundur!!!!

Gísli Foster Hjartarson, 18.1.2010 kl. 23:23

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þjóðin á að fá að kjósa um þetta. þessi Icesave skuld er ekki okkar, það er alveg ljóst, það er líka alveg ljóst að öll fyrri loforð um að þjóðin borgi bara þessa óreiðuskuld var gefin út í loftið. Hvergi samþykkt frá Alþingi eins og á að vera þegar loforð var gefið.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.1.2010 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.