Ómetanlegt

Að eiga fólk sem leggur fram krafta sína við vinnu í sambandi við svona mál er ómetanlegt. Maður gerir sér í raun enga grein fyrir því er þetta björgunarlið hefur þurft að upplifa þó að maður sjái einhverjar myndir í sjónvarpi. Einhver nokkurra sekúndna fréttaskot. En að búa við og þurfa að takast á við þetta allt 24/7 hlýtur að vera svakaleg lífsreynsla og sitja ansi lengi í mönnum.

Ég fyrir mitt leyti vil þakka þessu fólk fyrir þeirra fórnfúsa framlag við þetta verkefni. Það er ómetanlegt að við skulum eiga svona sveit sjálfboðaliða til taks ef eitthvað bjátar á, hvort sem er innanlands eða utan.


mbl.is Rústabjörgunarsveitin snýr heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.