Ekki að virka?

Búinn að dvelja hér í borginni í tæpa 24 tíma núna og reka augun í ansi margar auglýsingar frá frambjóðendum bæði frá íhaldinu og samfó. Alveg held ég að það sé kominn tími á að breyta þessu prófkjörs formi sem flokkarnir eru að bjóða upp á, svokallað spillingarform. Það á að takmarka allt sem þessu viðkemur. banna einstaklings auglýsingar - allt á að vera gert sameiginlega af flokknum, auglýsingar, bæklingar og framboðsfundir. Fólk á bara að bjóða sig fram og þeir sem taka þátt í að velja á listann raða því bara eftir sinni samvisku án utanaðkomandi pressu um að þessi vilji þetta sæti eða hitt.

Jæja best að koma sér af stað, fara í Kolaportið, rölta Lugarveginn og reyna að njóta dagsins hér í borginni. Skerið fagra aftur á morgun


mbl.is Sjálfstæðismenn með prófkjör í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Nú er bara að hvetja alla til að mæta á austurvöll í dag kl 15.

www.nyttisland.is

Lúðvík Lúðvíksson, 23.1.2010 kl. 09:53

2 identicon

Góð hugmynd, þið kommarnir viljið endilega banna allt sem ykkur er illa við, það hlýtur að virka rosalega vel.

Í mínu ungdæmi var fólk, eins og þú, kallað bjánar.

Einar (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 09:57

3 identicon

Ég get ekki séð að prófkjör séu spillingarform þar sem kosið er um einstaklinga er það ekki lýðræðislegt að fá að kjósa.Ég hefði talið það spillingu þar sem fáir ákveða í lokuðum bakherbergjum hvernig raðað er á viðkomandi lista og almenningur fær ekki að segja sína skoðun (það er svolítið einræðislegt)

Guðmundur Baldursson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 10:16

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sé ekkert af prófkjörum ekki misskilja það. Það er formið sem að ég er aðsetja út á. Nú ana frambjóðendur eftir penngum frá fyrirtækjum við að fá styrki hér og þar.. Það er það sem é er á móti. Hef ekkert á móti því að það séu prófkjör vill bara aðrar forsendur. Eins og ég sagði í pistlinum. Veit ekki með þig Einar minn en í minni sveit eru engir kommar sá síðasti dó fyrir mörgum árum, En spillingin sem fæst með þessum prófkjörsaðferðum eins og þau eru hún lifir og hana má sjá víða. Ég vil að flokkurinn sjái um alla framkvæmd við þessi prófkjör. Sama hvaða flokkur það er.

Síðast í dag eru erlendir fjölmiðlar að velta sér upp úr svona styrkjaspillingum sem þrífast mjög víða.

Gísli Foster Hjartarson, 23.1.2010 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.